Jarðskjálftayfirlit viku 52, 25. – 31. Desember 2023
Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur
Ríflega 1600 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í síðast liðinni viku, þar af eru um 540 yfirfarnir. Flestir skjálftarir eru staðsettir við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember nærri Grindavík eða um 420 skjaĺftar. Stærsti skjálftinn varð í Grindavík þann 30.desember en hann mældist 2.1 að stærð. Landris hófst að nýju eftir að gos hófst þann 18.desember og hefur nú náð sömu hæð og var fyrir eldgos.
Önnur jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga var mest við Kleifarvatn og Brennisteinsfjöllum.
Á Reykjaneshrygg mældust um 40 skjálftar og var stærsti skjálftinn 2.6 að stærð þann 28.desember við Eldey.
Suðurlandsbrotabeltið og Hengilssvæðið
Tæplega 40 smáskjálftar mældust á Suðurlandsbrotabeltinu, nokkuð dreift um svæðið, sá stærsti 2.5 að stærð norður af Skálafelli. Einn skjálfti mældist í Heklu en hann var 1.4 að stærð.
Nokkur virkni var umhverfis Hengilssvæðið, stærsti skjálftinn mældist 2.7 að stærð þann 25.desember við Rauðuflögu.
Vesturgosbeltið
Fjórir skjálftar mældust sunnan við Langjökul og einn við Þórisjökul. Þrír skjálftar mældust í Hofsjökli. Fimm skjálftar mældust við Grjótárvatn. Tveir skjálftar mældust suður af Blöndulóni.
Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæði
Rúmlega 15 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í síðustu viku. Stærsti mældist 2.9 að stærð þann 31. Desmeber. Þrír smáskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu.
Vatnajökull
Í Vatnajökli mældust rúmlega 50 skjálftar. Þar af um 10 í Bárðarbungu, sá stærsti mældist 3.6 að stærð þann 31.desember. Rúmlega 20 skjálftar mældust í og við Grímsvötn, sá stærsti 2,8 að stærð. Restin dreyfðist nokkuð um jökulinn.
Norðurgosbeltið
Askja og Herðubreið
Um 30 smáskjálftar á þessu svæði, þar af 16 við Öskju. Sá stærsti mældist 2.6 að stærð.
Krafla og Þeistareykir
Tveir smáskjálftar mældust við Kröflu.
Tjörnesbrotabeltið
Um 40 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni, flestir á Grímseyjarbrotabeltinu.
Rúmlega 15 smáskjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjar brotabeltinu og um 20 í Grímseyjarbrotabeltinu. Sá stærsti mældist 2.5 að stærð þann 30.desember.