Fréttir
Kort sem sýnir varasöm vöð yfir Bláfjallakvísl.

Varúð við Bláfjallakvísl

Hluti af gönguleið um Laugaveg

28.7.2016

Tilkynningar hafa borist frá ferðafólki við Bláfjallakvísl, norðan Mýrdalsjökuls, að vatnshæð og rennsli þar hafi aukist mikið, og nái fólki upp að mitti.

Vegna hlýs veðurs um helgina er líklegt að halda muni áfram að hækka í ánni og er fólk beðið um að gæta varúðar við vöð yfir ánna, sem er hluti af gönguleiðinni um Laugaveg.

Ástæða aukins rennslis í Bláfjallakvísl er talin vera hlýtt veður og breyting á árfarvegum norðan Mýrdalsjökuls.

Sjá einnig Athugasemdir sérfræðings á vatnavárforsíðu. Enginn mælir er í Bláfjallakvísl en Veðurstofan heldur góðum samskiptum við fólk á svæðinu til að fylgjast með framvindu málanna.

Við viljum vekja athygli á að aukning í rennsli Bláfjallakvíslar er ótengd jarðskjálftavirkninni í Mýrdalsjökli síðustu daga.

Hildur María Friðriksdóttir
Matthew Roberts
náttúruvársérfræðingar



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica