Ráðstefnur og fundir

Flugveðurmælingar á Íslandi veturinn 1932-1933

Fyrir rúmum 80 árum kom flugsveit frá Konunglega hollenska flughernum til Íslands og stundaði veðurmælingar á lofthjúpnum í eitt ár en um þær mundir var alþjóðlegt ár pólarrannssókna. Þetta var í fyrsta skipti sem flug var stundað á Íslandi allan ársins hring. Var rannsóknunum ætlaðar að bæta veðurspár og bæta þannig samgöngur í flugi og á sjó.

Jacques A.C. Bartels flugsagnfræðingur gaf árið 2013 út veglega bók í tilefni af 100 ára afmælis hollenska flughersins. Bókin fjallar um veru flugsveitarinnar hér á landi og var kynnt á fyrirlestri á Hótel Natura 27. september 2013 fyrir tilstilli Kára Kárasonar, flugstjóra.

Í fórum hans er forláta loftskrúfa sem fóstri föður hans fékk frá hollenska ríkinu sem þakklætisvott fyrir hjálpina á þessum árum enda var hann konsúll Hollands frá þeim tíma allt til dauðadags 1968.

Flugsögufélagið auglýsti fyrirlesturinn en Icelandair, Flugfélag Íslands og fleiri styrktu verkefnið. Meðal annars fór höfundurinn til Akureyrar og hitti forsvarsmenn Flugsafns Íslands.


Á þessari síðu er að finna ýmsa viðburði sem tengjast viðfangsefnum Veðurstofunnar.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica