Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Austlæg átt, 3-10 m/s. Skúrir eða slydduél við SV-ströndina fram á nótt, dálítil él A-lands, en annars þurrt. Frystir víða í nótt.
Norðlægari á morgun, 3-13 m/s og hvassast austan Öræfa og á Austfjörðum. Él norðaustantil, en annars yfirleitt léttskýjað. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum N-lands.
Spá gerð: 12.11.2019 22:33. Gildir til: 14.11.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðlæg átt, 3-10 m/s og léttskýjað, en lítilsháttar él með NA-ströndinni. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Vaxandi sunnanátt vestast um kvöldið og þykknar upp.

Á föstudag:
Hvöss sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar, en slyddu eða snjókomu í fyrstu fyrir norðan. Hægari vestlæg átt með deginum, fyrst vestantil undir hádegi, með skúrum eða éljum og kólnar aftur.

Á laugardag:
Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en léttskýjað austantil á landinu. Víða frostlaust við vesturströndina, en annars frost 1 til 7 stig og kaldast í innsveitum norðaustanlands.

Á sunnudag:
Hæg vestlæg átt og víða bjartviðri, en stöku él við norðurströndina. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt og hlýnandi veður. Smáskúrir eða él S-lands, en annars þurrt.
Spá gerð: 12.11.2019 21:14. Gildir til: 19.11.2019 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 12.11.2019 14:35. Gildir til: 13.11.2019 00:00.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica