Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 07, 12. – 18. febrúar 2024

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur
Um 440 jarðskjálftar mældust á Rekjanesskaga í vikunni, virknin var fremur svæðaskipt þar sem um 100 jarðskjálftar mældust í kvikuganginum svokallaða undir Grindavík og norðnorðaustur af Stóra Skógfelli, rúmlega 140 jarðskjálftar mældust í vestanverðu Fagradalsfjalli. Fremur dreifð virkni rúmlega 100 skjálfta var heldur austar, en sú virkni var dreifð frá Keili í vestri austur fyrir Kleifarvatn. Í Brennisteinshrauni mældust um 25 skjálftar.

En úti á Reykjaneshrygg var meiri virkni miðað við oft áður. Þar ber sérstaklega að nefna 3 jarðskjálfta kviður ef svo má kalla, þann 13. feb, 16. feb og 17. feb. Í fyrstu kviðunni mældust rétt tæplega 30 skjálftar mældust þann 13 febrúar um 9 km vestur af Reykjanestá í þéttri þyrpingu allir undir 2,0 að stærð. Næsta þyrping mældist 16. febrúar heldur lengra frá landi við Eldey og taldi rúmlega 50 skjálfta, um tugur þeirra mældist yfir 2,0 að stærð og einn af stærð 3,3 kl. 22:11. Þriðja taldi um tug skjálfta rétt vestan við Eldey, stærsti 2,1 að stærð. Í upphafi vikunar 12. febrúar mældust einnig 2 markverðir skjálftar stærri en 3,0, á Reykjaneshrygg, sá fyrri kl. 04:17 um 150 km frá landi og seinni kl. 12:28 um 75km SV af Reykjanestá.

Hengilssvæðið
Á Hengilssvæðinu mældust um 30 skjálftar við Húsmúla, en norðar, sunnarlega á Mosfellsheiði við Nesjavallaveg mældust 13 smáksjálftar í vikunni. Annar tugur mældist við Nesjavallavirkjun allir smáskjálftar og dreifðir.

Suðurlandsbrotabeltið
Rúmlega 35 jarðskjálftar voru staðsettir á Suðurlandsbrotabeltinu. Tíu þeirra voru jarðskjálftar sem mældust norðan við Þorlákshöfn, réttarasagt við Raufarhólshelli. Aðrir mældir dreifðust um suðurlandsbrotabeltið. 2 smáskjálftar mældust í Heklu báðir undir 1,0 að stærð.

Vesturgosbeltið og Mið-Íslandsgosbeltið
Tveir smáskjálftar voru staðsettir á Vesturgosbeltinu í vikunni, annar við Skjálfbreið og einn rétt suðvestan við Geitlandsjökul.

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæðið
Í Mýrdalsjökli var nokkuð svipuð virkni og síðustu vikur, 12 skjálftar, stærsti 1,5 að stærð, þann 12. febrúar. Á Torfajökulssvæðinu mældust um 12 jarðskjálftar stærstur mældist 2,4 að stærð um 3km vestur af skálanum í Hrafntinnuskeri.

Vatnajökull
Í Vatnajökli mældust um 40 jarðskjálftar og var virknin dreifð við Bárðarbungu, Grímsvötn og einnig við Eystri-Skaftárketil. Flestir skjálftana um 25 talsins mældust innan Bárðabunguöskjunnar stærstur af þeim mældist 3,7 að stærð þann 16. febrúar kl. 21:44. Við Grímsvötn mældust svo 10 skjálftar allir undir 1,0 að stærð. Tveir skjálftar um 1,2 að stærð mældust við Eystri Skaftárketilinn þann 17. febrúar. Engin skjálfti mældist í Öræfajökli í vikunni.

Askja og Herðubreið
Um 20 smáskjálftar mældust við Öskju í vikunni, flestir við austurbakka Öskjuvatns. Aðrir 2 tugir mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl, stærstur 1,7 að stærð, rétt norðan við Herðubreið. 18. febrúar.

Krafla og Þeistareykir
Um tíu smáskjálftar mældust þar af mældust 2 stærri en 1,0 að stærð við Kröflu.

Tjörnesbrotabeltið
Rúmlega 70 skjálftar mældust norður af landi, þar af um 30 á Grímseyjarbeltinu. Tvær þyrpingar mátti sjá á Skjálfanda sú fyrri 14. febrúar um 10km í norður frá Húsavík, við Tjörnes stærsti skjálftin þar mældist 2,0 að stærð, og sú síðari 18. febrúar austan við á Flatey sem taldi tæplega 20 smáskjálfta um 1,0 að stærð. Austast á Húsavíkur – Flateyjar misgenginu þann 16. febrúar mældist um tugur skjálfta stærstur af þeim af stærð 2,1.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica