Ráðstefnur og fundir
ísgljúfur - bláir skuggar göngumanna

Málþing um loftslagsbreytingar

Áhrif á umhverfi og samfélag

Vísindafélag Íslendinga stendur fyrir málþingi um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á umhverfið og samfélag manna föstudaginn 16. nóvember 2012 kl 15-17.

Málþingið fer fram í sal V101 í Háskólanum í Reykjavík og dagskráin er svohljóðandi:

  • 15:00 Orsakavaldar loftslagsbreytinga fyrr og nú: Jón Egill Kristjánsson, prófessor við Oslóarháskóla
  • 15:30 Áhrif hnattrænna loftlagsbreytinga á jökla og sjávarborð: Helgi Björnsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
  • 15:50 Áhrif loftslagsbreytinga á landvistkerfi á norðurhveli: Bjarni D. Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
  • 16:10 Hitamál og kaldar tölur: Afneitun almennings og hættur loftslagshlýnunar: Guðni Elísson, prófessor við Háskóla Íslands
  • 16:30 Umræður

Fundarstjóri: Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða


Á þessari síðu er að finna ýmsa viðburði sem tengjast viðfangsefnum Veðurstofunnar.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica