Ráðstefnur og fundir
Mælireitur  og hús Veðurstofunnar

Erindaröð Veðurfræðifélagsins á aðventunni

Fjögur opin erindi 9. -12. desember 2013

Veðurfræðifélagið hitar upp fyrir komu jólasveinanna með röð erinda í annarri viku aðventunnar, 9.-12. desember.

Erindin hefjast kl. 15:00 og verða haldin í gamla matsal Veðurstofunnar að Bústaðavegi 9. Hvert erindi verður 15-25 mínútur og nægur tími mun gefast fyrir spurningar og umræðu eftir erindin.

Veðurfræðifélagið og erindaröðin eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari. Staðsetning: Gamli matsalur Veðurstofunnar að Bústaðavegi 9. Tími: kl. 15:00.

Dagskrá:

Mánudaginn 9. desember:

  • Þórður Arason (Veðurstofu) – Manntjón í eldingum á Íslandi

Þriðjudaginn 10. desember:

  • Árni Jón Elíasson (Landsneti) – Slydduísing á Íslandi: Mælingar og reiknilíkön

Miðvikudaginn 11. desember:

  • Guðfinna Aðalgeirsdóttir (Jarðvísindastofnun) – Breytingar á Grænlandsjökli og íslenskum jöklum síðasta áratuginn.

Fimmtudaginn 12. desember:

  • Þóranna Pálsdóttir (Veðurstofu) – Gagnaflækja (og greiðslumáti)
  • Halldór Björnsson (Veðurstofu) – IPCC WG1 AR5! Eru loftslagsbreytingar að breytast?

Á þessari síðu er að finna ýmsa viðburði sem tengjast viðfangsefnum Veðurstofunnar.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica