
Veðurstofa Íslands tilnefnt VIRKt fyrirtæki 2023
Atvinnutenging VIRK hefur tilnefnt Veðurstofu Íslands sem VIRKt fyrirtæki 2023. Alls voru 16 fyrirtæki og starfsstöðvar á landinu öllu sem hlutu tilnefningu. Veðurstofan hefur átt í samstarfi við VIRK í nokkur ár með góðum árangri.
Í tilkynningunni frá VIRK segir að framlag fyrirtækja og stofnanna eins og Veðurstofu Íslans skipti sköpum og að þau sýni samfélagslega ábyrgð í verki með því að bjóða einstaklingum með skerta starfsgetu tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði. Rannsóknir hafa sýnt að það að vera með vinnu er mikilvægt fyrir bæði heilsu og velferð einstaklingsins og því er mikilvægt að auka þátttöku þessa hóps á vinnumarkaði.