Fréttir
Vindaspá fyrir laugardaginn 12. mars kl. 14:00.

Spáð er mjög slæmu veðri á morgun

Varað er við mjög slæmu veðri um allt land á morgun, laugardag 12. mars

11.3.2016

Nánar um útlitið:

Í kvöld og nótt nálgast mjög kröpp og djúp lægð landið sunnan úr hafi. Lægðinni fylgir suðaustanhvassviðri eða -stormur með talsverðri slyddu eða rigningu í nótt og fyrramálið, einkum suðaustanlands. Síðan snýst í suðvestanstorm eða -rok með éljagangi, jafnvel ofsaveðri norðvestantil.

Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með veðurkortum og ástandi vega á morgun, laugardaginn 12. mars.

11.3.2016

Vakthafandi veðurfræðingar:

Þorsteinn V. Jónsson

Helga Ívarsdóttir




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica