Aðgengi

Aðgengi að vef Veðurstofu Íslands

Vottun er til bóta fyrir alla

Veðurstofa Íslands hefur hlotið vottun frá fyrirtækinu Sjá ehf og Öryrkjabandalaginu um að www.vedur.is standist kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Þetta er í samræmi við stefnu stjórnvalda um opinbera vefi. Vefur Veðurstofunnar hefur fengið bæði vottun fyrir forgang 1 og 2. Forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er um aðgengi á vef. Forgangur 2 gerir meiri kröfur um aðgengi á vefnum.

Það sem gert hefur verið til að bæta aðgengið á vefnum er meðal annars:

 • Hægt er að skoða staðaspár, veðurathuganir og upplýsingar um jarðskjálfta í skjálesurum en þá nota blindir og sjóndaprir notendur.
 • Hægt er að skoða allt textaefni vefsins í skjálesurum.
 • Hægt er að stækka og minnka letrið á skjánum.
 • Hægt er að breyta um bakgrunnslit fyrir sjónskerta og/eða lesblinda notendur.
 • Textahamur í boði fyrir lesblinda notendur.
 • Hreyfihamlaðir notendur geta vafrað um vefinn án þess að nota músina.
 • Öll tenglaheiti eru skýr.
 • Myndir í greinum hafa skýringartexta.
 • Tegund viðhengja eru útskýrð.
 • Orðskýringar eru til reiðu.
 • Leiðbeiningar og útskýringar fyrir allar helstu síður sem birta lifandi gögn eru til reiðu. 

Vottun vefráðgjafarfyrirtækisins Sjá byggist á gátlistanum WAI (Web Accessibility Initiative) sem er alþjóðlegur staðall fyrir aðgengi á alnetinu. Sjá hefur í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands sniðið listann að íslenskum aðstæðum og hefur hann verið prófaður af notendum með margs konar fötlun.

Allar ábendingar um betri og aðgengilegri vef eru vel þegnar.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica