Laus störf
25032024

Sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga

Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á sviði jarðskorpuhreyfinga með áherslu á aflögun eldfjalla og tölulegar hermanir. Við leitum að umsækjanda með reynslu af tölulegum líkönum (e. Analytical & numerical models) sem byggð eru á jarðskorpumælingum til þess að fylgjast með aflögun eldfjalla og breytingum vegna eldsumbrota. Reynsla af umvörpunaraðferðum gagna (e. geodetic inversion) frá bæði staðsetningarmælingum með gervitunglum (GNSS-mælingum, eða GPS) og bylgjuvíxlmyndum frá ratsjárgervitunglum (e. InSAR) er skilyrði. Enn fremur er gert ráð fyrir að viðkomandi vinni að afurðaþróun úr slíkum gögnum til að efla náttúruváreftirlitið. Um er að ræða fullt starf á þjónustu- og rannsóknasviði innan deildar eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhniks. Í boði er spennandi, krefjandi og fjölbreytt framtíðarstarf í hátækniumhverfi þar sem viðfangsefnið er náttúruöfl landsins.

Veðurstofan er opinber stofnun sem er ábyrg fyrir að vakta náttúruvá á og við Ísland og vara við náttúruvá. Frá árinu 2011 hefur Veðurstofan gegnt hlutverki eftirlitsaðila með eldfjöllum (State Volcano Observatory). Á Veðurstofu Íslands vinnur fjöldi fólks að spennandi þróunar- og rannsóknarverkefnum er tengjast veðri og loftslagi, jöklum, vatni og hafi, jarðskorpuhreyfingum, eldgosum, dreifingu gas- og öskuskýja sem og ofanflóðum.


Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að reikna þrívíð líkön með beitingu umvörpunar (e. inversion) fyrir ólík inntaksgögn frá aflögunarmælingum (GNSS/GPS og InSAR) til þess að meta mismunandi þætti/orsakir aflögunar við eldfjöll og reikna eðli upptaka (e. source parameters)
 • Þátttaka í eldfjallavöktun á Íslandi
 • Þátttaka í viðbrögðum vegna umbrota í eldstöðvum og vinna að niðurstöðum sem gagnast viðbragðsaðilum
 • Þróun og miðlun afurða til eftirlits og rannsókna
 • Miðlun upplýsinga til ýmissa hagsmunaaðila, t.d. til almennings, Almannavarna, flugmálayfirvalda, orkuiðnaðarins, fjölmiðla
 • Þátttaka í ýmsum verkefnum, þar með talið hættumatsgerð og rannsóknum

Hæfniskröfur

 • Doktorspróf í jarðeðlisfræði, eða tengdum raungreinum

 • Farsæl reynsla og þekking í eldfjallafræði og aflögun eldfjalla
 • Farsæl reynsla af bæði analýtískum og númerískum líkönum (analytical and 3D finite element modeling) af aflögun eldfjalla
 • Góð færni í forritun
 • Góð þekking á Unix/Linux er nauðsynleg
 • Skipulagshæfni og nákvæmni í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að unnið undir álagi þegar náttúruvá steðjar að.
 • Geta til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
 • Greiningarhæfni og færni til að miðla niðurstöðum innan teymis og út á við
 • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, helst bæði á ensku og íslensku
Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum

Hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um starf sérfræðings

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2024

Sækja um starf

Nánari upplýsingar veitir

Kristín Jónsdóttir, kristinj@vedur.is

Sími: 5226000

Borgar Ævar Axelsson, borgar@vedur.is

Sími: 5226000


Nýjar fréttir

Minnkandi virkni í gígnum

Uppfært 21. júní kl. 14:55

Í myndum sem teknar voru í morgun í drónaflugi Almannavarna sést að virkni í gígnum fer minnkandi. Hraunrennsli frá gígnum er ekki sjáanlegt á yfirborði en getur verið í lokuðum rásum frá honum. Þó er áfram rennsli í þeim hrauntungum sem fóru yfir varnargarð norðan Sýlingarfells í gær. Mynd úr vefmyndavél Almannavarna á Sýlingarfelli sýnir þær þrjár hrauntungur sem renna yfir garðinn og vélar sem vinna að því að hemja hraunrennslið. Mest virkni er í hrauntungunni lengst til vesturs sem hefur færst áfram um nokkra metra og þykknað á síðustu klukkustundum. Gosórói fer einnig minnkandi og sést það vel á jarðskjálftamæli Veðurstofunnar í Grindavík eins og meðfylgjandi graf sýnir.

Lesa meira

Aðalritari Alþjóðaveðurfræði-stofnunarinnar (WMO) í heimsókn á Veðurstofu Íslands

Prófessor Celeste Saulo, nýkjörinn aðalritari Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kom í heimsókn á Veðurstofuna þann 18. júní og hitti Hildigunni Thorsteinsson, nýráðinn forstjóra. Hún heimsótti m.a. eftirlitssal Veðurstofunnar þar sem Helga Ívarsdóttir, deildarstjóri Veðurspár og náttúruvöktunar, Óli Þór Árnason veðurfræðingur og Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur sögðu henni frá hinu veigamikla og yfirgripsmikla hlutverki sem vaktin sinnir allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Lesa meira

Veðurstofan tekur í notkun nýtt spálíkan

Þann 19. mars náðist stór áfangi í Veðursetur vestur (UWC-W samstarfinu). Formlegur rekstur á ofurtölvunni er hafinn og veðurstofurnar fjórar á Íslandi, Írlandi og í Danmörku og Hollandi taka í rekstur sameiginlega veðurlíkanareikninga. Formlegur rekstur þýðir að sameiginlegir veðurspárreikningar og rekstur ofurtölvunnar, sem er hýst í kjallaranum á B7, eru vaktaðir allan sólarhringinnn til að tryggja framsleiðsluna og gagnaflæði.

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2024

Maí var tiltölulega hlýr, sérstaklega á norðaustan- og austanverðu landinu. Þar var sólríkt og þurrt. Það var tiltölulega kaldara og úrkomusamara suðvestan- og vestanlands.

Lesa meira

Nýr forstjóri Veðurstofunnar hefur tekið til starfa

Nýr forstjóri Veðurstofu Íslands, Hildigunnur H. H. Thorsteinsson hefur tekið til starfa. Hildigunnur hefur starfað sem tæknistjóri (CTO) hjá jarðhitafyrirtækinu Innargi A/S í Kaupmannahöfn frá árinu 2022.  Áður gegndi hún stöðu framkvæmdastýru rannsókna- og nýsköpunar hjá Orkuveitunni í nær áratug. Fyrr á ferlinum starfaði hún í jarðhita bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum, lengst af í bandaríska orkumálaráðuneytinu við stýringu rannsóknarfjármagns. Hildigunnur hefur m.a. setið í stjórnum Orku náttúrunnar, Carbfix, og Jarðhitafélags Bandaríkjanna.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica