Nýjar fréttir

Loftslagsrannsóknir benda til þess að líkur á breytingum á hringrás hafstrauma Atlantshafsins hafi verið stórlega vanmetnar

Núverandi losun gróðurhúsalofttegunda eykur hnattræna hlýnun en gæti leitt til óafturkræfra breytinga á hafstraumum sem hefðu staðbundna kólnun umhverfis Norður Atlantshafið í för með sér. Í ljósi mögulegra stórfelldra breytinga á hafhringrás í Norður Atlantshafi skrifaði hópur 44 vísindamanna frá 15 löndum bréf til Norrænu ráðherranefndarinnar, en afleiðingar þessara breytinga í hafstraumum myndu líklega bitna af mestum þunga á Norðurlöndum. 

Lesa meira

Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram

Uppfært 17. október kl. 15:00

Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi hefur haldið áfram á svipuðum hraða síðustu vikuna. GPS-mælingar á Svartsengissvæðinu sýna að landris er stöðugt. Í síðustu viku sýndu líkanreikningar, sem byggja á GPS gögnunum, að örlítið hafi dregið úr kvikuinnflæði undir Svartsengi. Ekkert bendir til að það hafi dregið meira úr hraðanum. Ekkert í gögnum bendir til þess að kvikusöfnun undir Svartsengi sé að hætta.

Lesa meira

Tíðarfar í september 2024

September var óvenjukaldur um allt land og þurrari en í meðallagi víðast hvar. Loftþrýstingur var hár í mánuðinum og sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á Austurlandi var hvassara en í meðalári en lygnara á vesturhelmingi landsins.

Lesa meira

Nýr jarðskjálftamælir í Hítárdal

Nýr jarðskjálftamælir var settur upp nú í lok september í Hítárdal um 5 km NV við Grjótárvatn. Síðan í maí 2021 hafa af og til mælst jarðskjálftar við Grjótárvatn á Vesturlandi. Alls hafa mælst um 360 jarðskjálftar síðan vorið 2021 en mest mældust um 20 skjálftar í mánuði þangað til í ágúst 2024 en þá mældust tæplega 80 skjálftar á svæðinu.

Lesa meira

Verður 2024 hlýjasta ár sögunnar?

Hnattrænn meðalhiti í ágúst síðastliðnum var 16,82°C sem er 0,71°C yfir meðaltali ágústmánaða viðmiðunartímabilsins 1991-2020. Þessar niðurstöður byggja á ERA5 gagnasafninu og er lýst í fréttatilkynningu frá loftslagsþjónustu Kópernikusar.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica