Fréttir
Vindaspá fyrir 4. febrúar 2016 kl. 20.

Stormur eða rok í dag og á morgun

Skil ganga yfir landið með talsverðri eða mikilli úrkomu

4.2.2016

Frá vakthafandi veðurfræðingi 04.02.2016 kl. 10:24:

Skil nálgast landið úr suðri með vaxandi austanátt og snjókomu en þeim fylgir stormur eða rok og talsverð eða mikil úrkoma. Skilin fara norður yfir landið seinni partinn og gengur veðrið niður SV-lands í kvöld, SA-til í nótt, í fyrramálið norðan- og austanlands, en ekki fyrr en síðdegis [á morgun] norðvestantil.

Best er að fylgjast með textaspám. Sjá gulan borða í haus vefsins vegna snjóflóðahættu í byggð. Sjá einnig mat á snjóflóðaaðstæðum til fjalla.

Gildandi stormviðvörun hljóðar svo: Gert er ráð fyrir stormi eða roki (20 til 28 m/s) um landið sunnan- og vestanvert síðdegis, en norðan- og austanlands í kvöld. Búast má við mikilli úrkomu suðaustan- og austanlands í kvöld og nótt.

Sjá viðvörun frá því kl. 15 í gær, miðvikudag. Nýjar viðvaranir verða birtar hér ef þær berast.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica