Fréttir
The eruptive site of Holuhraun 8 Sept 2014, the ENE flow front at Jökulsá á Fjöllum.

Þingað um jarðhræringar - NORSEM í október

Skráningu lýkur í lok ágúst

11.8.2016

Þing norrænna jarðskjálftarannsókna verður haldið í dagana 11. - 13. okt. á Grand Hótel Reykjavík. Þingið er hið 47. í þessari röð jarðskjálftaþinga en síðast var það haldið á Íslandi fyrir fimm árum.

Þingið hefst á þriðjudegi og varir út fimmtudag. Fyrirlestrar og umræður fara fram á ensku.

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér efnið með þátttöku í huga. Skráning er hafin og stendur út ágúst. Útdráttum erinda skal skila fyrir 15. september.

Margvísleg viðfangsefni

Þessi þing taka til skoðunar marvíslegar norrænar rannsóknir í jarðskjálftafræðum:

  • jarðskjálftafræði neðanjarðarsprenginga

  • mælingar út af banni við prófun kjarnorkuvopna
  • aðferðafræði gagnagreininga
  • áhættumat og jarðskjálftaverkfræði
  • rannsóknir á jarðskorpunni og efri möttli
  • jarðskjálftar, jarðhræringar, eldfjöll, höggun og hnik
  • skrásetning jarðskjálfta og skipulag jarðhræringavöktunar

Vettvangsferð

Síðasta daginn verður farið um Reykjanesskagann til að skoða misgengi á skástígu gliðnunarsvæði skagans. Einnig Kleifarvatn, jarðvarma í Seltúni, Gunnuhver og svo bólstraberg á sjálfu Reykjanesinu.

 



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica