Fréttir
Holuhraun fyrir ári síðan, 19. maí 2015.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Skjálfti af stærð 4,4 í öskjunni

20.5.2016

Nú í morgun kl 07:11 mældist jarðskjálfti af stærð 4,4 í norðaustanverðri öskjubrún Bárðarbungu.

Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur frá goslokum í febrúar 2015. Um 20 eftirskjálftar komu í kjölfar skjálftans, einn þeirra var af stærð 3,3. Það dró verulega úr skjálftavirkni eftir kl. 07:45.

Veðurstofan fylgist grannt með áframhaldandi þróun mála allan sólarhringinn og mun upplýsa um frekari virkni.

náttúruvársérfræðingar:

Einar Hjörleifsson

Sigurdís Björg Jónasdóttir

Bryndís Ýr Gísladóttir

jarðskjálftafræðingur:

Martin Hensch




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica