Fréttir
Á kortinu eru viðvaranir frá 8. desember 2024.

333 viðvaranir gefnar út árið 2024

Nokkuð rólegt ár með tilliti til veðurviðvarana. Engin rauð viðvörun gefin út árið 2024

8.1.2025

Gefnar voru út samtals 333 viðvaranir vegna veðurs árið 2024, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Sá fjöldi er svipaður og árið áður, en frá 2018 hafa að meðaltali 373 viðvaranir verið gefnar út á ári. Árið 2024 var því heldur undir meðallagi síðustu ára.

Mynd2_sulur

Viðvaranir dreifðust misjafnlega eftir spásvæðum, flestar viðvaranir voru gefnar út á Suðausturlandi, 41 talsins, og á Breiðafirði og Vestfjörðum voru gefnar út 40. Fæstar voru á höfuðborgarsvæðinu, 14 talsins.  Í öðrum landshlutum var fjöldi viðvara á bilinu 20 til 35. Á Norðurlandi eystra voru flestar appelsínugular viðvaranir gefnar út, sjö talsins. Oftast var varað við vindi og hríð, samtals 279 viðvaranir, en 54 viðvaranir voru gefnar út vegna asahláku, rigningar og snjókomu.

Mynd3_landshluti



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica