Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 35, 26. ágúst – 1. september 2024

Útdráttur

Í 35. viku ársins mældust rúmlega 650 jarðskjálftar á mælaneti Veðurstofunnar og þar af hafa um 560 skjálftar verið yfirfarnir. Langflestir skjálftarnir voru á Reykjanesskaga og í og við Bárðarbungu, þ.á.m. á djúpa svæðinu. Að öðru leyti var virknin nokkuð dreifð um landið. Stærsti skjálfti vikunnar var 2,6 að stærð, á Kolbeinseyjarhrygg en sá stærsti á landi mældist 2,5 að stærð við Öskju. Virknin við Grjótárvatn á Mýrum hélt áfram. Sex skjálftar mældust í og við Heklu í vikunni.

Nánar er fjallað um jarðhræringar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 32, 5. - 11. ágúst 2024

Í viku 32 mældust um  1260  jarðskjálftar á mælaneti Veðurstofunnar og hafa um 855 skjálftar verið yfirfarnir. Virknin var dreifð um landið, en rúmlega helmingur skjálftanna mældist á Reykjanesi en skjálftavirkni heldur áfram að aukast dag frá degi á því svæði. Stærstu skjálftar vikunnar mældust út á Kolbeinseyjarhrygg, báðir yfir 3 að stærð, sá stærri mældist 3.8 að stærð þann 7. Ágúst.

Nánar er fjallað um jarðhræringar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 31, 29. júlí – 4. ágúst 2024

í 31. viku ársins mældust rúmlega 620 jarðskjálftar á mælaneti Veðurstofunnar. Virknin var dreifð um landið. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,2 að stærð, 29. júlí við Eldey á Reykjaneshrygg.

 

Nánar er fjallað um jarðhræringar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

 

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 30, 22. - 28. júlí 2024

í 30. viku ársins mældust um um 600 jarðskjálftar á mælaneti Veðurstofunnar. Virknin var dreifð um landið, en rúmlega helmingur heildarfjölda skjálfta mældist á Reykjanesi. Stærstu skjálftar vikunnar voru allir undir 3 að stærð, 27. júlí og 28. júlí urðu skjálftar að stærð 2,9 í Mýrdalsjökli, og 23. júlí varð skjálfti af sömu stærð í Torfajökulsöskjunni.

Nánar er fjallað um jarðhræringar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 29, 15. - 21. júlí 2024

29. viku ársins mældust um 660 jarðskjálftar á mælaneti Veðurstofunnar. Virknin var dreifð um allt land en einnig var nokkur virkni á Reykjaneshrygg og Kolbeinseyjarhrygg. Stærstu skjálftar vikunnar voru á úthafshryggjunum, þeir voru 3,3 og 3,1 að stærð og báðir á Kolbeinseyjarhrygg. Stærsti skjálftinn á landi var 2,7 að stærð og varð hann fimmtudaginn 18. júlí við Nesjavallavirkjun.

Nánar er fjallað um jarðhræringar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 28, 8.-14. júlí 2024

28. viku ársins mældust um 430 jarðskjálftar á mælaneti Veðurstofunnar. Virknin var dreifð um allt land en einnig var nokkur virkni á Reykjaneshrygg og Kolbeinseyjarhrygg. Stærstu skjálftar vikunnar voru á úthafshryggjunum, þar af tveir sem voru 3,5 að stærð á Kolbeinseyjarhrygg. Stærsti skjálftinn á landi var 2,3 að stærð og varð hann sunnudaginn 14. júlí í Húsfellsbruna, um 5 km vestur af Vífilsfelli.


Nánar er fjallað um jarðhræringar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.


Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa.

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 27 1. – 7. júlí 2024

Útdráttur

Rúmlega 510 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 27, 1. til 7. júlí 2024.
4 jarðskjálftar mældust stærri en 3,0 að stærð, einn þeirra af stærð 3,3 mældist í vesturenda Langjökuls skammt norðaustan við Geitlandsjökul en þar mældust rétt tæplega 40 jarðskjálftar þann 3. júlí. Annar skjálfti af stærð 3,1 mældist við Lambafell í Þrengslunum en þar var skjálftakviða þann 5. júlí sem taldi um 60 jarðksjálfta. Sama dag mældust einnig um tugur skjálfta um 90km vestsuðvestur af Reykjanestá þar af mældust 2 stærri en 3,0 þar með talinn stærsti skjálfti vikunnar 3,4 að stærð.

Nánar er fjallað um jarðhræringar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 26, 24. – 30. júní 2024

Tæplega 390 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 26, 24. til 30. júní. Í vikunni þar á undan mældust rúmlega 500 skjálftar. Áframhaldandi landris er í Svartsengi en minniháttar skjálftavirkni á svæðinu.
Stærstu jarðskjálftar vikunnar mældust 3,4 og 3,1 að stærð. Sá stærri mældist í Bárðarbungu þann 30. júní. Hinn mældist þann 25.júní og var staðsettur suðaustur af Heiðmörk. Örlítil virkni var í Öræfajökli en alls mældust 9 skjálftar þar í vikunni, sá stærsti 1.7 að stærð.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér:  SkjálftaLísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 25, 17. – 23. júní 2024

Rúmlega 500 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 25, 17. til 23. júní. Í vikunni þar á undan mældust tæplega 390 skjálftar. Eldgosinu við Grindavík lauk þann 22. júní.
Stærstu jarðskjálftar vikunnar mældust 3,3 og 3,1 að stærð. Sá stærri mældist í Mýrdalsjökli kl. 21:26 þann 19. júní en sá sem mældist 3,1 að stærð varð í Brennisteinsfjöllum kl. 22:42 þann 23. júní. Skammvinn skjálftahrina varð í Öskju 17-18. júní, stærsti skjálftinn mældist 1,6 að stærð í þeirri hrinu.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa


Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 24, 10. – 16 júní 2024

Rúmlega 350 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 24, 10. til 16. júní, og hafa allflestir þeirra verið handvirkt yfirfarnir. Vikuna þar á undan mældust um 600 skjálftar, því er ívið minni virkni þessa vikuna.
Stærstu skjálftar vikunnar urðu annars vegar á Reykjaneshrygg 15. júní, 2,87 og 2,74 að stærð, og hinsvegar í Bárðarbungu 13. júní þar sem varð skjálfti 2,79 að stærð. Nokkuð eðlileg skjálftavirkni var á landinu öllu þessa vikuna.

Í kvikuganginum við Grindavík hefur verið lítil sem engin skjálftavirkni síðan gos hófst 29. maí, en það þykir eðlilegt á meðan gos er í gangi.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 23, 03. – 09 júní 2024

Rúmlega 600 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 23, 3. til 9. júní, og hafa flestir þeirra verið handvirkt yfirfarnir. Í siðasti viku mældust um 1200 skjálftar.
Stærstu jarðskjálftar vikunnar mældust af stærð 2,9. Þeir voru þrír talsins en á mismunandi stöðum, einn rétt austur af Herðubreið þann 3. júni, annar við Húsmúla þann 3. júni og sá þriðji í Henglinum þann 4. júni. Mjög litill jarðskjálftavirkni mældist yfir kvikuganginum við Grindavík.
Við í Húsmúla á vestanverðu Hengilssvæðinu mældust um 70 jarðskjálftar í vikunni, um 20 skjálftar mældust í Öskju og rúmlega 300 skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 22, 27. maí – 2. júní 2024

Rúmlega 1200 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 22, 27. maí til 2. júní 2024, þar af 900 yfirfarnir.
Stærstu jarðskjálftar vikunnar mældust af stærð 2,8. Þeir voru þrír talsins en á mismunandi stöðum, við Kolbeinsey þann 27. maí, við Sundhnúksgígaröð þann 29. maí og við Hamarinn í Vatnajökli þann 30. maí. Áfram mældist jarðskjálftavirkni í kvikuganginum sem liggur frá Grindavík í Suðvestri til norðausturs að Stóra-Skógfelli í vikubyrjun og jókst hægt þar til dró til tíðinda kl. 10:30 þann 29. maí en þá hófst kvikuhlaup sem endaði með eldgosi kl. 12:47 á Sundhnúksgígaröð. Þann 29. maí mældust 540 skjálftar í umbrotunum við Sundhnúksgígaröð í 22. viku, þar af um 188 yfir 1,0 að stærð. Í Húsmúla á vestanverðu Hengilssvæðinu mældust um 24 jarðskjálftar í vikunni, um 25 skjálftar mældust í Öskju og um 60 skjálftar mældust við Herðubreið og rétt austan Herðubreiðar, sunnan við Arnardalsöldu.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 21, 20. – 26. maí 2024

Rúmlega 750 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 21, 20. til 26. maí 2024.
Stærsti jarðskjálfti vikunnar mældist af stærð 2,8 í Kötlu þann 26. maí 2024. Áfram mældist jarðskjálftavirkni á undir kvikuganginum sem liggur frá Grindavík í Suðvestri til norðausturs að Stóra-Skógfelli, þar mældust rúmlega 300 jarðksjálftar í 21. viku þar af um 30 yfir 1,0 að stærð. Í Húsmúla á vestanverðu Hengilssvæðinu mældust rúmlega 110 jarðskjálftar flestir í þyrpingu 25 maí stærstur af þeim mældist 2,2 að stærð. Rúmlega 40 jarðskjálftar mældust norðan við land flestir á Grímseyjarbeltinu.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 20, 13. maí – 19. maí 2024

Útdráttur

Rúmlega 1000 skjálftar mældust þessa viku sem eru fleiri en í síðustu viku þegar rúmlega 880 skjálftar mældust. Þar af hafa um 980 verið yfirfarnir. Virknin var nokkuð dreifð um landið en mesta virknin var á Reykjanesskaganum, við kvikuganginn og við Reykjanestá . Stærsti skjálfti vikunnar mældist 3,5 að stærð við Eldey þann 16. maí. Einn skjálfti mældist við Heklu í vikunni.

Landris heldur áfram undir Svartsengi og hafa um 17 milljón rúmmetrar kviku safnast þar frá 16. mars.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 19, 6. maí – 12. maí 2024

Um 980 skjálftar mældust þessa viku sem eru fleiri en í síðustu viku þegar rúmlega 800 skjálftar mældust. Þar af hafa um 860 verið yfirfarnir. Virknin var nokkuð dreyfð um landið en mesta virknin var á Reykjanesskaganum, við kvikuganginn og í hrinu við Trölladyngju þann 9. maí. Stærsti skjálfti vikunnar varð þann 6. maí við Kleifarvatnog mældist 3,3 að stærð. Fannst hann víða á Reykjanesskaganum og höfuðborgarsvæðinu.

Eldgosið sem hófst 16. mars Sundhnjúksgígaröð dó út í vikunni og var goslokum lýst yfir þann 9. maí.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Titill Jarðskjálftayfirlit viku 18, 29. apríl – 5. maí 2024

Útdráttur

Um 830 skjálftar mældust þessa viku sem eru fleiri en í síðustu viku þegar 650 skjálftar mældust. Virknin var nokkuð dreyfð um landið. Stærsti skjálfti vikunnar varð þann 5. maí, við Eldey á Reykjaneshrygg og mældist 3,5 að stærð.

Eldgosið sem hófst 16. mars á Sundhnjúksgígaröð stendur enn yfir og virkni er ennþá bundin við einn gíg.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 17, 22. - 28. apríl 2024

Um 650 skjálftar mældust þessa viku sem eru fleiri en í síðustu viku þegar 450 skjálftar mældust. Virknin var nokkuð dreifð um landið. Stærsti skjálfti vikunnar varð þann 22. apríl, við Reykjanestá og mældist 3,1 að stærð. 

Eldgosið sem hófst 16. mars á Sundhnjúksgígaröð stendur enn yfir og virkni er ennþá bundin við einn gíg. 

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega. 

 

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa 

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 16, 15. - 21. apríl 2024

Tæplega 450 skjálftar mældust þessa viku sem eru færri en í síðustu viku þegar um 700 skjálftar mældust. Virknin var nokkuð dreyfð um landið en helst ber að nefna skjálftann sem varð í Bárðarbungu þann 21.apríl en hann mældist 5.4 að stærð. Stórir skjálftar eru algengir í Bárðarbungu en þetta er stærsti skjálfti frá því að eldsumbrotunum lauk í Holuhrauni 2015. Áframhaldandi smáskjálftavirkni var einnig í Bárðarbungu eins og sést hefur síðustu vikur.

Eldgosið sem hófst 16. mars á Sundhnjúksgígaröð stendur enn yfir, en virkni er bundin við einn gíg.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í fréttá forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: SkjálftaLísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 15, 8. - 14. apríl 2024

Tæplega 700 skjálftar mældust þessa viku. Það eru nokkuð fleiri skjálftar en í síðustu viku, en svipað og í meðal viku á þessu ári þegar ekki hafa verið kvikuhlaup.

Virkni sem er helst vert að nefna þessa viku er skjálftahrina í sunnanverðu Kleifarvatni og smáskjálftahrina rétt norðvestan við Grindavík sem talin er tengjast spennubreytingum vegna áframhaldandi landriss í Svartsengi.

Enn er nokkur smáskjálftavirkni í Bárðarbungu eins og sést hefur síðustu vikur.

Einnig var smá virkni á Reykjaneshrygg, um 90km úti fyrir Reykjanestá.

Stærsti skjálfti vikunnar á landinu var 3,3 að stærð, í sunnanverðu Kleifarvatni kl 10 að morgni 13. apríl og fannst hann víða á SV horninu.

Eldgosið sem hófst 16. mars á Sundhnjúksgígaröð stendur enn yfir, en virkni er bundin við einn gíg.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 14, 1. - 7. apríl 2024

Rúmlega 450 skjálftar mældust á landinu í fjórtándu viku ársins og hafa um 430 verið yfirfarnir. Er þetta nokkuð minni virkni en í fyrri viku þegar um 570 skjálftar mældust.

Virkni var nokkuð dreifð um land allt. Stærsti skjálftinn mældist 2,9 í Bárðarbungu 7. apríl.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Skjálftavirkni 25. - 31. mars 2024, vika 13

Útdráttur

Rúmlega 570 skjálftar mældust á landinu í þrettánduviku ársins og hafa um 550 verið yfirfarnir. Er þetta nokkuð meiri virkni en í fyrri viku þegar um 400 skjálftar mældust.

Mesta virkni í vikunni var á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist í norðanverðri Öskju, 3,5 að stærð í skammvinnri hrinu sem þar varð þann 25. mars. Einnig var nokkur virkni í Bárðarbungu en allir skjálftarnir undir 2,7 að stærð þar.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 10, 04. - 10. mars 2024

Um 650 skjálftar hafa mælst á landinu í tíundu viku ársins. Allir skjálftar hafa verið yfirfarnir. Í síðustu viku mældust 1650 skjálftar og þar af var drjúgur hluti þeirra tengdir kvikuinnskoti þann 3. mars frá Svartsengi undir Sundhnjúksgígaröðina.

Áframhaldandi landris í Svartsengi mælist eftir kvikuinnskotið. Í heildina hafa yfir 11 milljón rúmmetrar af kviku safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi frá kvikuhlaupinu 3. mars. Þrýstingur í kvikuhólfinu heldur því áfram að byggjast upp og auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi yfir í Sundhnúksgígaröðina og jafnvel eldgosi á næstu dögum.

Mesta virkni í vikunni hefur verið á Reykjanesskagan. Smá hrina var við Eiturhóli og smá virkni í Vatnajökli og á Norðurlandi.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 9, 16. febrúar - 3. mars 2024

Tæplega 1650 skjálftar mældust á landinu í níundu viku ársins. Tæplega 870 skjálftar hafa verið yfirfarnir. Þessi mikla auknin frá því í síðustu viku stafar af kvikuhlaupi þann 3.mars frá Svartsengi yfir í kvikuganginn undir Sundhnjúksgígaröðinni. Að þessu sinni endaði kvikuhlaupið ekki í eldgosi líkt og gerðist í janúar og febrúar. Áframhaldandi landris mælist eftir kvikuinnskotið. Kvikuflæði undir Svartsengi heldur því áfram og líkanreikningar sýna að um hálf milljón rúmmetra af kviku safnast á sólarhring. Í heildina hafa um 9,5 milljón rúmmetrar af kviku safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi síðan í eldgosinu 8. febrúar. Þrýstingur í kvikuhólfinu heldur því áfram að byggjast upp og auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi yfir í Sundhnúksgígaröðina og jafnvel eldgosi á næstu dögum.

Nokkur virkni var bæði í Bárðarbungu og Grímsvötnum í vikunni og einnig hefur smáskjálftahrina verið í gangi við Húsmúla í Henglinum síðan 15. febrúar, en hrinuvirkni á því svæði er allvanaleg og þekkt er að niðurdæling á því svæði geti valdið skjálftum.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 8, 19. – 25. Febrúar 2024

Tæplega 900 skjálftar mældust á landinu í áttundu viku ársins 2024. Tæplega 800 skjálftar hafa verið yfirfarnir. Virkni þessa viku hefur verið af ýmsum toga, þó eins og síðustu vikur hafi áframhaldandi landris í Svartsengi og áframhaldandi skjálftavirkni nærri kvikugangi undir Sundhnjúksgígaröð verið áberandi. Landris hélt áfram á svipuðum hraða í Svartsengi, eftir að eldgos hófst þann 8. febrúar og er nú áætlað samkvæmt líkanagerð að rúmmál kviku sem safnast hefur þar undir hafi náð 7,6 milljón rúmmetrum 25. febrúar.

Í kvikuganginum norðan Grindavíkur mældust 170 skjálftar í vikunni. Stærsti skjálfti vikunnar var í Bárðarbungu 25. janúar og var af stærð 3,2. Nokkur virkni var bæði í Bárðarbungu og Grímsvötnum þar sem mældust um 15 skjálftar í hvorri eldstöð. Smáskjálftahrina hefur verið í gangi við Húsmúla í Henglinum síðan 15. febrúar, en hrinuvirkni á því svæði er allvanaleg og þekkt er að niðurdæling á því svæði geti valdið skjálftum. Einnig hefur verið lítil skjálftahrina við Bæjarfjall á Norðurlandi af sama tagi.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 07, 12. – 18. febrúar 2024

Rúmlega 860 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 7, 12. til 18. febrúar 2024. 4 skjálftar mældust 3,0 eða stærri, tveir þann 12. febrúar á Reykjaneshrygg, sá fyrri kl. 04:17 um 150 km frá landi og seinni kl. 12:28 um 75km SV af Reykjanestá. Í Bárðarbungu mælist svo skjálfti af stærð 3,7 þann 16. febrúar kl. 21:44 en um 25 jarðskjálftar mældust í og umhverfis Bárðarbunguöskujna. Suðvestan við land við Eldey um 15km frá Reykjanestá mældust um 100 jarðskjálftar í vikunni í þremur þyrpingum, þar mældist jarðskjálfti 3,3 að stærð sama kvöld þann 16. febrúar, kl. 22:11. Heilt yfir dróg úr jarðskjálfavirkninni á Reykjanesskaga m.v. í viku 06, (en þá hófst Eldgos austan við Sýlingarfell þann 8. febrúar sem svo lauk svo rúmum sólarhring síðar 9. febrúar)

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit vika 4, 22.-28. janúar 2024

Í vikunni mældust um 670 skjálftar, þar af hafa um 530 verið yfirfarnir. Um 320 skjálftar urðu á Reykjanesskaganum. Þar varð annar af stærstu skjálftunum sem mældust í vikunni, M3,1 vestan Bláfjalla snemma að morgni laugardags. Nokkur eftirskjálftavirkni fylgdi.  Skjálfti af sömu stærð varð einnig við Eldey þann 25. janúar.


Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa


Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 03, 15. – 21. Janúar 2024

Tæplega 3000 skjálftar mældust á landinu í þriðju viku ársins 2024. Um 650 skjálftar hafa verið yfirfarnir.

Stærsti skjálfti vikunnar var í Bárðarbungu þann 17. janúar og var af stærð 4,1. Næststærsti skjálftinn varð þann 15. janúar, 2,7 að stærð á sama svæði.

Það heldur áfram aukin virkni við Grímsfjall og hafa um 25 skjálftar mælst þar í vikunni, enn jökulhlaupið sem staðið hefur yfir þar er í rénun. https://www.vedur.is/um-vi/frettir/hlaup-hafid-ur-grimsvotnum

Áfram dregur úr skjálftavirkni yfir kvikuganginum við Grindavík og hægt hefur verulega á breytingum tendgum kvikuganginum sem áður sáust á GPS mælum. Því eru allar líkur til þess að kvika flæði ekki lengur inn í kvikuganginn sem myndaðist 14. janúar. Áfram sjást þó skýr merki um landris við Svartsengi. Of snemmt er að fullyrða um hvort að hraðinn á landrisinu nú sé meiri en hann var fyrir gosið 14. janúar. Enginn virkni hefur sést frá aðfaranótt 16. janúar á gosstöðvunum norðan við Grindavík og eldgosinu var formlega lýst lokið, þann 19. janúar.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Skjálftavirkni 8.-14. janúar 2024, vika 2

Í vikunni mældust á milli tvö og þrjú þúsund jarðskjálftar, þegar þetta er ritað hafa um 700 þeirra verið yfirfarnir. Mesta virknin greindist við kvikuganginn nærri Grindavík en kvikuhlaup hófst með kröftugri jarðskj þar aðfararnótt sunnudags 14. janúar og eldgos um 5 klukkustundum síðar. Stærsti skjálfti vikunnar varð við Grímsvötn að morgni 11. janúar. Skjálftinn var um M4,2 að stærð og er sá stærsti við Vötnin sem skráður hefur verið á stafræna skjálftanetið (frá 1991). Skjálftanum fylgdi ekki mikil eftirskjálftavirkni. Dagana á undan hafði hægt vaxandi hlaupórói mælst á jarðskjálftanemanum á Grímsfjalli og daginn fyrir skjálftann mældist vaxandi hlaupvatn í Gígjukvísl og því ljóst að Grímsvatnahlaup væri hafið.

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 1, 1. – 7. Janúar 2024

Ríflega 2750 skjálftar mældust á landinu fyrstu viku ársins 2024. Rétt tæplega 700 skjálftar hafa verið yfirfarnir. Virkni þessa viku hefur verið af ýmsum toga, þó eins og síðustu vikur hafi áframhaldandi landris í Svartsengi og áframhaldandi skjálftavirkni nærri kvikugangi undir Sundhnjúksgígaröð stolið mestri athyglinni. Landris hélt áfram á svipuðum hraða í Svartsengi, eftir að eldgos hófst þann 18.desember og er nú áætlað samkvæmt líkanagerð að rúmmál kviku sem safnast hefur þar undir sé að nálgast á allra næstu dögum 11M rúmmetra. Það er sama magn og kom upp í gosinu sem hófst og lauk rétt fyrir jól.

Stærsti skjálfti vikunnar var í Trölladyngju 3. janúar og var af stærð 4,2. Töluverð eftirskjálftavirkni fylgdi þeim skjálfta og var stærsti eftirskjálftinn 3,5 að stærð. Þessir tveir stærstu skjálftar fundust vel á SV-horni landsins og allt austur á Hellu. Skjálftinn hefur verið túlkaður sem gikkskjálfti vegna umbrota við Svartsengi og Grindavík. Einnig bárust Veðurstofunni nokkrar tilkynningar um að skjálfti aðfaranótt 2. janúar í Grænsdal, rétt norður af Hveragerði, sem mældist 2,9 hefði fundist í bænum.

Þó nokkur skjálftavirkni var í Grímsvötnum í vikunni sem leið, um 20 skjálftar, en þó mest síðdegis 4. janúar þegar 7 skjálftar, allir rétt um 1 að stærð, mældust á innan við klukkustund. Varð það til þess að þröskuldi fyrir hækkað stig fluglitakóða var náð og voru Grímsvötn sett á gulan. Ekki varð þó vart við neina áframhaldandi skjálftavirkni eftir það og voru Grímsvötn sett aftur niður á grænan daginn eftir.

Rétt fyrir miðnætti 7. janúar hófst svo jarðskjálftahrina um 10km NNA af Grímsey.


Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa


Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 52, 25. – 31. Desember 2023

Tæplega 1900 skjálftar mældust á landinu í viku 52. Um 700 skjálftar hafa verið yfirfarnir. Mesta virknin var yfir kvikuganginum eða um 1250 skjálftar. Landris hófst að nýju í Svartsengi, eftir að eldgos hófst þann 18.desember og hefur nú náð sömu hæð og var fyrir gos. Nokkur virkni var í Mýrdalsjökli og Grímsvötnum. Stærsti skjálfti vikunnar var í Bárðarbungu þann 31.desember en hann var 3.6 að stærð.


Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.


Nánar má skoða skjálftavirkni hér: SkjálftaLísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit í viku 50 og 51. 11. – 24. Desember 2023

Ríflega 3500 skjálftar mældust á landinu í viku 50 og 51. Um 1700 skjálftar hafa verið yfirfarnir. Þann 18.desember kl 21 hófst öflug skjálftahrina yfir kvikuganginum og um klukkutímasíðar eða 22:17 sama kvöld hófst eldgos í Sundhnúkagígaröðinni. Um 4 km sprunga opnaðist, norðurendi sprungunnar var staðsett rétt austan við Stóra-Skógfell og syðri endinn rétt austan við Sundhnúk. Gosið var skammvint og lauk því þann 21.desember. Landris hófst á ný við Svartsengi þegar að eldgos hófst. Jarðskjálftavirknin síðustu tvær vikur hefur að mestu leyti verið við ganginn við Grindavík og á Reykjanesskaganum. Nokkur virkni var í Bárðarbungu, Mýrdalsjökli og Grímvötnum einnig. Sex skjálftar voru yfir 3 að stærð í vikunni, tveir í Bárðarbungu sá stærri 3.7 að stærð. Einn á Grímseyjarbeltinu og þrír í kvikuganginum, sá stærsti var 4.1 að stærð þann 18. desember.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: SkjálftaLísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 49. viku 4. – 11. Desember 2023

Ríflega 2500 skjálftar mældust á landinu í vikunni sem leið. Um 750 skjálftar hafa verið yfirfarnir, vegna ástandsins við Grindavík. Jarðskjálftavirknin var að mestu leyti við ganginn við Grindavík, enn annars dreifð um landið.

Þrír skjálftar voru yfir 3 að stærð í vikunni, í Bárðarbungu var skjálfti af stærð 3,1 rétt eftir miðnætti 7. desember og þann 9. desember mældist skjálfti af stærð 3,8 árla morguns 65 km úti fyrir Reykjanesi mældist skjálfti af stærð 3,8 árla morguns og rétt austur af Grímsey var skjálfti 3,0 að stærð.

Við Húsmúla var nokkur skjálftavirkni í vikunni, sérstaklega 7. desember og 9. desember var skjálftahrina um 5 km ANA af Grímsey

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 48. viku 27. Nóvember – 03. Desember 2023

Tæplega 4000 skjálftar mældust á landinu í vikunni sem leið. Um 630 skjálftar hafa verið yfirfarnir, vegna ástandsins við Grindavík. Jarðskjálftavirknin var að mestu leyti við ganginn við Grindavík, enn annars dreifð um landið.

Allir skjálftar vikunnar voru undir 3 að stærð, en sá stærsti var skjálfti norðaustur af Hagafell, þann 27. Nóvember kl. 00:26 og var 3,0 að stærð.

Þann 30. Nóvember mældist skjálfti 2,8 að stærð rétt vestsuðvestur af Dalvík, sem fannst viða.

Einn smáskjálfti mældist við Heklu.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira
vika47_mynd

Jarðskjálftayfirlit 20. - 26. nóvember 2023 (Vika 47)

Rúmlega 4800 jarðskjálftar mældust í vikunni og þar af hafa rúmlega 600 verið yfirfarnir. Áframhaldandi virkni er á Reykjanesskaganum vegna kvikugangs sem myndaðist þann 10. Nóvember, nærri Grindavík. Skjálftavirkni og innflæði tengt kvikuganginum fer þó hægt minnkandi. Landris sem hófst á ný við Svartsengi eftir að kvikugangurinn myndaðist heldur áfram og hefur risið um ca. 18 cm á GPS stöð í Skipastígshrauni, en í kjölfar þess að kvikugangurinn myndaðist 10. Nóvember seig stöðin þó um rúma 40 cm. Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.


Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 46. viku 15. - 22. nóvember 2023

Rúmlega 12000 skjálftar mældust á landinu í viku 46. Þar af er búið að yfirfara um 1350 skjálfta. Áframhaldandi virkni er á Reykjanesskaganum vegna kvikuinnskots sem myndaðist þann 10. Nóvember, nærri Grindavík. Skjálftavirkni og innflæði tengt kvikuganginum fer þó hægt minnkandi. Hafa ber þó í huga að innflæðið gæt enn verið hærra en áætlað innflæði var í kvikugangana sem mynduðust fyrir eldgosin í Fagradalsfjalli. Landris hófst á ný við Svartsengi eftir að kvikugangurinn myndaðist og mælist hraðara en það var fyrir 10. nóvember. Stærsti skjálfti vikunnar var 3.7 að stærð og var hann staðsettur um 3 km vestur af Kleifarvatni.


Nánar má skoða yfirfarna skjálfta í Skjálfta Lísu

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 45. viku 07. - 14. nóvember 2023

Rúmlega 15700 skjálftar mældust á landinu í viku 45. Þar af er búið að yfirfara um 1150 skjálfta. Þessi mikla virkni stafar af hrinu á Reykjanesskaganum sem hófst þann 25. október. Þann 10. nóvember myndaðist kvikugangur sem hefur verið áætlaður um 15 km á lengd og liggur á um 800 m dýpi þar sem hún er grynnst. Gangurinn nær frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Um 140 skjálftar mældust yfir 3 að stærð og þar af voru rúmlega 20 yfir 4 að stærð. Stærsti skjálftinn í vikunni mældist 5 að stærð þann 10. nóvember og var hann staðsettur við Hagafell. Rólegt hefur verið á öðrum landshlutum en hafa ber í huga að ekki hefur tekist að yfirfara alla skjálfta utan virkninnar á Reykjanesinu.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: SkjálftaLísa


Lesa meira

Titill Jarðskjálftayfirlit fyrir viku 43 og 44. 23. október – 7.nóvember 2023

Tæplega 21700 skjálftar mældust á landinu í viku 43 og 44 þar af er búið að yfirfara um 3100 skjálfta. Þessi mikla virkni stafar af skjálftum á Reykjanesskaganum sem hófst þann 25.október vegna kvikuinnskota við Þorbjörn á um 5 km dýpi og Fagradalsfjall á um 10 km dýpi. Landris hófst á svæðinu NV við Þorbjörn þann 27. Október og hefur jarðskjálftavirknin verið mest í kringum það svæði síðan þá. Stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga mældist þann 25.október og varð hann 4.5 að stærð. Alls hafa sjö skjálftar mælst yfir 4 að stærð og um 65 yfir 3 að stærð. Skjálftarnir hafa fundist víðsvegar um Reykjanesskagann, Höfuðborgarsvæðið og Borgarfirði. Stærsti skjálftinn í viku 43 og 44 varð í Bárðarbungu þann 24.október og var hann 5 að stærð.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: SkjálftaLísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 42. viku 16. - 22. október 2023

Tæplega 500 skjálftar mældust á landinu í vikunni sem leið. Það er fremur rólegt samanborið við virkni síðustu þriggja vikna, sem hafa allar talið ríflega 700 skjálfta. Jarðskjálftavirknin var nokkuð dreifð um virkustu svæðin en áberandi mest þó á Reykjanesskaga og nánar tiltekið við gosstöðvarnar, en einnig var nokkur virkni í Grímsvötnum og Bárðarbungu, en þó sambærilegt síðastu vikum.

Allir skjálftar vikunnar voru undir 3 að stærð, en þeirra stærstur var skjálfti á Reykjaneshrygg 19. október, af stærð 2,6.

Af sérlega athyglisverðri virkni má nefna skjálfta í Esjufjöllum 20. október, 1,7 að stærð, og tveir skjálftar úti á Selvogsgrunni 22. október.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 41. viku, 9-15. október 2023

Útdráttur

Rúmlega 900 skjálftar skjálftar mældust á mælakerfi Veðurstofunnar í þessari viku og hafa um 700 skjálftar verið yfirfarnir. Þessi vika var rólegri en vikan á undan þegar mældust 1100 skjálftar. Mesta virknin er áfram á Reykjanesskaga. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,6 að stærð og varð hann í Bárðarbungu þann 14. október, kl. 16:13. Þrír smáskjálftar mældust í Heklu, allir minni enn 0,6 að stærð.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa


Lesa meira

Skjálftavirkni 2.-8. október, vika 40, 2023

Ríflega 1100 skjálftar mældust á mælakerfi Veðurstofunnar í þessari viku og hafa um 750 skjálftar verið yfirfarnir. Þessi vika var rólegri en vikan á undan þegar mældust tæplega 1900 skjálftar og munar þar mest um fjölda skjálfta á Reykjanesi. Stærsti skjálfti vikunnar var 4,9 að stærð og varð hann í Bárðarbungu miðvikudaginn 4. október.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa


Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 39. viku 25. september - 1. október 2023

Tæplega 1900 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið, þar af hafa um 770 verið handvirkt yfirfarnir. Þetta er nokkuð meira en frá síðustu viku þegar um 1260 skjálftar mældust.

Jarðskjálftavirknin var vel dreifð um virkustu svæðin og má þar m.a. nefna Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg, Skjaldbreið, Mýrdalsjökul, vestanverðan Vatnajökul og Grímseyjarbrotarbeltið.

Stærsti skjálfti vikunnar mældist við Reykjanesvirkjun, 3,6 að stærð þann 27. september sl. en á því svæði mældust 8 skjálftar yfir 3,0 að stærð.

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 38. viku, 18.-24. september

Um 1260 skjálftar mældust í vikunni, þar af hafa um 1000 verið yfirfarnir. Sex skjálftar mældust um og yfir stærð M3. Mikil skjálfavirkni mældist víða á Reykjanesskaganum. Á sunnudag hófst hrina við Geitafell, sunnan Bláfjalla, og urðu þar þrír skjálftar sem mældust M3-M3,3 og bárust tilkynningar um að þeirra hafi orðið vart á höfuðborgarsvæðinu. Enn mældist skjálftavirkni við Skjaldbreið, þar varð skjálfti af stærð M3,0 18. september. Þá mældust tveir skjálftar úti á Kolbeinseyjarhrygg með stærðir M3,1-M3,2.


Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 37. viku 11.-17. september 2023

Útdráttur

Rúmlega 960 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið, þar af hafa um 520 verið handvirkt yfirfarnir. Þetta er nokkuð meira en frá síðustu viku þegar tæplega 800 skjálftar mældust.

Jarðskjálftavirknin var vel dreifð um virkustu svæðin og má þar m.a. nefna Reykjanes, Skjaldbreið, Mýrdalsjökul, vestanverðan Vatnajökul og Grímseyjarbrotarbeltið.

Stærsti skjálfti vikunnar yfir 3 að stærð mældist við Kolbeinseyjarhrygg, 3,8 að stærð þann 13. september sl. en í hrinunni við Eldey þann 11. september mældist skjálfti af stærð 3,2. Fimm skjálftar mældust í og við Heklu í vikunni.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálftalisti viku 37

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 36. viku, 4.-10. september 2023

Um 820 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið, þar af hafa um 660 verið handvirkt yfirfarnir. Þetta er nokkur aukning frá síðustu viku þegar tæplega 500 skjálftar mældust.

Jarðskjálftavirknin var vel dreifð um virkustu svæðin og má þar m.a. nefna Reykjanes, Skjaldbreið, Mýrdalsjökul, vestanverðan Vatnajökul og Grímseyjarbrotarbeltið.

Stærsti og eini skjálfti vikunnar yfir 3 að stærð mældist 2 km vestur af Kleifarvatn þann 9. september og mældist hann 3.8 að stærð. Í kjölfar skjálftans mældust yfir 100 smáskjálftar. Skjálftinn fannst í byggð.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa


Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 35. viku 28. ágúst – 3. september 2023

Tæplega 500 skjálftar mældust á landinu í vikunni sem leið. Það er fremur rólegt m.v. virkni síðustu vikna, og má þar að einhverjum hluta um kenna fyrstu haustlægðinni sem gekk yfir aðfaranótt laugardags. Jarðskjálftavirknin var vel dreifð um virkustu svæðin og má þar m.a. nefna Reykjanes, Mýrdalsjökul, vestanverðan Vatnajökul og Grímseyjarbrotabeltið.

Í vikunni hljóp einnig úr eystri Skaftárkatli sem hafði áhrif á virkni vikunnar og sást m.a. á óróapúlsum sem mældust í vestanverðum Vatnajökli og má tengja suðu í katlinum.

4 sjálftar mældust yfir 3 að stærð í vikunni, tveir M3.1 þann 1. sept , annar á Kolbeinseyjarhrygg og hinn á Reykjanestá, einn M3.7 í Mýrdalsjökli 29. ágúst og einn M3.9 í Bárðarbungu 3. sept.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 34. viku 21 - 27. ágúst 2023

Tæplega 700 skjálftar mældust á landinu í siðustu viku, miðað við 1000 í vikunni á undan. Jarðskjálftavirknin var mest á Reykjanesskaga og úti fyrir Norðurlandi við Grímsey.

Stærsti skjálfti í vikunni varð þann 22. ágúst kl. 14:57, um 13 km austur af Grímsey og var hann 3,1 að stærð.

Skjálfti varð í Bárðarbungu, 3,0 að stærð, þann 23. ágúst, kl. 17:30.

Tveir smáskjálftar mældust við Heklu í vikunni.

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 33. viku – 14. - 20. ágúst 2023

Tæplega 1,000 skjálftar mældust á landinu vikuna 14.-20. ágúst. Jarðskjálftavirknin dreifðist nokkuð jafn yfir landið, allt frá Reykjaneshrygg og norður á Kolbeinseyjarhrygg. Um 650 skjálftar hafa verið handvirkt yfirfarnir. Sex skjálftar mældust yfir 3,0 að stærð en aðeins einn af þeim var á landi en það var skjálfti af stærð 3,2 í Bárðarbungu. Hinir voru á Reykjaneshrygg og Kolbeinseyjarhrygg. Heldur hefur hægt á virkni á Reykjanesskaga en þar mældust um 270 skjálftar alla vikuna. Stærsti skjálftinn var við Keili, 2,9 að stærð laugardaginn 19. ágúst.

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 32. viku – 7. - 13. ágúst 2023

Útdráttur

Um 1255 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, þar af hafa um 885 verið handvirkt yfirfarnir. Stutt hrina varð 13-14.ágúst um 35 km SV af Reykjanestá. Alls mældust um 250 skjálftar í hrinunni. Stærsti skjálftinn reyndist 4.4 að stærð og var það jafnframt stærsti skjálfti vikunnar. Alls mældust 16 skjálftar yfir 3 að stærð á Reykjaneshryggnum. Áframhaldandi virkni var SA of Skjaldbreið en alls mældust um 190 skjálftar í vikunni. Engin virkni hefur verið í gígnum við Litla-Hrút. Af þeim 1255 skjálftum mældust um 450 af þeim á Reykjanesskaganum. Skjálfti 3 að stærð mældist þann 12.ágúst í Hofsjökli, skjálftinn fannst í Kerlingafjöllum.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: SkjálftaLísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 31. viku – 31.júlí. - 6. ágúst 2023

Útdráttur

Um 900 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, þar af hafa um 585 verið handvirkt yfirfarnir. Af þeim 900 skjálftum sem mældust í vikunni voru rúmlega 295 skjálftar á Reykjanesi, en þeir voru nokkuð dreyfðir um skagann. Þann 5.ágúst fór óróinn við eldgosið við Litla-Hrút að minnka og sömuleiðis virknin í gígnum. Um klukkan 15 sama dag hætti virknin alveg í gígnum. Áfram haldandi virkni var SA af Skjaldbreið og mældust rúmlega 160 skjálftar mældust suðaustur af Skjaldbreið. Stærsti jarðskjálfti vikunnar mældist þann 6.júlí um 65 km norður af Kolbeinsey, hann mældist 3.5 að stærð.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: SkjálftaLísa


Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 30. viku - 24. - 30. júlí 2023

Útdráttur

Um 840 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, þar af hafa um 610 verið handvirkt yfirfarnir. Af þeim 840 skjálftum sem mældust í vikunni voru rúmlega 280 skjálftar á Reykjanesi, en þeir voru nokkuð dreyfðir um skagann. Smáhrina hófst á Torfajökulssvæðinu þann 30.júlí og hafa um 75 skjálftar mælst á svæðinu. Stærsti skjálftinn mældist 30.júlí og reyndist hann 3.2 að stærð. Skjálftinn fannst í Hrauneyjum, Landmannalaugum og fleiri stöðum á Fjallabaki nyðra. Stærsti jarðskjálfti vikunnar mældist í Bárðarbungu þann 28.júlí og reyndist hann 3.6 að stærð. Áfram haldandi virkni var SA af Skjaldbreið og mældust tæplega 150 skjálftar þar í vikunni.

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 29. viku - 17. - 23. júlí 2023

Um 1100 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, þar af hafa riflega 500 verið handvirkt yfirfarnir. Af þeim 1100 skjálftum sem mældust í vikunni voru tæplega 540 skjálftar á Reykjanesi, flestir yfir kvikuganginum sem liggur milli Litla Hrúts og Keilis og við Kleifarvatn. Stærsti jarðskjálfti vikunnar mældist í suðvestur Mýrdalsjökli af stærð 3,5 þann 23. júlí kl. 23:17 og fanns hann vel m.a. í Þórsmörk, á Skógum og Hvolsvelli. Áfram haldandi virkni var SA af Skjaldbreið í vikunni og jókst skjálftavirknin til muna þann 20. júlí. Alls mældust um 270 skjálftar í vikunni SA af Skjaldbreið og var stærsti skjálftinn 3,0 að stærð þann 20. júlí.


Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 28. viku - 10. – 16. júlí 2023

Tæplega 2700 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, þar af hafa ríflega 500 verið handvirkt yfirfarnir. Eldgos hófst um kl 16:40 þann 10. júlí við Litla Hrút. Sprungurnar sem mynduðust voru samantalið um 800 metra langar, fljótlega tók virknin sig saman í einn gíg. Við upphaf goss dró hratt úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga sem hafði staðið yfir síðan 4. júlí og taldi um 15.000 skjálfta. Af þeim 2800 skjálftum sem mældust í vikunni voru um 2400 skjálftar á Reykjanesi, flestir yfir kvikuganginum sem liggur milli Litla Hrúts og Keilis og um helmingur allra skjálfta sem mældust í vikunni urðu fyrir kl 17:00 10. júlí.

Af annarri virkni er frá því að segja áframhaldandi skjálftavirkni var um 6 km suðaustan við Skjaldbreið sem hófst fyrir 3 vikum og utan Reykjanesskaga var helsta virkni vikunnar á Tjörnesbrotabelti, þar af ríflega 30 skjálftar um 10 km norðaustur af Grímsey.


Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa 


Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 26. viku - 26. júní – 2. júlí 2023

Um 1500 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, þar af hafa rúmlega 700 verið yfirfarnir. Talsvert fleiri jarðskjálftar mældust en í vikunni á undan þegar um 715  jarðskjálftar mældust. 12 jarðskjálftar mældust yfir stærð 3.0, þar af 11 í Mýrdalsjökli og einn við Þórðarhyrnu í Vatnajökli. Stærsti skjálftinn var af stærð 4,4 í Mýrdalsjökli þann 30. júlí. Mest virkni var við Vífilsfell, þar sem hrina hóft 1. júlí, eða um 700 jarðskjálftar.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 25. viku - 19. júní – 25. júní 2023

Rúmlega 715 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, þar af hafa um 694 verið handvirkt yfirfarnir. Jarðskjálftavirknin er aukin frá í vikunni á undan (viku 24) þegar um 660 jarðskjálftar voru staðsettir. Stærsti jarðskjálfti vikunnar mældist þann 24. júní kl 11:50, af stærð 3,8 og var staðsettur í miðri öskjunni í Kötlu. Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli hefur verið talsverð í þessari viku þar sem 177 skjálftar mældust og 8 skjálftar voru af stærð 2.5 eða stærri. Að auki var skálfti í Bárðarbungu af stærð 2.6 og skjálfti við Fagradalsfjall af stærð 2.6. Mikil smáskjálfta virkni var á Reykjanesskaga í vikunni sérstaklega á milli Fagradalsfjalls og Keilis þar sem tæplega 140 smáskjálftar voru staðsettir flestir minni en 1,5 að stærð. Einnig voru minni hrinur við Reykjanestá og Krýsuvík.

Lesa meira

Skjálftavirkni 12.- 18. júní, vika 24, 2023

Yfirlit 

Rúmlega 660 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, þar af hafa um 600 verið handvirkt yfirfarnir. Jarðskjálftavirknin er aukin frá í vikunni á undan (viku 23) þegar um 550 jarðskjálftar voru staðsettir. Stærsti jarðskjálfti vikunnar mældist 3,1 að stærð í Bárðarbungu. Við Geitlandsjökul mældist skjálfti af stærð 2,9. Mikil smáskjálfta virkni var á Reykjanesskaga í vikunni sérstaklega á milli Fagradalsfjalls og Keilis þar sem tæplega 130 smáskjálftar voru staðsettir flestir minni en 1,5 að stærð. 

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 23 5. júní til 11. júní 2023

Í viku 23 mældust ríflega 550 jarðskjálftar með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands, sem er aðeins minna en í síðustu viku þegar 584 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 3,4 að stærð í Bárðarbungu rétt eftir miðnætti 5. júní og annar um 3 að stærð á sömu slóðum þann 9. júní. Virkni við Surtsey tók sig upp og mældist stærsti skjálftinn þar einnig 3 að stærð. Töluverð virkni var í Mýrdalsjökli samanborið við fyrri viku og mældist stærsti skjálftinn 2,5 að stærð kl. 15:40 þann 10. júní. Einnig mældust um 20 skjálftar vestan Merkurjökuls í lítilli hrinu þann 8. júní.

Fjórir skjálftar mældust í og við Heklu. Annars var nokkuð hefðbundin jarðskjálftavirkni við helstu eldstöðvar landsins og við þekkt sprungusvæði og brotabelti.


Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 22. viku 29. maí til 4. júní 2023.

Í viku 22 mældust ríflega 584 jarðskjálftar, sem er aðeins minna en í síðustu viku þegar 635 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,1 að stærð rétt fyrir hádegi 30 maí á vesturbakka Kleifarvatns. Skjálftavirkni í og við Kleifarvatn er algeng en skjálftinn í vikunni er sá stærsti á þessu svæði á árinu. Á landinu var jarðskjálftavirkni áberandi á Torfajökulssvæðinu(23 skjálftar), vestan við Litla Hrút(38 skjálftar) og austan við Grímsey(93 skjálftar). Annars var nokkuð hefðbundin jarðskjálftavirkni við helstu eldstöðvar landsins og við þekkt sprungusvæði og brotabelti.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 21. viku - 22. – 28. maí 2023

Í viku 21 mældust ríflega 630 skjálftar. Þetta er um það bil tvöföldun á fjölda skjálfta miðað við síðustu tvær vikur, en á svipuðu róli og fjórar síðustu vikur þar á undan. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,8 að stærð að kvöldi 23. maí um 10 km austur af Grímsey. Sá skjálfti fannst víða í kringum Eyjafjörð, m.a. á Akureyri og í Ólafsfirði. Sá skjálfti var hluti af skjálftahrinu sem var áberandi í vikunni og var að mestu bundin við tvær þyrpingar rétt austur af Grímsey. Sú hrina er framhald af hrinuvirni sem hófst í lok síðustu viku. Einnig bárustu tilkynningar um að skjálfti af stærð 3,1 sem varð rétt rúman kílómetra SA af Kleifarvatni 27. maí hefði fundist í Hafnarfirði. Þar var einnig nokkuð þétt virkni þessa vikuna, sem og í Skipastígshrauni, rétt vestan Þorbjörns.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa 

Lesa meira
Jarðskjálftavirkni viku 20

Skjálftavirkni 15. - 21. Maí, vika 20, 2023

Útdráttur

Um 310 jarðskjálftar mældust á mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið. Það er nokkrir færra en í vikunni á undan, þegar um 350 mældust. Stærsti skjálfti vikunnar var 2,7 að stærð og varð hann 21. maí í Bárðarbúngu. Fimm skjálftar mældust í Heklu, sá stærsti 1,5 að stærð.

Lesa meira

Skjálftavirkni 8.-14. maí, vika 19, 2023

Um 350 jarðskjálftar mældust á mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið. Það er heldur færra en í vikunni á undan og enn færri en vikuna þar á undan. Stærsti skjálfti vikunnar var aðeins 2,8 að stærð og varð hann þriðudaginn 9. maí við Kolbeinsey. Aðeins þrír aðrir skjálftar mældust yfir tveimur í vikunni, í Öskju og á Tjörnesbrotabeltinu. Skjálftavirkni við Grímsvötn hefur róast, en þar mældust aðeins 12 skjálftar í vikunni samanborið við 30 vikuna á undan. Tveir litlir skjálftar mældust í Heklu.

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 18. viku - 1. maí – 7. maí 2023

Um 528 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem eru færri en mældust í vikunni á undan þegar þeir voru um 590 talsins. Stærsti jarðskjálfti vikunnar mældist 4,6 að stærð í kröftugri hrinu sem mældist í Kötlu 4. maí. Þrír skjálftar yfir 4 að stærð mældust í hrinunni og er þetta kröftugasta hrinan í Kötlu síðan 2016. Veðurstofunni bárust tilkynningar um að þeirra varð vart í Vík í Mýrdal og Þórsmörk. Jarðskjálftahrina mældist einnig 4. maí við Reykjanestá og var stærsti skjálfti hrinunnar 3,4 að stærð. Einnig bárust tilkynningar um að þessi skjálfti fannst í byggð. Við Grímsvötn mældust rúmlega 30 skjálftar sem er töluverð aukning frá síðustu viku. Stærsti skjálftinn mældist 2,6 að stærð. Einn smáskjálfti mældist í Heklu.  Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit 17. viku 24. apríl – 30. apríl 2023

Um 570 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan þegar þeir voru um 560 talsins. Stærsti jarðskjálfti vikunnar mældist 2,9 að stærð við Eldey suðvestur af Reykjanestá. Við Grímsvötn mældust rúmlega 20 skjálftar þessa vikuna og áfram má því greina aukna smáskjálftavirkni þar á svæðinu. Norðan við Þorbjörn á Reykjanesskaga var einnig talsverð smáskjálftavirkni en þar mældust tæplega 150 jarðskjálftar í tveimur hrinum þann 25. og 26. apríl. 30 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli og nokkrir smáskjálftar mældust við Heklu.

Lesa meira
Jarðskjálftavirkni í viku 16

Jarðskjálftayfirlit 16. viku 17. apríl – 23. apríl 2023

Um 560 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðnni viku, færri en vikuna á undan þegar þeir voru um 620 talsins. Mest var virknin á Tjörnesbrotabeltinu en hrina var í Eyjafjarðarál í vikunni og þar mældust um 90 skjálftar og jafnframt stærsti skjálfti vikunnar, M4,2 að stærð, þann 18. apríl kl. 07:59. Fannst hann í byggð á Siglufirði. Einnig var nokkur virkni í Vatnajökli og var hún nokkuð drefið um jökulinn. Þann 23. apríl mældist skjálfti af stærð M3,2 í Bárðarbunguöskjunni og sama dag mældust 3 skjálftar í Grímsvötnum yfir 2,5 að stærð, þeirra stærstur var af stærð M3,3.

Minni virkni var í Öskju og við Herðubreið en í fyrri viku en þrír skjálftar mældust í Geitlandsjökli og einn skjálfti í Fljótum í Skagafirði sem mældist 2,8 að stærð en þar hafa mælst skjálftar áður þó fátíðir séu.

Virkni á Reykjanesskaga var nokkuð minni en í fyrri viku og var hún nokkuð dreifð um skagann en áfram mælast skjálftar norðan við Hlíðarvatn, sá stærsti M2,7 þann 17. apríl. Einn skjálfti mældist í Heklu og nokkur virkni var á Hengilssvæðinu við Húsmúla.

Lesa meira

Skjálftavirkni 10. - 16. apríl, vika 15, 2023

Um 620 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðnni viku, fleiri en vikuna á undan þegar þeir voru um 450 talsins. Allir skjálftar á og við land mældust undir þremur að stærð en stærstu skjálftarnir mældust 3,0 að stærð um 230km norður á Kolbeinseyjahrygg. Um sextíu skjálftar mældust í hrinu sem hófst 15 apríl um 7 km suðvestur af Reykjanestá, þar mældist stærsti skjálftinn 2,6 að stærð. Um 140 skjálftar mældust í smáskjálftahrinu sem hófst 5. apríl rétt vestur af Herðubreið. Rúmlega fjörtíu skjálftar mældust um 1,5 km norður af Hlíðarvatni á Reykjanesskaga, stærsti skjálftinn mældist þar 2,7 að stærð. Önnur virkni var hefbundin


Lesa meira

Skjálftavirkni 3.-9. apríl, vika 14, 2023

Um 450 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, aðeins fleiri en í síðustu viku en á pari við fjölda skjálfta vikuna þar áður. Stærstu skjálftar vikunnar voru tæpa 70 km norður af Siglufirði í smá jarðskjálftahrinu sem stóð yfir 4. til 6. apríl og mældust 3 skjálftar yfir 3 að stærð, sá stærsti 3,5 þann 5. apríl. Annar skjálfti af stærð 3,5 mældist einnig tæpa 200 km SV af Jan Mayen.


Lesa meira

Skjálftavirkni 27. mars til 2. apríl, vika 13, 2023

Um 390 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, færri en vikuna á undan þegar þeir voru um 470 talsins. Enginn skjálfti mældist yfir þremur að stærð í liðinni viku en stærsti skjálftinn varð rétt norðaustur af Grímsey þann 29. mars og mældist sá skjálfti 2,9 að stærð, alls hafa um 50 skjálftar mælst þar í nágrenni í síðustu viku. Smáskjálftahrina hófst við Högnarhöfða að kvöldi 31. mars og stendur enn yfir, alls hafa um fimmtíu skjálftar mælst þar á svæðinu.

Lesa meira

Skjálftavirkni 20.-26. mars, vika 12, 2023

Rúmlega 470 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem er nokkuð fleiri en mældust í vikunni á undan eða um 360 skjálftar. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 2.8 að stærð í Mýrdalsjökli þann 22. mars. Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli færðist aftur í aukana í liðinni viku en rúmlega 50 skjálftar mældust sem er svipaður fjöldi og í viku 10 en í viku 11 mældust aðeins 19 skjálftar. Smá hrina hófst þann 23.mars um 1.5 km norður af Hlíðarvatni á Reykjanesskaganum enalls mældust um 130 skjálftar.


Lesa meira

Skjálftavirkni 13.-19. mars, vika 11, 2023

Rúmlega 360 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem er nokkuð færri en mældust í vikunni á undan þegar um 500 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 3,1 í Bárðarbungu þann 19. mars. Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli hefur farið dvínandi frá því í vikunni á undan en þar mældust 19 skjálftar í viku 11 í samanburði við 50 skjálfta í viku 10. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust um 50 jarðskjálftar. Nokkuð var um skjálfta á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg þar sem rúmlega 165 skjálftar mældust sem dreifðust víða um sniðreksbeltið. Einn skjálfti að stærð 0.7 að stærð mældist í Heklu.


Lesa meira

Skjálftavirkni 6.-12. mars, vika 10, 2023

Rúmlega 500 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem eru talsvert fleyri skjálftar en mældust í fyrri viku þegar um 390 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 3,8 austnorðaustan við Grímsey í jarðskjálftahrinu þar 10 og 11. mars er taldi rúmlega 100 jarðskjálfta. 4 jarðskjálftar yfir 3,0 að stærð mældust í Mýrdalsjökli en þar var fremur mikil virkni þessa vikuna og mældust þar rúmir 50 jarðskjálftar. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust um 70 jarðskjálftar. Við Húsmúla, í suðvestanverðum Henglinum mældust rúmir 4 tugir skjálfta. Suðvestur af Reykjanestá mældust einnig um 20 jarðskjálftar í þyrpingu þann 6. mars.


Lesa meira

Skjálftavirkni 27. febrúar - 5. mars, vika 9, 2023

Um 390 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem eru töluvert færri skjálftar en mældist í fyrri viku þegar um 440 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar varð norðan við Herðubreið þann 5. mars en hann mældist 3.4 að stærð. Nokkur virkni var í Mýrdalsjökli og var hún frekar lotubundin en stærsti skjálftinn þar mældist 3,2 að stærð þann 27. febrúar. Einn skjálfti mældist í Hofsjökli og annar í Tungnafellsjökli auk þess sem einn skjálfti mældist í Heklu.


Lesa meira

Skjálftavirkni 20.-26. febrúar, vika 8, 2023

Um 370 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan þegar um 400 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar á landinu mældist 3,5 að stærð við Herðubreið þann 17. febrúar. Þann 14. febrúar mældist jarðskjálftahrinu norður af Kolbeinsey þar sem 10 skjálftar á bilinu 2,3 –3,6 að stærð. Athygli vakti að gervitunglamyndum sást að ísinn á Öskjuvatni var að miklu leyti búinn að bráðna, sem er að gerast óvenjusnemma á árinu. Síðast gerðist það svo snemma árið 2012, en þá brotnaði ísinn upp í mars. Nánar er farið yfir þennan atburð í frétt á vefsíðu Veðurstofunnar.


Lesa meira

Skjálftavirkni 13.-19. febrúar, vika 7, 2023

Um 370 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan þegar um 400 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar á landinu mældist 3,5 að stærð við Herðubreið þann 17. febrúar. Þann 14. febrúar mældist jarðskjálftahrinu norður af Kolbeinsey þar sem 10 skjálftar á bilinu 2,3 - 3,6 að stærð. Athygli vakti að gervitunglamyndum sást að ísinn á Öskjuvatni var að miklu leyti búinn að bráðna, sem er að gerast óvenjusnemma á árinu. Síðast gerðist það svo snemma árið 2012, en þá brotnaði ísinn upp í mars. Nánar er farið yfir þennan atburð í frétt á vefsíðu Veðurstofunnar.
Lesa meira

Skjálftavirkni 6.-12. febrúar, vika 6, 2023

Um 400 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, nokkuð fleiri en í vikunni á undan þegar um 260 skjálftar mældust. Einkennandi fyrir liðna viku voru tvær jarðskjálftahrinur, önnur út við Reykjanestá og hin í Öxarfirði. Níu skjálftar mældust yfir 3 að stærð sá stærsti var 3,6 að stærð sem mældist þann 10. febrúar kl 19:45 út af Reykjanestá. Engin skjálfti mældist í Heklu. Lesa meira

Skjálftavirkni 30. janúar - 5. febrúar, vika 5, 2023

260 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, aðeins fleiri en í vikunni á undan þegar um 230 skjálftar mældust. Virknin í liðinni viku svipar mjög til þeirra á undan. Tveir skjálftar mældust yfirþremur að stærð en þeir voru báðir staðsettir langt úti á Reykjaneshrygg. Um tugur jarðskjálfta mældist í Mýrdalsjökli sem og í Bárðarbungu en stærsti skjálfti vikunnar á meginlandinu varð einmitt í Bárðarbungu. Hann mældist þann 5.febrúar kl 23:15 og reyndist hann 2.8 að stærð.

Lesa meira

Skjálftavirkni 23.-29. janúar, vika 4, 2023

230 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, aðeins færri en í vikunni á undan þegar um 260 skjálftar mældust. Engin skjálfti mældist yfir 3 að stærð í vikunni en stærsti skjálftinn var 2,7 að stærð í Mýrdalsjökli. Svipuð eða minni virkni var á öllum svæðum í samanburði við vikuna á undan. Líkt og síðustu vikur hafa mælst um 3 tugir jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Sjö skjálftar mældust í Grímsvötnum sem er heldur fleiri en vikunni á undan, en enginn skjálfti mældist í Heklu.

Lesa meira

Skjálftavirkni 16.-22. janúar, vika 3, 2023

Um 260 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku og hafa þeir allir verið yfirfarnir. Þetta er svipaður fjöldi og í viku 2. Líkt og undanfarnar vikur hafa mælst um 3 tugir jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 2,9 að stærð í Bárðarbungu.  

Lesa meira

Skjálftavirkni 9.-15. janúar, vika 2, 2023

Rúmlega 240 skjálftar mældust á SIL mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku og hafa allir verið yfirfarnir. Þetta eru aðeins færri skjálftar en í vikunni á undan, en þá mældust um 350 skjálftar. Mest virkni var við Reykjanestá, í Mýrdalsjökli og á Grímseyjarbrotabeltinu. Stærstu skjálftar vikunnar mældust 2,8 og 2,9 á Kolbeinseyjarhrygg en annars mældist skjálfti við Kleifarvatn sá stærsti á landi 2,8 að stærð þann 11. janúar. Virkni við Grjótárvatn hélt áfram í vikunni. Áhugaverður skjálfti mældist langt úti fyrir Langanesi og var 3,5 að stærð þann 10. janúar sl. Enginn skjálfti mældist í Heklu.

Lesa meira

Skjálftavirkni 2.-8. janúar, vika 1, 2023

Um 350 skjálftar mældust á SIL mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku og hafa allir verið yfirfarnir. Þetta eru aðeins færri skjálftar en í vikunni á undan, en þá mældust um 425 skjálftar. Mest virkni var við Reykjanestá, í Mýrdalsjökli, í Bárðarbungu og á Grímseyjarbrotabeltinu. Þrír skjálftar mældust 3,0 að stærð eða stærri: á Reykjaneshrygg 3. janúar en það var jafnframt stærsti skjálfti vikunnar (3,3 að stærð), á Reykjanestá 6. janúar og í Bárðarbungu 8. janúar.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica