Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Mánaðaryfirlit

Skjálftavirkni 13.-19. mars, vika 11, 2023

Rúmlega 360 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem er nokkuð færri en mældust í vikunni á undan þegar um 500 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 3,1 í Bárðarbungu þann 19. mars. Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli hefur farið dvínandi frá því í vikunni á undan en þar mældust 19 skjálftar í viku 11 í samanburði við 50 skjálfta í viku 10. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust um 50 jarðskjálftar. Nokkuð var um skjálfta á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg þar sem rúmlega 165 skjálftar mældust sem dreifðust víða um sniðreksbeltið. Einn skjálfti að stærð 0.7 að stærð mældist í Heklu.

Nánar má skoða yfirfarna skjálfta í Skjálfta-Lísu vefsjánni

Suðurland

Rúmlega 60 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunnu og af þeim voru um 40 á Hengilsvæðinu. 11 skjálftar mældust við Húsmúla, 8 skjálftar suðvestur af Reykjafelli, 5 á Kyllisfelli og aðrir skjálftar dreifðust víða um Hengilsvæðið. Stærsti skjálftinn á Suðurlandi mældist 2.2 að stærð þann 15. mars kl. 19:37 og var staðsettur suðvestur af Reykjafelli. Einn skjálfti mældist í Heklu sem mældist undir 1.0 að stærð, önnur virkni dreifðist víða um Suðurlandsbrotabeltið.

Reykjanesskagi

Um 165 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga og á landgrunninu suðvestur af Reykajanestá. Tólf skjálftar mældust norður af Hlíðarvatni og af þeim mældust 3 yfir 2.0 að stærð. Um 25 skjálftar mældust við Fagradalsfjall og á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis, flestir smáir en einn mældist 2.2 að stærð. Á Trölladyngju-Kleifarvatns og Seltúns svæðinu mældust um 3 tugir skjálfta, stærstur af þeim mældist 2.2 staðsettur í Kleifarvatni. Rúmlega 35 skjálftar mældust á svæði við Sýrfell og Reykjanestá og á landgrunninu suðvestur af Reykjanestá, engin skjálfti mældist yfir 2.0 að stærð. Stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga mældist 2.5 að stærð, staðsettur norður af Hlíðarvatni.

Norðurland

Tæplega 30 jarðskjálftar mældust úti fyrir landi á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni sem er talsvert færri en í vikunni á undan þegar 160 skjálftar mældust, munurinn skýrist vegna jarðskjálftahrinu í síðustu viku sem staðsett var austnorðaustan við Grímsey þar sem 100 skjálftar mældust. Við Kröflu mældust 14 skjálftar í nokkuð þéttri þyrpingu. 4 jarðskjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu.

Hálendið

Rúmega 85 jarðskjálftar mældust á hálendinu í vikunni, heldur færri en í vikunni á undan þegar um 130 skjálftar mældust. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust flestir skjálftanna um 31. Við Öskju mældust um 25 skjálftar, stærsti skjálftinn þar var um 2.9 að stærð. Í Vatnajökli mældust 28 skjálftar þar af 11 í Bárðarbungu, þar mældist einnig stærsti skjálfti vikunnar sem var 3.1 að stærð. Fimm skjálftar mældust við Grímsfjall, 2 austan við Hamarinn, 1 við Vestari-Skaftárketil, 2 efst í Skeiðarárjökli, 1 ofarlega í Skaftafellsjökli og einn í Köldukvíslarjökli. Einn skjálfti mældist í Hofsjökli og einn við jaðar Álftabrekkujökuls.

Mýrdalsjökull

Einn jarðskjálfti af stærð 1,7 mældist í syðri hluta gýgs Eyjafjallajökuls.

Skjálftalisti - Vika 11, 2023




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica