Ráðstefnur og fundir

Örugg framtíð – í faðmi landsins

Eyðimerkursamningur SÞ kynntur

Opinn fundur um landgræðslumál verður haldinn mánudaginn 2. júní kl. 12:15 – 13:15 í sal Þjóðminjasafnsins. Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir.

Monique Barbut, framkvæmdastýra Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna, mun í fyrirlestri sínum færa rök fyrir því að landgræðslumál og betri stjórn landnýtingar á heimsvísu geti hjálpað til við aðlögun að loftslagsbreytingum og þurrkum, dregið úr fólksflótta og átökum vegna rýrnandi náttúruauðlinda og tryggt sjálfbæra landbúnaðar- og orkuframleiðslu. Ísland gegnir svo sannarlega hlutverki í þessu samhengi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flytur upphafsávarp. Fundarstjóri er Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða. Að fundinum standa Utanríkisráðuneytið, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Stofnun Sæmundar fróða, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Landgræðsluskólinn.


Á þessari síðu er að finna ýmsa viðburði sem tengjast viðfangsefnum Veðurstofunnar.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica