Fréttir
Harmonie-spálíkan: áætlað afrennsli úrkomu og leysingar á miðnætti.

Viðvörun vegna illviðris og leysinga

Reiknað er með asahláku

13.3.2016

Viðvörun

Mjög slæmu veðri er spáð í dag um allt land og veðrinu fylgir talsverð rigning á sunnan-, vestan- og norðvestanverðu landinu samhliða auknum hlýindum. Því er reiknað með fyrstu asahláku ársins um nánast allt landið, sem ágerist er líður á kvöldið/nóttina.

Mest verður afrennsli á Snæfellsnesi, Hvítársvæðinu (bæði vestan og sunnan við Langjökul), á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, sem og á vatnasviði Norðurár í Borgarfirði, kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul.

  • Athugið að rennsli í ám og vatnsföllum getur aukist verulega sem eykur hættu á flóðum.
  • Þá er viðbúið að aukið álag verði á afrennsliskerfi bæja.
  • Mælst er til þess að hreinsa vel frá niðurföllum og útidyrum kjallara.
  • Aukin hætta á aur- og krapaflóðum mun skapast í fjalllendi.

Meðfylgjandi mynd sýnir nýjasta spálíkan okkar Harmonie (frá kl.12 á hádegi) en þar er spáð fyrir um uppsafnað afrennsli kl 00:00 á miðnætti aðfaranótt mánudags.

Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum.

13.03.2015

Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur

Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur

Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur

Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica