Vikulegt jarðskjálftayfirlit
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.
Vikuyfirlit
Í
viku 22
mældust ríflega 584
jarðskjálftar,
sem
er aðeins minna en í síðustu viku þegar 635 skjálftar mældust.
Stærsti
skjálfti vikunnar var 3,1
að stærð rétt
fyrir hádegi 30 maí á vesturbakka Kleifarvatns. Skjálftavirkni í
og við Kleifarvatn er algeng en skjálftinn í vikunni er sá
stærsti á þessu svæði á árinu. Á
landinu var jarðskjálftavirkni áberandi á Torfajökulssvæðinu(23
skjálftar), vestan við
Litla
Hrút(38 skjálftar) og austan við Grímsey(93 skjálftar). Annars
var nokkuð hefðbundin jarðskjálftavirkni við
helstu
eldstöðvar
landsins og við þekkt sprungusvæði og brotabelti.
Nánar
má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta
Lísa
Lesa meira
Í viku 21 mældust ríflega 630 skjálftar. Þetta er um það bil
tvöföldun á fjölda skjálfta miðað við síðustu tvær vikur,
en á svipuðu róli og fjórar síðustu vikur þar á undan.
Stærsti skjálfti vikunnar var 3,8
að stærð að
kvöldi
23. maí um 10 km austur af Grímsey.
Sá
skjálfti fannst víða í kringum Eyjafjörð, m.a. á Akureyri og í
Ólafsfirði. Sá
skjálfti var hluti af skjálftahrinu
sem var áberandi í vikunni og var að mestu bundin við tvær
þyrpingar rétt austur af Grímsey. Sú hrina
er
framhald af hrinuvirni sem hófst í lok síðustu viku. Einnig
bárustu
tilkynningar um að
skjálfti af stærð 3,1
sem varð
rétt rúman kílómetra SA af Kleifarvatni 27. maí hefði fundist í
Hafnarfirði. Þar var einnig nokkuð þétt virkni þessa vikuna,
sem og í Skipastígshrauni, rétt vestan Þorbjörns.
Nánar
má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta
Lísa
Lesa meira
Útdráttur
Um 310 jarðskjálftar mældust á mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið. Það er nokkrir færra en í vikunni á undan, þegar um 350 mældust. Stærsti skjálfti vikunnar var 2,7 að stærð og varð hann 21. maí í Bárðarbúngu. Fimm skjálftar mældust í Heklu, sá stærsti 1,5 að stærð.
Lesa meira
Um
350 jarðskjálftar mældust á mælakerfi Veðurstofu Íslands í
vikunni sem leið. Það er heldur færra en í vikunni á undan og
enn færri en vikuna þar á undan. Stærsti skjálfti vikunnar var
aðeins 2,8 að stærð og
varð hann þriðudaginn 9. maí við Kolbeinsey. Aðeins þrír
aðrir skjálftar mældust yfir tveimur í vikunni, í
Öskju og á Tjörnesbrotabeltinu. Skjálftavirkni við Grímsvötn
hefur róast, en þar mældust aðeins 12 skjálftar í vikunni
samanborið við 30 vikuna á undan. Tveir litlir skjálftar mældust
í Heklu.
Lesa meira
-
Jarðskjálftayfirlit 18.
viku -
1.
maí
– 7.
maí
2023
-
Jarðskjálftayfirlit
17. viku
24.
apríl – 30. apríl 2023
-
Jarðskjálftayfirlit 16. viku 17. apríl – 23. apríl 2023
-
Skjálftavirkni 10. - 16. apríl, vika 15, 2023
-
Skjálftavirkni 3.-9. apríl, vika 14, 2023
-
Skjálftavirkni 27. mars til 2. apríl, vika 13, 2023
-
Skjálftavirkni 20.-26. mars, vika 12, 2023
-
Skjálftavirkni 13.-19. mars, vika 11, 2023
-
Skjálftavirkni 6.-12. mars, vika 10, 2023
-
Skjálftavirkni 27. febrúar - 5. mars, vika 9, 2023
-
Skjálftavirkni 20.-26. febrúar, vika 8, 2023
-
Skjálftavirkni 13.-19. febrúar, vika 7, 2023
-
Skjálftavirkni 6.-12. febrúar, vika 6, 2023
-
Skjálftavirkni 30. janúar - 5. febrúar, vika 5, 2023
-
Skjálftavirkni 23.-29. janúar, vika 4, 2023
-
Skjálftavirkni 16.-22. janúar, vika 3, 2023
-
Skjálftavirkni 9.-15. janúar, vika 2, 2023
-
Skjálftavirkni 2.-8. janúar, vika 1, 2023