Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Sunnan 8-15 m/s og skúrir, en heldur hægari vindur og bjart að mestu um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 7 stig.

Minnkandi vindur á morgun, en áfram skúrir sunnan- og vestanlands. Hæg breytileg átt annað kvöld, víða þurrt á landinu og hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 01.12.2022 09:27. Gildir til: 03.12.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Hæg breytileg átt, en norðan 5-10 m/s með austurströndinni. Léttskýjað sunnanlands, en skýjað að mestu um landið norðanvert. Hiti um eða yfir frostmarki.

Á sunnudag:
Suðvestan 3-8. Víða þurrt og bjart veður og vægt frost. Skýjað og þurrt að kalla vestanlands með hita 1 til 5 stig.

Á mánudag:
Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti um og undir frostmarki.

Á þriðjudag:
Norðan 3-8 og bjartviðri, en 8-13 með austurströndinni og stöku él. Kólnandi veður.

Á miðvikudag:
Stíf norðanátt með éljum á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 7 stig.
Spá gerð: 01.12.2022 08:49. Gildir til: 08.12.2022 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Það verður sunnanátt í dag, víða 10-18 m/s með skúrum en hægari og úrkomulítið norðaustantil. Hiti 3 til 8 stig.

Á morgun verður aðeins hægari vindur en áfram skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu. Dregur úr úrkomu seinnipartinn en kólnar, hiti 0 til 5 stig annað kvöld.

Öflug hæð verður yfir landinu um helgina. Það verða hægir vindar, bjart með köflum og þurrt að mestu. Það kólnar hægt, hiti víða um frostmark seint á sunnudag.
Spá gerð: 01.12.2022 05:50. Gildir til: 02.12.2022 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica