Lækkað almannavarnarstig vegna eldgossins við Fagradalsfjall
Fluglitakóði lækkaður úr appelsínugulu í gult
Frá 18. september til dagsins í dag hefur ekki sést í hraunflæði frá gígnum í Fagrdalsfjalli. Enn mælist gas en þó í mjög lágu magni, einnig sjást hitamerki en þó með lengra millibili. Af og til sést í glóandi hraun frá fyrra útrennsli og þá sérstaklega þegar myrkva tekur. Hiti og glóð geta haldið áfram í vikur/mánuði jafnvel þótt ekkert nýtt hraun komi úr gígnum. Jarðskjálfta virkni Suðvestur af Keili sem hófst 27. september hefur minnkað mikið undanfarna daga.
Eldgosinu í Fagrdalsfjalli mun ekki verða úrskurðað lokið í ófyrirsjáanlegri framtíð, þar sem munur á milli hlés og gosloka sést ekki fyrr en tíminn líður. Virknin getur hafist aftur í náinni eða fjarlægðri framtíð, og þá annað hvort á sama stað eða á nýrri sprungu.
Með tilliti til þessara upplýsinga, er það metið að eldgosið í Krýsuvík sé ekki að gjósa að svo stöddu. Virkni gæti hafist á ný svo að svæðið er vel vaktað. Því hefur verið ákveðið að á þessum tímapunkti að fluglitakóðinn breytist úr appelsínugulum í gulan. Eins hafa Almannavarnir lækkað almannavarnarstig úr hættustigi í óvissustig.
Þó skal hafa varann á þegar ferðast er á þessu svæði þar sem ennþá er hætta á gasmengun, háum hita við hraunbreiðuna, jarðskjálftum og mögulegu grjótfalli.
Lágmarks og hámarks daglegar mælingar á SO2 með DOAS