Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og skúrir, en sums staðar él um landið norðanvert. Lengst af úrkomulítið austantil. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast syðst.
Svipað veður á morgun, en lægir víða, og gengur í norðaustan 10-18 og úrkomumeira norðvestantil seinnipartinn.
Spá gerð: 21.09.2020 09:23. Gildir til: 23.09.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðlæg átt 8-15 og dálítil rigning S-til, en él fyrir norðan. Mun hægari um landið NA-vert. Hiti 0 til 5 stig, en í kringum frostmark fyrir norðan.

Á fimmtudag:
Norðlæg átt 5-10 m/s og dálitlar skúrir eða él N-lands, en víða léttskýjað um landið S-vert. Hiti 1 til 7 stig yfir daginn, mildast syðst.

Á föstudag:
Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna S- og V-lands seinnipartinn, en bjart NA-til. Hlýnandi veður.

Á laugardag:
Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 7 til 12 stig.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt og dálitlar skúrir, en rigningu austast. Hiti 4 til 9 stig.
Spá gerð: 21.09.2020 08:13. Gildir til: 28.09.2020 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Veðrið hefur nú róast töluvert eftir átök helgarinnar. Í dag verður suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og víða skúrir, en sums staðar él um landið norðanvert. Austantil á landinu verður hins vegar þurrt og nokkuð bjart fyrri part dags. Hiti 1 til 8 stig yfir daginn, hlýjast syðst.

Á morgun gengur í norðaustan 10-18 með slyddu eða rigningu norðvestantil á landinu. Annars staðar verður veðrið keimlíkt og í dag, en vindur verður hægari.
Spá gerð: 21.09.2020 06:28. Gildir til: 22.09.2020 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica