Jarðskjálftayfirlit 28. viku - 10. – 16. júlí 2023
Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur
Ríflega 2400 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, um 1600-1700 skjálftar voru yfir eða í grennd við kvikugang sem myndaðist 4.-10. júlí milli Litla Hrúts og Keilis, flesta þeirra má telja til gikkskjálfta . Einnig mældust um 300 skjálftar við Kleifarvatn og um þriðjungi minna vestan megin á skaganum. Einungis hefur tekist af yfirfara brot af þeim skjálftum sem mældust en áhersla hefur verið lögð á að yfirfara stærri skjálfta á skaganum. Einnig mældust um 20 skjálftar á Reykjaneshrygg og úti fyrir Reykjanestá.
Vesturgosbeltið
Um 60 skjálftar mældust á Vesturgosbeltinu. Nærri Henglinum má nefna smá smáskjálftavirkni við Húsmúla, nokkrir ofan við Hveragerði og þrír við Dyrfjöll. Tæplega 40 skjálftar mældust suðaustur af Skjaldbreið þar sem skjálftavirkni hefur verið síðustu vikur. Þrír skjálftar mældust við Geitlandsjökul og einn ofan við Grjótárvatn.
Suðurlandsbrotabeltið
Tiltölulega hefðbundin virkni var á Suðurlandsbrotabeltinu en helsta virknin var við ósa Ölfusár.
Austurgosbeltið
Mýrdalsjökull
og
Torfajökulssvæði.
13
skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni, allir
smáir. 6 skjálftar voru á Torfajökulssvæðinu.
Vatnajökull
6
skjálftar mældust í Bárðarbungu í vikunni, allir
smáir. 10 skjálftar mældust í Öræfajökli.
Norðurgosbeltið
Tiltölulega fáir skjálftar mældust á gosbeltinu, flestir í Öskju, en aðrir voru við Herðubreið eða Bæjarfjall.
Askja
Í
Öskju mældust tæplega
30 skjálftar,
nær allir austan megin við Öskjuvatn. Einn
skjálfti mældist norðaustur af Öskju á 24 km dýpi.
Tjörnesbrotabeltið
Um 90 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu, mest á Grímseyjarbrotabeltinu og þar af flestir um 10 km austur af Grímsey.