Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 03, 15. – 21. Janúar 2024

Jarðskjálftayfirlit viku 03, 15. – 21. Janúar 2024 

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur

Rúmlega 2600 skjálftar mældust á Rekjanesskaga í vikunni, þar af hafa um 500 verið yfirfarnir.

Rétt austur af Trölladyngju mældist stærsti skjálfti vikunnar, 2,1 að stærð, þann 21. janúar kl. 06:26. Stærsti skjálfti í kvikuganginum við Gríndavík var 1,8 að stærð.

Tæplega 100 skjálftar mældust við Fagradalsfjall og 2200 skjálftar í kvikuganginum við Grindavík. Um 200 skjálftar mældust við Trölladyngju og Kleifarvatn. Tæplega tíu skjálftar mældust við Brennisteinsfjöllum.
Úti á Reykjaneshrygg mældust tæplega 40 skjálftar, flestir nálægt Reykjanestá. Stærsti skjálftinn mældist 2,3 að stærð, þann 16. janúar.

Suðurlandsbrotabeltið og Hengilssvæðið

Á Hengilssvæðinu mældust tæplega 30 skjálftar og voru flestir í Hveradölum. Stærsti skjálfti þar mældist 2,2 að stærð, kl. 04:11, þann 20. janúar. Skjálftavirkni á Suðurlandsbrotabeltinu var heldur ekki mjög fréttnæm, 20 skjálftar, allir smáskjálftar og dreifðir.

Ekki mældist skjálfta í Heklu í vikunni.

Vesturgosbeltið og Mið-Íslandsgosbeltið

Átta skjálftar mældust sunnan við Hagafell og Geitlandsjökull, sá stærsti 2,5 að stærð. Einn skjálfti 2,1 að stærð mældist við Hofsjökli.

Austurgosbeltið

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæði
Í Mýrdalsjökli var nokkuð svipuð virkni og síðustu vikur, 14 skjálftar, stærsti 1,9 að stærð, þann 18. janúar.
Sama má segja um Torfajökulssvæðið, 4 skjálftar þar af stærstur 1,4 að stærð. Einn smáskjálfti mældist í Eyjafjallajökli í vikunni.

Vatnajökull
Í Vatnajökli mældust tæplega 50 skjálftar og var virknin dreifð við Bárðarbungu, Skaftárkatlana og Grímsfjall. Tæplega 25 skjálftar voru í Grímsvötnum, sem eru fleiri en í síðustu viku, þegar 20 mældust. Stærsti skjálfti þar var 2,2 að stærð, þann 19. janúar. Tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu, sá stærsti þann 17. janúar og var af stærð 4,1. Það var lika stærsti skjálfti vikunnar. Næststærsti skjálftinn varð þann 15. janúar, 2,7 að stærð í Bárðarbungu.

Norðurgosbeltið

Askja og Herðubreið

Tæplega 30 smáskjálftar mældust á þessu svæði, þar af átta við Öskju, allir undir einn af stærð.

Krafla og Þeistareykir

Um tíu smáskjálftar mældust, flestir við Kröflu.

Tjörnesbrotabeltið

Tæplega 70 skjálftar mældust fyrir norðan í vikunni, þar af hafa um 40 verið yfirfarnir. Stærsti skjálftinn var 2,6 að stærð, um 8 km NV af Gjögurtá.

Alls voru um 45 skjálftar samanlagt á Grímseyjarbrotabeltinu og 20 í Eyjafjarðaál. Tíu smáskjálftar mældust í Öxarfirði.

Skjálftalisti viku 03



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica