Ráðstefnur og fundir

Ársfundur Veðurstofunnar 2013

Veðurstofa Íslands - rannsóknastofnunin

Ársfundur Veðurstofunnar verður haldinn að Bústaðavegi 7, fimmtudaginn 4. apríl klukkan 08:15–10:45. Fundurinn er opinn öllum en óskað er eftir skráningu í síma 522 6000 eða á netfangið vidburdir@vedur.is. Tími gefst fyrir spurningar milli erinda og í lok fundarins. Fundarstjóri verður Ingvar Kristinsson. Dagskráin er eftirfarandi:

  • 08:15 Morgunverður í boði Veðurstofunnar
  • 08:50 Ávarp. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
  • 09:00 Veðurstofan: Brú yfir Heljargjá. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands: Veðurstofan er sívakandi yfir náttúruöflunum og leitast er við með rannsóknum að skilja eðli þeirra enn betur. Árni mun kynna það sem helst stóð upp úr á síðasta ári í starfi stofnunarinnar, hvernig til tókst með reksturinn og horfur á næsta ári.
  • 09:30 Rannsóknainnviðir Veðurstofu Íslands – efling innviða í jarðvísindum. Kristín S. Vogfjörð rannsóknastjóri: Veðurstofan rekur fjölþætt mælanet til vöktunar og rannsókna á náttúru Íslands og hefur á undanförnum árum fjárfest fyrir nær 600 milljónir króna í innviðum. Kristín mun kynna uppbyggingu jarðvísindalegra innviða Veðurstofunnar. Sú uppbygging stendur á grunni eftirlitskerfa stofnunarinnar með eldgosa- og jarðskjálftavá og byggist á fjárfestingu innlendra og erlendra rannsóknasjóða og hagsmunaaðila í mælitækjum og gagnaþjónustu til uppbyggingar Evrópunets rannsóknainnviða í jarðvísindum.
  • 09:50 Snjór, snjóflóðahætta og samgöngur á norðurslóðum. Harpa Grímsdóttir, útibússtjóri Veðurstofunnar á Ísafirði: SNAPS (Snow, Ice and Avalanche Applications) er samnorrænt verkefni um samgöngur á norðurslóðum og vandamál sem skapast vegna snævar. Veðurstofa Íslands leiðir verkefnið og tilraunasvæðið á Íslandi eru Vestfirðir. Vegirnir sem unnið er með eru Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu og Steingrímsfjarðarheiði vegna skafrennings. Harpa kynnir markmið verkefnisins og helstu afurðir hingað til.
  • 10:10 ICEWIND - Rannsóknir á vindauðlindinni. Guðrún Nína Petersen, sérfræðingur í veðurfræðirannsóknum: Þó að vindur hafi verið nýttur frá rafvæðingu til að knýja litlar vindrafstöðvar þá hefur vindorka í raun verið lítið nýtt til raforkuframleiðslu á Íslandi. Skriður komst ekki á rannsóknir á íslensku vindauðlindinni fyrr en eftir aldamótin. Guðrún Nína mun kynna samnorrænt rannsóknarverkefni þar sem  þekkingu á sviði vindorku á köldum svæðum er miðlað og kannaðir þeir þættir sem hafa takmarkandi áhrif á vindorkunýtingu á Norðurlöndunum.
  • 10:30 Lokaorð
  • 10:45 Fundarslit

Ársskýrsla Veðurstofunnar 2012 er komin út og mun liggja frammi á fundinum.



Á þessari síðu er að finna ýmsa viðburði sem tengjast viðfangsefnum Veðurstofunnar.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica