Fréttir
Kunnulegt tákn í augum Akureyringa í apríl

Tíðarfar í apríl 2020

Stutt yfirlit

4.5.2020


Apríl var mjög kaldur framan af en síðustu tíu dagarnir voru fremur hlýir og sólríkir. Sólskinsstundirnar voru óvenju margar á Akureyri. Mikið norðaustan illviðri gekk yfir landið dagana 4. til 5. apríl og er það í flokki hinna verstu í apríl.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í apríl var 4,0 stig og er það 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,1 stigi yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 3,3 stig, 1,7 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 2,9 stig og 4,1 stig á Höfn í Hornafirði.

Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.

stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2010-2019 °C
Reykjavík 4,0 1,1 39 150 0,1
Stykkishólmur 2,9 1,3 42 til 43 175 -0,3
Bolungarvík 2,1 1,4 25 123 0,0
Grímsey 1,8 1,8 26 147 0,2
Akureyri 3,3 1,7 28 140 0,2
Egilsstaðir 2,2 1,0 26 66 -0,2
Dalatangi 2,7 1,3 22 82 0,2
Teigarhorn 3,1 0,9 42 148 -0,1
Höfn í Hornaf. 4,1


0,2
Stórhöfði 4,2 0,9 40 144 0,3
Hveravellir -2,0 1,4 17 56 0,0
Árnes 3,1 1,0 41 141 0,0

Meðalhiti og vik (°C) í apríl 2020

Apríl var mjög kaldur framan af en síðustu tíu dagarnir voru fremur hlýir. Meðalhiti endaði víða rétt undir eða rétt yfir meðallagi síðustu tíu ára. Að tiltölu var hlýjast á Norðausturlandi, jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 0,9 stig í Sandbúðum. Neikvætt hitavik var mest -0,6 stig á Búrfelli.



Hitavik sjálfvirkra stöðva í apríl miðað við síðustu tíu ár (2010–2019).

Meðalhiti mánaðarins var hæstur 5,1 stig í Surtsey en lægstur -3,4 stig á Gagnheiði. Í byggð var meðalhitinn lægstur -0,6 stig í Svartárkoti.

Hæsti hiti mánaðarins mældist 17,0 stig á mönnuðu stöðinni á Akureyri þ. 21. Mest frost í mánuðinum mældist -23,4 stig á Grímsstöðum í Fjöllum þ. 4.

 Úrkoma

Úrkoma í Reykjavík mældist 74,6 mm sem er 28% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 33,1 mm sem er 13% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 55,2 mm.

Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meira í Reykjavík voru 13, einum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri 6 daga sem eru jafn margir og í meðalári.

Snjór

Aldrei varð alhvítt í Reykjavík en þar eru að jafnaði 3 alhvítir dagar í apríl. Alhvítir dagar á Akureyri voru 8, einum færri en að meðaltali 1971 til 2000.

Mikill snjór fylgdi óveðrinu sem gekk yfir landið dagana 4. til 5.apríl, sér í lagi á Suðurlandi. Miklir skaflar mynduðust á vegum og í þéttbýliskjörnum sunnanlands t.d. í Hveragerði og á Selfossi og ollu töluverðri ófærð.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 122,9, sem er 17,1 stund færri en í meðalári. Mjög sólríkt var á Akureyri í apríl. Sólskinsstundirnar mældust 177,2, sem er 47,5 stundum fleiri en í meðalári og hafa þær aðeins þrisvar verið fleiri í aprílmánuði (flestar voru þær 196,3 í apríl árið 2000).

Vindur

Vindur á landsvísu var 0,5 m/s yfir meðallagi. Mikið illviðri (norðaustan) gekk yfir landið dagana 4. til 5. apríl og er það í flokki hinna verstu í apríl.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1013,0 hPa og er það 2,5 hPa yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæstur mældist loftþrýstingurinn 1033,8 á Höfn í Hornafirði þ. 12. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 956,1 hPa í Grindavík þ. 6.

Fyrstu fjórir mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík var 1,2 stig sem er 0,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 49. sæti á lista 150 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna fjögurra 0,3 stig. Það er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 35. sæti á lista 140 ára. Úrkoma hefur verið 18% umfram meðallag í Reykjavík, en 48% umfram meðallag á Akureyri.

Skjöl fyrir apríl

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í apríl 2020 (textaskjal).
Daglegt yfirlit mánaðarins á þremur ákveðnum veðurstöðvum er hægt að sækja ísérstaka töflu.






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica