Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Skjálftavirkni 20.-26. mars, vika 12, 2023

Rúmlega 470 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem er nokkuð fleiri en mældust í vikunni á undan eða um 360 skjálftar. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 2.8 að stærð í Mýrdalsjökli þann 22. mars. Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli færðist aftur í aukana í liðinni viku en rúmlega 50 skjálftar mældust sem er svipaður fjöldi og í viku 10 en í viku 11 mældust aðeins 19 skjálftar. Smá hrina hófst þann 23.mars um 1.5 km norður af Hlíðarvatni á Reykjanesskaganum en alls mældust um 130 skjálftar.

Nánar má skoða yfirfarna skjálfta í Skjálfta-Lísu vefsjánni

Suðurland

Rúmlega 45 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunnu og af þeim voru um 20 á Hengilsvæðinu. Stærsti skjálftinn þar mældist 1.7 að stærð. Stærsti skjálftinn á Suðurlandi mældist 1.8 að stærð þann 22. mars og var staðsettur í Vondahrauni suður af Skraðsfjalli. Önnur virkni dreifðist víða um Suðurlandsbrotabeltið.

Reykjanesskagi

Um 235 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni. Hrina hófst þann 23 mars 1.5 km norður af Hlíðarvatni og mældust um 130 skjálftar, stærsti skjálftinn mældist 2.6 að stærð en það var jafnfræmt stærsti skjálfti vikunnar á Reykjanesskaganum. Aðrir skjálftar dreifðu sér um skagann, um 40 skjálftar mældust á svæðinu í kringum Kleifarvatn og tæpir 20 skjálftar við Fagradalsfjall. Um 13 skjálftar mældust austur af Sýlingarfell og 15 skjálftar við Haugsvörðugjá.

Tæpir 25 sjálftar mældust á Reykjaneshrygg, allir staðsettir rétt úti fyrir Reykjanestá og allir undir 2 að stærð.

Norðurland

Rúmlega 26 skjálftar mældust á Grímseyjarbrotabeltinu og um 15 skjálftar á Húsavíkur og Flateyjar misgenginu. Þetta er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. Tveir skjálftar mældust í Flókadal skammt frá Siglufirði. Einn skjálfti mældist í Lambafjöllum og þrír smáskjálftar við Kröflu.

Hálendið

Rúmega 60 jarðskjálftar mældust á hálendinu í vikunni, sem er aðeins færri en í vikunni á undan þegar um 85 skjálftar mældust. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust rúmir 15 skjálftar og við Öskju mældust rúmir 20 skjálftar, stærsti skjálftinn mældist þann 25.mars og reyndist hann 2.3 að stærð, hann var staðsettur um 4.5 km norðvestur af Öskjuvatni. Í Vatnajökli mældust 20 skjálftar þar af fjórir í Bárðarbungu, tveir á djúpasvæðinu og tveir við Grímsfjall, sá stærri 1.9 að stærð. Þá mældust 5 skjálftar á svæðinu í kringum Skaftárkatlana og þrír við Skaftárjökul og aðrir þrír við suður af Hábungu. Þrír skjálftar mældust í og við Tungnafellsjökul, tveir í Hofsjökli og tveir í Langjökli.

Mýrdalsjökull

Rúmir 50 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli og dreifðust víða um Kötluöskjuna. Stærsti sjálftinn var 2.8 að stærð þann 22. mars. Um tugur smáskjálfta mældust vestur af Merkurjökli. Einn jarðskjálfti af stærð 1.1 mældist suður af gígnum í Eyjafjallajökli. Tveir sjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, sá stærri 2.3 að stærð þann 24.mars.

Skjálftalisti - Vika 12, 2023


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica