Fréttir
bygging
Móttaka Veðurstofunnar, Bústaðavegi 7.

Hárrétt viðbrögð við truflun í kælibúnaði

Ofurtölva Veðurstofunnar þarf á stöðugri kælingu að halda

16.5.2016

Eins og komið hefur fram hjá fjölmiðlum fyrr í dag, þá þurfti að bregðast við vegna þess að kælikerfi Veðrstofunnar á Bústaðavegi 7 var ekki starfhæft um tíma; en vegna aðvarana frá eftirlitskerfum og fyrir samstillt viðbrögð, tókst að hafa stjórn á aðstæðum.

Upp úr hádegi gerðist það að eftirlitskerfi gaf frá sér viðvaranir og hitastig í tölvusölum fór hækkandi. Slökkt var á ofurtölvunni og völdum kerfum Veðurstofunnar og var vefurinn niðri um hríð.

Kallað var á slökkviliðið sem var fengið til að blása köldu lofti inn í kjallarann svo ekki þyrfti að keyra öll kerfi niður. Starfsfólk Veðurstofunnar og þjónustuaðilinn, Hitastýring, voru á staðnum þegar atvikið varð vegna þess að komið höfðu viðvaranir frá búnaðinum. Ástandið varði í skamman tíma og um sexleytið í kvöld voru flest kerfi komin upp aftur.

Nánar verður upplýst um ástæður þegar staðan hefur verið greind.

Slökkviliðið skrifaði frétt á vef sinn um atburðinn og vísar þar í þakkarbréf frá Veðurstofunni.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica