Fréttir
Sjálfvirk veðurstöð við Lónakvísl, skammt vestan við Langasjó.

Góuþing Veðurfræðifélagsins 2016

Opið öllum

19.2.2016

Góuþing Veðurfræðifélagsins verður haldið næstkomandi þriðjudag, 23.febrúar.  Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 13:45.  Að þingi loknu heldur félagið aðalfund sinn.

Dagskrá

  • 13:45 - Þing sett
  • 13:50 - Þórður Arason: Samanburður á eldingagögnum úr ATDnet og WWLLN mælikerfunum
  • 14:10 - Björn Erlingsson: Hafís í Norður-Íshafi, – bráðnun og brotahreyfingar
  • 14:30 - Hermann Arngrímsson: Radar radar – hvað er að gerast í veðursjáamálum á Íslandi?

14:50 - Kaffihlé

  • 15:10 - Guðrún Nína Petersen: Lofthjúpur og haf mælt – tvær mæliherferðir kynntar til leiks
  • 15:25 - Trausti Jónsson: Áttavísar

Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica