Dagur íslenskrar náttúru 2015
Athöfn umhverfisráðherra að þessu sinni á Veðurstofu Íslands
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn er hátíðlegur 16. september ár hvert.
Hátíðarsamkoma umhverfis- og auðlindaráðherra verður að þessu sinni haldin á Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg. Þar afhendir Sigrún Magnúsdóttir Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Athöfnin hefst kl. 14:00 og henni verður streymt á vefinn.
Tilnefnd til fjölmiðlaverðlaunanna eru Hallgrímur Indriðason, fréttamaður á RÚV, Iceland Review og þáttaröðin „Lífríkið í sjónum við Ísland“. Rökstuðning dómnefndar fyrir valinu má lesa í frétt á vef ráðuneytisins. Þar má einnig lesa um fyrri handhafa náttúruverndarviðurkenningarinnar.
Í dagskránni á vef ráðuneytisins er listi yfir viðburði víða um landið.