Fréttir

Ársfundur Veðurstofu Íslands

Náttúruöflin og samfélagið

24.3.2014

Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn að Bústaðavegi 7, fimmtudaginn 27. mars 2014 kl. 8:15–10:30. Fundurinn er opinn öllum og skráning er hafin.

Að loknu ávarpi umhverfisráðherra verða flutt fimm erindi. Fundinum verður streymt á vefinn frá klukkan 9:00.

Dagskrá

  • 8:15–9:00 Morgunverðarhlaðborð
  • Ávarp. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Styrking innviða. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands
  • Loftslagsbreytingar á norðurhjara. Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna
  • Veðurfarsbreytingar og væntingar. Trausti Jónsson, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum
  • Hættumat flóða. Ásdís Helgadóttir, sérfræðingur í tölulegri straumfræði og Emmanuel Pierre Pagneux, sérfræðingur í flóðarannsóknum
  • Viðvaranir, miðlun og útgáfa. Theodór Freyr Hervarsson, framkvæmdastjóri eftirlits og spár

Sigrún Karlsdóttir náttúruvárstjóri stýrir fundi.

Ársskýrsla Veðurstofunnar (pdf 2,2 mb) mun liggja frammi ásamt útdrætti á ensku (pdf 1,7 mb).

Vinsamlega tilkynnið þátttöku í tölvupósti á netfangið skraning@vedur.is eða í síma 5226000.

Auglýsing



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica