Málstofa Hafrannsóknastofnunar
Málstofa Hafró í hádeginu á fimmtudögum í vetur
Málstofa Hafrannsóknastofnunar hefur nú göngu sína á ný. Athygli skal vakin á því að málstofan verður eftirleiðis í hádeginu á fimmtudögum.
Dagskrá málstofunnar á haustönn 2013 má sjá á vef stofnunarinnar.
Fimmtudaginn 10. október 2013 flytur Andreas Macrander, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, erindi sem nefnist Ferskvatnsflæði Austur-Íslandshafsstraumsins. Erindið, sem flutt verður á ensku, verður í fyrirlestrarsal á 1. hæð að Skúlagötu 4 og hefst kl. 12:30.
Ferskvatnsflæði Austur-Íslandshafsstraumsins
Andreas Macrander, Héðinn Valdimarsson, Steingrímur Jónsson:
Íslandshaf er mikilvægur hluti af hringrás Norður Atlantshafsins en þar myndast djúpvatn vegna kólnunar Atlantssjávar sem streymir suður um Grænlandssund.
Austur Íslandsstraumur greinist úr Austur Grænlandsstraumi og streymir til suðausturs um Íslandshaf og með landgrunni Íslands út í Austurdjúp og Noregshaf. Verkefni það sem hér er fjallað um beindist að mælingum á heildarflæði og flæði ferskvatns með Austur Íslandsstraumi og var unnið í tengslum við evrópskt samstarfsverkefni sem nefnist THOR (Thermo-Haline Overturning at Risk).
Straummælingar ásamt endurteknum mælingum á hita, seltu og hæð sjávar (mæld frá Envisat gervitunglum) voru notaðar til þess að reikna út flæði í Íslandshafi. Samtvinnun þessara mælinga gerði kleift að lengja tímaröð straummælinga á þessum slóðum aftur til ársins 2002.