Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Mánaðaryfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 19, 6. maí – 12. maí 2024

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur

Rúmlega 600 skjálftar mældust á Reykjanesskaganum í vikunni, sem er aukning frá siðasti vika, þegar um 500 skjálftar mældust. Virknin var nokkuð dreifð um skagann en mest var virknin við Sundhnúksgýgaröðina, milli Grindavíkur og Þorbjörns, við Fagradalsfjall, milli Trölladyngju og Kleifarvatns og svo við Reykjanestá.

Úti á Reykjaneshrygg mældust tæplega 30 skjálftar, stærsti skjálftinn mældist 2,8 að stærð rétt vestan við Eldey en þar hófst smá hrina þann 6. maí.

Suðurlandsbrotabeltið og Hengilssvæðið

Tæplega 30 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu, nokkuð dreift um svæðið, sá stæsti 1,7 að stærð í smáhrinu norðan við Innstadal og nokkrir mældust í Húsmúla. Aðrir skjálftar mældust um og undir einum.

Þá mældust rúmlega 25 skjálftar á Suðurlandsbrotabeltinu nokkuð jafndreift um svæðið.

Einn skjálfti mældist í Heklu í vikunni.

Vesturgosbeltið og Mið-Íslandsgosbeltið

Fjórir skjálftar mældust á vestra gosbeltinu, tveir í Hofsjökli, einn í Langjökli og annar við Þjófadali.

Austurgosbeltið

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæði
Um 5 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, flestir innan öskjunnar en um 20 mældust þar í fyrri viku. Stærsti skjálfti var 1,4 að stærð. Í Eyjafjallajökli mældist einn skjálfti og á Torfajökulssvæðinu mældust 3 smáskjálftar, stæsti 1,7 að stærð rétt við Löngusátu.

Vatnajökull
Rúmlega 30 skjálftar mældust í Vatnajökli þessa viku, sem eru færri enn vikuna á undan, þegar 40 skjálftar mældust. Einn skjálfti mældist í Bárðarbungu (1,9 að stærð) og um 6 mældust á djúpa svæðið suðaustur af Bárðarbungu. Tíu skjálftar mældust í Grímsvötnum í vikunni, stærsti 1,6 þann 9. maí. Nokkrir skjálftar við austanverðan Skeiðarárjökul en önnur virkni var dreyfð.

Norðurgosbeltið

Askja og Herðubreið

Við Öskju mældust rúmlega 20 smáskjálftar, sem er færri en í síðustu viku, þegar rúmlega 30 mældust. Flestir þeirra eru austan megin við Öskjuvatn en einnig nokkrir við norðanverðan öskjubarminn, þar mældist sá stærsti í Öskju í vikunni, sem mældist 1,9 að stærð. Um 40 skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl, flestir undir einni af stærð en stæsti 1,4 að stærð.

Krafla og Þeistareykir

Þrír skjálftar mældust við Kröflu og við Bæjarfjall mældust 2 smáskjálftar.



Tjörnesbrotabeltið

Rúmlega 50 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu, svipaður fjöldi og í fyrri viku. Flestir mældust í hrinu í Öxarfirði og þar mældist stærsti skjálftinn 2,5 að stærð þann 7. maí.
Tæplega 10 skjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu og um 6 skjálftar mældist austur af Grímsey. Einn skjálfti, af stærð 1,4 mældist í Flateyjardal.


Skjálftalistiviku 19




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica