Fréttir

Arctic Circle 2016

Hringborð Norðurslóða

7.10.2016

Árlegt þing Arctic Circle stendur yfir í Hörpu, dagana 7. - 9. október 2016. Yfir 400 fyrirlesarar, hvaðanæva að úr vísindaheiminum, fjalla þar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra í víðu samhengi ásamt aðlögunarhæfni samfélaganna á norðurslóðum, sjá dagskrá. Um tvö þúsund manns sækja þingið.

Framlag okkar

Tveir sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands, þeir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur og Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags, taka þátt í umræðu sem ber neðangreinda yfirskrift, ásamt fleiri erlendum og íslenskum vísindamönnum:

Arctic freshwater resource dynamics and socioenvironmental challenges: A round table discussion

Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur á Veðurstofunni, leiðir eftirfarandi umræðu:

What's going on in the North Atlantic?

Þar flytur Halldór Björnsson erindið The North Atlantic Cold Pool. A Short Biography, og Ingibjörg Jónsdóttir, Háskóla Íslands, erindið The Impact of the North Atlantic Cold Pool.

Stefan Rahmstorf er þekktur fyrirlesari frá Háskólanum í Potsdam og leiðandi í umræðunni um loftslagsbreytingar. Við þetta tilefni flytur hann erindið Evidence for a Significant Slowdown of the North Atlantic Overturning Circulation.

Á umræðupalli verða sérfræðingar frá Háskólanum á Akureyri og Hafrannsóknastofnun.

Fyrri þing Arctic Circle

Lesa má um fyrri þing Arctic Circle á vef samtakanna: 2015, 2014, 2013.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica