Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Mánaðaryfirlit

Jarðskjálftayfirlit 33. viku – 14. - 20. ágúst 2023

Tæplega 1.000 skjálftar mældust á landinu vikuna 14.-20. ágúst. Jarðskjálftavirknin dreifðist nokkuð jafnt yfir landið, allt frá Reykjaneshrygg og norður á Kolbeinseyjarhrygg. Um 650 skjálftar hafa verið handvirkt yfirfarnir. Sex skjálftar mældust yfir 3,0 að stærð en aðeins einn af þeim var á landi en það var skjálfti af stærð 3,2 í Bárðarbungu. Hinir voru á Reykjaneshrygg og Kolbeinseyjarhrygg. Heldur hefur hægt á virkni á Reykjanesskaga en þar mældust um 270 skjálftar alla vikuna. Stærsti skjálftinn var við Keili, 2,9 að stærð laugardaginn 19. ágúst.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur. 

Um 270 skjálftar voru mældir á Reykjanesskaga í vikunni sem leið. Þeir skiptust upp í nokkrar þyrpingar, við Reykjanestá, Sundhnúkagíga, Keili, Núpshlíð, Kleifarvatn og Geitafell. Einn skjálfti 2,9 að stærð varð við Keili laugardagskvöldið 19. ágúst kl. 22:07. Austan við Keili urðu þónokkrir skjálftar 16. ágúst.

Hrinan á Reykjaneshrygg gekk fljótt yfir og hafa fáir skjálftar mælst síðan 16. ágúst.

Suðurland 

Suðurlandið var rólegt þessa vikuna, aðeins um þrjátíu skjálftar voru staðsettir þar þessa vikuna. Helst ber að nefna nokkra skjálftar sem mældust austast á Suðurlandsbrotabeltinu. Enginn skjálfti mældist í Heklu. Einn skjálfti mældist við Þykkvabæ.

Norðurland 

Á Tjörnesbrotabeltinu mældust um 100 skjálftar, þar af um 60 á Grímseyjarbrotabeltinu nálægt Grímsey. Átta skjálftar mældust í Flateyjardal á Flateyjarskaga. Sex skjálftar mældust á Kolbeinseyjarhrygg. Í Kröflu mældust sex skjálftar og á Þeistareykjum átta.

Tveir skjálftar mældust austur af Fonti, 2,6 og 2,4 að stærð. Þar var síðast virkni í desember 2022.

Miðhálendið 

Í Vatnajökli mældust um 20 skjálftar. Stærsti skjálftinn var 3,2 að stærð í Bárðarbungu. Tveir skjálftar voru staðsettir við Grímsfjall en annars var dreifð virkni um jökulinn.

Um 15 skjálftar mældust í Öskju, allir litlir. Um 30 smáskjálftar urðu við Herðubreið og næsta nágrenni.

Tveir litlir skjálftar mældust við Þórisvatn.

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæðið

Í Mýrdalsjökli mældust 7 skjálftar, flestir innan öskjunnar og 1,0 að stærð eða minni. Einn skjálfti mældist suður af Eyjafjallajökli og einn suður af Mýrdalsjökli.

8 sjálftar mældst á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti 1,6 að stærð.

Vesturgosbeltið 

Enn mælast skjálftar SA of Skjaldbreið en aðeins hefur þó dregið úr henni. Liðna viku mældust um 60 skjálftar á svæðinu samanborið við 190 skjálfta vikuna á undan. Skjálftarnir eru allir undir 2,4 að stærð.

Skjálftalisti_viku_33





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica