Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Hæð er nú að þokast austur yfir landið. Stöku él norðaustanlands fram á kvöld en annars bjartviðri.
Á morgun, miðvikudag hvessir af suðaustri með stöku éljum við suðvestur- og vesturströndina. Hægari vindur annars staðar og á Norður- og Austurlandi er búist við björtu veðri og talsverðu frosti.
Spá gerð: 21.01.2025 15:52. Gildir til: 22.01.2025 00:00.

Veðuryfirlit

Skammt V af Skotlandi er 1003 mb lægð sem þokast A.
Yfir og norður af Íslandi er 1022 mb hæð sem þokast A. Um 500 km NV af Hvarfi er víðáttumikil 958 mb lægð á norðurleið.
Samantekt gerð: 21.01.2025 20:15.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 25.12.2024 10:04.

Veðurhorfur á landinu

Hægviðri en suðaustan 5-10 vestast. Víða léttskýjað.
Suðaustan 10-18 suðvestantil í dag, hvassast á annesjum. Skýjað þar og stöku él. Hæg breytileg átt og bjartviðri um landið norðan- og austanvert. Frostlaust við suðvesturströndina, annars 1 til 13 stiga frost, kaldast inn til landsins á Norðausturlandi.
Spá gerð: 22.01.2025 00:31. Gildir til: 23.01.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vaxandi suðaustanátt í nótt, 8-15, skýjað og úrkomulítið í dag. Hiti um frostmark.
Spá gerð: 22.01.2025 00:31. Gildir til: 23.01.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Austan og suðaustan 5-15, hvassast syðst. Slydda, rigning eða snjókoma með köflum og hiti kringum frostmark. Að mestu þurrt fyrir norðan og frost víða 0 til 7 stig.

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt með snjó- eða slydduéljum í flestum landshlutum, en hvassari og úrkomumeira um tíma norðaustantil. Frost 2 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki norðaustanlands.

Á laugardag og sunnudag:
Norðaustanátt, fremur hæg. Dálítil él í flestum landshlutum. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins.

Á mánudag:
Útlit fyrir norðlæg eða breytileg átt og víða þurrt. Frost um allt land, mest inn til landsins.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir hæga breytileg átt með björtu og köldu veðri.
Spá gerð: 21.01.2025 20:15. Gildir til: 28.01.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica