Dagur læsis - bókasafnsdagurinn
Morgunkorn bókasafnsfræðinga 2016 í boði á Bústaðavegi
Á Degi læsis, bókasafnsdeginum, var Morgunkorn bókasafnsfræðinga haldið í móttökusal Veðurstofu Íslands á Bústaðavegi 7. Alls voru um 60 - 70 manns mættir, víðs vegar að af landinu, og nutu veitinga áður en hlýtt var á kynningu Kristjönu Mjallar Hjörvar, ávarp Árna Snorrasonar, frásögn Óskars Þórs Þórarinssonar og lestrargleði Ævars vísindamanns.
Að því loknu var farið niður í Undirheima, salarkynni bókasafns Veðurstofunnar, þar sem Guðrún Pálsdóttir, fráfarandi bóksafns- og upplýsingafræðingur stofnunarinnar, kynnti veðurkort frá 1920 og fleira áhugavert lesefni.
..
Ljósmyndirnar tóku Jóhanna M. Thorlacius og Kristín Ósk Hlynsdóttir.