Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 8, 19. – 25. Febrúar 2024

Tæplega 900 skjálftar mældust á landinu í áttundu viku ársins 2024. Tæplega 800 skjálftar hafa verið yfirfarnir. Virkni þessa viku hefur verið af ýmsum toga, þó eins og síðustu vikur hafi áframhaldandi landris í Svartsengi og áframhaldandi skjálftavirkni nærri kvikugangi undir Sundhnjúksgígaröð verið áberandi. Landris hélt áfram á svipuðum hraða í Svartsengi, eftir að eldgos hófst þann 8. febrúar og er nú áætlað samkvæmt líkanagerð að rúmmál kviku sem safnast hefur þar undir hafi náð 7,6 milljón rúmmetrum 25. febrúar.

Í kvikuganginum norðan Grindavíkur mældust 170 skjálftar í vikunni. Stærsti skjálfti vikunnar var í Bárðarbungu 25. janúar og var af stærð 3,2. Nokkur virkni var bæði í Bárðarbungu og Grímsvötnum þar sem mældust um 15 skjálftar í hvorri eldstöð. Smáskjálftahrina hefur verið í gangi við Húsmúla í Henglinum síðan 15. febrúar, en hrinuvirkni á því svæði er allvanaleg og þekkt er að niðurdæling á því svæði geti valdið skjálftum. Einnig hefur verið lítil skjálftahrina við Bæjarfjall á Norðurlandi af sama tagi.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 07, 12. – 18. febrúar 2024

Rúmlega 860 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 7, 12. til 18. febrúar 2024. 4 skjálftar mældust 3,0 eða stærri, tveir þann 12. febrúar á Reykjaneshrygg, sá fyrri kl. 04:17 um 150 km frá landi og seinni kl. 12:28 um 75km SV af Reykjanestá. Í Bárðarbungu mælist svo skjálfti af stærð 3,7 þann 16. febrúar kl. 21:44 en um 25 jarðskjálftar mældust í og umhverfis Bárðarbunguöskujna. Suðvestan við land við Eldey um 15km frá Reykjanestá mældust um 100 jarðskjálftar í vikunni í þremur þyrpingum, þar mældist jarðskjálfti 3,3 að stærð sama kvöld þann 16. febrúar, kl. 22:11. Heilt yfir dróg úr jarðskjálfavirkninni á Reykjanesskaga m.v. í viku 06, (en þá hófst Eldgos austan við Sýlingarfell þann 8. febrúar sem svo lauk svo rúmum sólarhring síðar 9. febrúar)

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit vika 4, 22.-28. janúar 2024

Í vikunni mældust um 670 skjálftar, þar af hafa um 530 verið yfirfarnir. Um 320 skjálftar urðu á Reykjanesskaganum. Þar varð annar af stærstu skjálftunum sem mældust í vikunni, M3,1 vestan Bláfjalla snemma að morgni laugardags. Nokkur eftirskjálftavirkni fylgdi.  Skjálfti af sömu stærð varð einnig við Eldey þann 25. janúar.


Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa


Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 03, 15. – 21. Janúar 2024

Tæplega 3000 skjálftar mældust á landinu í þriðju viku ársins 2024. Um 650 skjálftar hafa verið yfirfarnir.

Stærsti skjálfti vikunnar var í Bárðarbungu þann 17. janúar og var af stærð 4,1. Næststærsti skjálftinn varð þann 15. janúar, 2,7 að stærð á sama svæði.

Það heldur áfram aukin virkni við Grímsfjall og hafa um 25 skjálftar mælst þar í vikunni, enn jökulhlaupið sem staðið hefur yfir þar er í rénun. https://www.vedur.is/um-vi/frettir/hlaup-hafid-ur-grimsvotnum

Áfram dregur úr skjálftavirkni yfir kvikuganginum við Grindavík og hægt hefur verulega á breytingum tendgum kvikuganginum sem áður sáust á GPS mælum. Því eru allar líkur til þess að kvika flæði ekki lengur inn í kvikuganginn sem myndaðist 14. janúar. Áfram sjást þó skýr merki um landris við Svartsengi. Of snemmt er að fullyrða um hvort að hraðinn á landrisinu nú sé meiri en hann var fyrir gosið 14. janúar. Enginn virkni hefur sést frá aðfaranótt 16. janúar á gosstöðvunum norðan við Grindavík og eldgosinu var formlega lýst lokið, þann 19. janúar.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica