Mælingaflug yfir Norður-Atlantshafi
Opin kynning mánudaginn 10.10.2016
Mánudaginn 10. október 2016 munu Heini Wernli, Vísinda- og tækniháskólanum í Zürich (ETH Zürich), og John Methven, Háskólanum í Reading, halda stutta kynningu á vegum Veðurfræðifélagsins á áhugaverðu rannsóknarverkefni í okkar næsta nágrenni:
NAWDEX, North Atlantic Waveguide and Downstream Impacts Experiment
Þessa dagana eru í gangi mælingarflug yfir Norður Atlantshafi vegna verkefnisins og tvær rannsóknarflugvélar eru með bækistöðvar á Keflavíkurflugvelli.
Heini og John munu kynna bakgrunn verkefnisins auk þess hvernig hefur gengið.
Kynningin verður í matsal Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, kl. 15 á mánudaginn. Allir sem hafa áhuga á veðri og veðurfari eru velkomnir. Útdrátt á ensku má finna á vefsíðum Veðurfræðifélagins.