Fréttir
Virk-vidurkenning-
Frá afhendingu viðurkenningarinnar. (F.v.) Borgar Ævar Axelsson, mannauðsstjóri Veðurstofu Íslands, Hrönn H. Hinriksdóttir, atvinnulífstengill hjá VIRK, Ingveldur Björg Jónsdóttir, fagstjóri rekstrar og Hlíf Sævarsdóttir, sérfræðingur á rekstrarsviði. Á myndina vantar Helgu Kristínu Guðlaugsdóttur, upplýsinga- og skjalastjóra á Veðurstofu Íslands, sem einnig hefur komið að samstarfinu við VIRK. (Ljósmynd: Veðurstofa Íslands)

Veðurstofa Íslands tilnefnt VIRKt fyrirtæki 2023

23.3.2023

Atvinnutenging VIRK hefur tilnefnt Veðurstofu Íslands sem VIRKt fyrirtæki 2023. Alls voru 16 fyrirtæki og starfsstöðvar á landinu öllu sem hlutu tilnefningu. Veðurstofan hefur átt í samstarfi við VIRK í nokkur ár með góðum árangri.  

Í tilkynningunni frá VIRK segir að framlag fyrirtækja og stofnanna eins og Veðurstofu Íslans skipti sköpum og að þau sýni samfélagslega ábyrgð í verki með því að bjóða einstaklingum með skerta starfsgetu tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði. Rannsóknir hafa sýnt að það að vera með vinnu er mikilvægt fyrir bæði heilsu og velferð einstaklingsins og því er mikilvægt að auka þátttöku þessa hóps á vinnumarkaði.  



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica