Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.
Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa
Lesa meiraUm 310 jarðskjálftar mældust á mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið. Það er nokkrir færra en í vikunni á undan, þegar um 350 mældust. Stærsti skjálfti vikunnar var 2,7 að stærð og varð hann 21. maí í Bárðarbúngu. Fimm skjálftar mældust í Heklu, sá stærsti 1,5 að stærð.
Lesa meiraUm 350 jarðskjálftar mældust á mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið. Það er heldur færra en í vikunni á undan og enn færri en vikuna þar á undan. Stærsti skjálfti vikunnar var aðeins 2,8 að stærð og varð hann þriðudaginn 9. maí við Kolbeinsey. Aðeins þrír aðrir skjálftar mældust yfir tveimur í vikunni, í Öskju og á Tjörnesbrotabeltinu. Skjálftavirkni við Grímsvötn hefur róast, en þar mældust aðeins 12 skjálftar í vikunni samanborið við 30 vikuna á undan. Tveir litlir skjálftar mældust í Heklu.
Lesa meiraUm 570 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan þegar þeir voru um 560 talsins. Stærsti jarðskjálfti vikunnar mældist 2,9 að stærð við Eldey suðvestur af Reykjanestá. Við Grímsvötn mældust rúmlega 20 skjálftar þessa vikuna og áfram má því greina aukna smáskjálftavirkni þar á svæðinu. Norðan við Þorbjörn á Reykjanesskaga var einnig talsverð smáskjálftavirkni en þar mældust tæplega 150 jarðskjálftar í tveimur hrinum þann 25. og 26. apríl. 30 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli og nokkrir smáskjálftar mældust við Heklu.
Lesa meiraUm 560 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðnni viku, færri en vikuna á undan þegar þeir voru um 620 talsins. Mest var virknin á Tjörnesbrotabeltinu en hrina var í Eyjafjarðarál í vikunni og þar mældust um 90 skjálftar og jafnframt stærsti skjálfti vikunnar, M4,2 að stærð, þann 18. apríl kl. 07:59. Fannst hann í byggð á Siglufirði. Einnig var nokkur virkni í Vatnajökli og var hún nokkuð drefið um jökulinn. Þann 23. apríl mældist skjálfti af stærð M3,2 í Bárðarbunguöskjunni og sama dag mældust 3 skjálftar í Grímsvötnum yfir 2,5 að stærð, þeirra stærstur var af stærð M3,3.
Minni virkni var í Öskju og við Herðubreið en í fyrri viku en þrír skjálftar mældust í Geitlandsjökli og einn skjálfti í Fljótum í Skagafirði sem mældist 2,8 að stærð en þar hafa mælst skjálftar áður þó fátíðir séu.
Virkni á Reykjanesskaga var nokkuð minni en í fyrri viku og var hún nokkuð dreifð um skagann en áfram mælast skjálftar norðan við Hlíðarvatn, sá stærsti M2,7 þann 17. apríl. Einn skjálfti mældist í Heklu og nokkur virkni var á Hengilssvæðinu við Húsmúla.
Lesa meiraUm 620 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðnni viku, fleiri en vikuna á undan þegar þeir voru um 450 talsins. Allir skjálftar á og við land mældust undir þremur að stærð en stærstu skjálftarnir mældust 3,0 að stærð um 230km norður á Kolbeinseyjahrygg. Um sextíu skjálftar mældust í hrinu sem hófst 15 apríl um 7 km suðvestur af Reykjanestá, þar mældist stærsti skjálftinn 2,6 að stærð. Um 140 skjálftar mældust í smáskjálftahrinu sem hófst 5. apríl rétt vestur af Herðubreið. Rúmlega fjörtíu skjálftar mældust um 1,5 km norður af Hlíðarvatni á Reykjanesskaga, stærsti skjálftinn mældist þar 2,7 að stærð. Önnur virkni var hefbundin
Um 450 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, aðeins fleiri en í síðustu viku en á pari við fjölda skjálfta vikuna þar áður. Stærstu skjálftar vikunnar voru tæpa 70 km norður af Siglufirði í smá jarðskjálftahrinu sem stóð yfir 4. til 6. apríl og mældust 3 skjálftar yfir 3 að stærð, sá stærsti 3,5 þann 5. apríl. Annar skjálfti af stærð 3,5 mældist einnig tæpa 200 km SV af Jan Mayen.
Um 390 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, færri en vikuna á undan þegar þeir voru um 470 talsins. Enginn skjálfti mældist yfir þremur að stærð í liðinni viku en stærsti skjálftinn varð rétt norðaustur af Grímsey þann 29. mars og mældist sá skjálfti 2,9 að stærð, alls hafa um 50 skjálftar mælst þar í nágrenni í síðustu viku. Smáskjálftahrina hófst við Högnarhöfða að kvöldi 31. mars og stendur enn yfir, alls hafa um fimmtíu skjálftar mælst þar á svæðinu.
Lesa meiraRúmlega 470 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem er nokkuð fleiri en mældust í vikunni á undan eða um 360 skjálftar. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 2.8 að stærð í Mýrdalsjökli þann 22. mars. Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli færðist aftur í aukana í liðinni viku en rúmlega 50 skjálftar mældust sem er svipaður fjöldi og í viku 10 en í viku 11 mældust aðeins 19 skjálftar. Smá hrina hófst þann 23.mars um 1.5 km norður af Hlíðarvatni á Reykjanesskaganum enalls mældust um 130 skjálftar.
Rúmlega 360 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem er nokkuð færri en mældust í vikunni á undan þegar um 500 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 3,1 í Bárðarbungu þann 19. mars. Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli hefur farið dvínandi frá því í vikunni á undan en þar mældust 19 skjálftar í viku 11 í samanburði við 50 skjálfta í viku 10. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust um 50 jarðskjálftar. Nokkuð var um skjálfta á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg þar sem rúmlega 165 skjálftar mældust sem dreifðust víða um sniðreksbeltið. Einn skjálfti að stærð 0.7 að stærð mældist í Heklu.
Rúmlega 500 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem eru talsvert fleyri skjálftar en mældust í fyrri viku þegar um 390 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 3,8 austnorðaustan við Grímsey í jarðskjálftahrinu þar 10 og 11. mars er taldi rúmlega 100 jarðskjálfta. 4 jarðskjálftar yfir 3,0 að stærð mældust í Mýrdalsjökli en þar var fremur mikil virkni þessa vikuna og mældust þar rúmir 50 jarðskjálftar. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust um 70 jarðskjálftar. Við Húsmúla, í suðvestanverðum Henglinum mældust rúmir 4 tugir skjálfta. Suðvestur af Reykjanestá mældust einnig um 20 jarðskjálftar í þyrpingu þann 6. mars.
Um 390 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem eru töluvert færri skjálftar en mældist í fyrri viku þegar um 440 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar varð norðan við Herðubreið þann 5. mars en hann mældist 3.4 að stærð. Nokkur virkni var í Mýrdalsjökli og var hún frekar lotubundin en stærsti skjálftinn þar mældist 3,2 að stærð þann 27. febrúar. Einn skjálfti mældist í Hofsjökli og annar í Tungnafellsjökli auk þess sem einn skjálfti mældist í Heklu.
Um 370 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan þegar um 400 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar á landinu mældist 3,5 að stærð við Herðubreið þann 17. febrúar. Þann 14. febrúar mældist jarðskjálftahrinu norður af Kolbeinsey þar sem 10 skjálftar á bilinu 2,3 –3,6 að stærð. Athygli vakti að gervitunglamyndum sást að ísinn á Öskjuvatni var að miklu leyti búinn að bráðna, sem er að gerast óvenjusnemma á árinu. Síðast gerðist það svo snemma árið 2012, en þá brotnaði ísinn upp í mars. Nánar er farið yfir þennan atburð í frétt á vefsíðu Veðurstofunnar.
230 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, aðeins færri en í vikunni á undan þegar um 260 skjálftar mældust. Engin skjálfti mældist yfir 3 að stærð í vikunni en stærsti skjálftinn var 2,7 að stærð í Mýrdalsjökli. Svipuð eða minni virkni var á öllum svæðum í samanburði við vikuna á undan. Líkt og síðustu vikur hafa mælst um 3 tugir jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Sjö skjálftar mældust í Grímsvötnum sem er heldur fleiri en vikunni á undan, en enginn skjálfti mældist í Heklu.
Lesa meiraUm 260 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku og hafa þeir allir verið yfirfarnir. Þetta er svipaður fjöldi og í viku 2. Líkt og undanfarnar vikur hafa mælst um 3 tugir jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 2,9 að stærð í Bárðarbungu.
Lesa meiraRúmlega 240 skjálftar mældust á SIL mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku og hafa allir verið yfirfarnir. Þetta eru aðeins færri skjálftar en í vikunni á undan, en þá mældust um 350 skjálftar. Mest virkni var við Reykjanestá, í Mýrdalsjökli og á Grímseyjarbrotabeltinu. Stærstu skjálftar vikunnar mældust 2,8 og 2,9 á Kolbeinseyjarhrygg en annars mældist skjálfti við Kleifarvatn sá stærsti á landi 2,8 að stærð þann 11. janúar. Virkni við Grjótárvatn hélt áfram í vikunni. Áhugaverður skjálfti mældist langt úti fyrir Langanesi og var 3,5 að stærð þann 10. janúar sl. Enginn skjálfti mældist í Heklu.
Lesa meiraUm 350 skjálftar mældust á SIL mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku og hafa allir verið yfirfarnir. Þetta eru aðeins færri skjálftar en í vikunni á undan, en þá mældust um 425 skjálftar. Mest virkni var við Reykjanestá, í Mýrdalsjökli, í Bárðarbungu og á Grímseyjarbrotabeltinu. Þrír skjálftar mældust 3,0 að stærð eða stærri: á Reykjaneshrygg 3. janúar en það var jafnframt stærsti skjálfti vikunnar (3,3 að stærð), á Reykjanestá 6. janúar og í Bárðarbungu 8. janúar.
Lesa meira