Fréttir
Vidurkenning-fyrir-visindamidlun-2021-verdlaunahafar
Veðurstofa Íslands og Sævar Helgi Bragason hlutu viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun 2021

Veðurstofa Íslands hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlum

24.9.2021

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti  í dag viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun. Að þessu sinni hlutu tveir aðilar viðurkenninguna, Veðurstofa Íslands annars vegar, fyrir miðlun vísindalegra upplýsinga um hvers kyns náttúruvá og Sævar Helgi Bragason hins vegar, sem hefur miðlað vísindum til almennings á fjölbreyttan hátt, með sérstakri áherslu á að ná til barna og ungmenna.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti Árna Snorrasyni, forstjóri Veðurstofunnar viðurkenninguna og þakkaði Árni Rannís og Vísindavöku fyrir þennan heiður. ”Ég óska okkar öfluga starfsfólki á Veðurstofunni til hamingju með þessa viðurkenningu, sem er hvatning til að gera enn betur en við á Veðurstofunni höfum einmitt unnið leynt og ljóst að því að bæta náttúrulæsi þjóðarinnar” sagði Árni.

 “Okkar einkunnarorð eru “vísindi á vakt” því það er okkur mikilvægt að halda á lofti hlut vísindanna þegar kemur að því að styðja almenning, stjórnvöld og fyrirtækin í landinu til að taka ákvarðanir – til skamms tíma og eins lengra fram í tímann. Næsta skref hjá okkur er að efla miðlun sem snýr að loftslagsbreytingum í gegnum nýja skrifstofu Loftslagsþjónustu og aðlögunar sem tók til starfa í lok sumars”, sagði Árni að lokum.

Veðurstofa Íslands hefur vaktað náttúruöfl landsins í 100 ár. Auk þess að sinna mikilvægum almannavörnum hefur hún unnið leynt og ljóst að því að auka náttúrulæsi þjóðarinnar. Miðlun vísindaþekkingar spilar þar stórt hlutverk, hvort sem um er að ræða jarðskjálfta og eldgos, ofsaveður eða aðra náttúruvá og hefur starfsfólk Veðurstofunnar verið óþreytandi við að miðla upplýsingum byggðum á rannsóknum, á ábyrgan hátt til almennings. Þar er skemmst að minnast öflugrar upplýsingamiðlunar um jarðskjálftana og eldgosið á Reykjanes.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica