Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Skjálftavirkni 27. febrúar - 5. mars, vika 9, 2023

Um 390 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem eru töluvert færri skjálftar en mældist í fyrri viku þegar um 440 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar varð norðan við Herðubreið þann 5. mars en hann mældist 3.4 að stærð. Nokkur virkni var í Mýrdalsjökli og var hún frekar lotubundin en stærsti skjálftinn þar mældist 3,2 að stærð þann 27. febrúar. Einn skjálfti mældist í Hofsjökli og annar í Tungnafellsjökli auk þess sem einn skjálfti mældist í Heklu.

Nánar má skoða yfirfarna skjálfta í Skjálfta-Lísu vefsjánni

Suðurland

Rúmlega 50 skjálftar mældust á Suðurlandsbrotabeltinu í síðustu viku, skjálftarnir dreyfðust nokkuð um Suðurlandsundirlendið. Stærsti skjálftinn mældist 2.2 að stærð við Eiturhól í smáhrinu sem þar mældist þann 27. febrúar. Tólf skjálftar mældust í og við Hengilinn og norðan Hveragerðis og fjórir skjálftar mældist í og við Vatnafjöll og einn í Heklu.

Reykjanesskagi

Rúmlega 20 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, sem er helmingi færri en í fyrri viku þegar um 45 skjálftar mældust. Stærsti skjálftinn mældist 1,9 að stærð við sunnanvert Kleifarvatn. Flestir skjálftar mældust í og við Kleifarvatn og fjórir skjálftar mældust í Brennisteinsfjöllum. Þrír skjálftar mældust milli Fagradalsfjalls og Kleifarvatns. Tveir smáskjálftar mældust við Eldvörp .

Rúmlega 10 skjálftar mældust á Reykjaneshrygg umtalsvert færri en í vikunni á undan þegar um 100 skjálftar mældust. Stærsti skjálftinn mældist 2,8 að stærð úti á Reykjaneshrygg en aðrir skjálftar mældust við Reykjanestá.

Norðurland

Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni, sá stærsti 2,8 að stærð norðan við Gjögurtá. Um 40 þessarra skjálftanna urðu á Grímseyjarbeltinu, þar af þrír í Öxarfirði. Þá mældust tíu skjálftar á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu og fimm skjálftar í Eyjafjarðardjúpi. Sex skjálftar mældust á Kröflusvæðinu og fjórir skjálftar við Bæjarfjall.

Hálendið

Tæplega 190 skjálftar mældust á hálendinu í vikunni. Þar af mældust um 130 við Herðubreið og Herðubreiðartögl og um 30 við Öskju. Stærsti skjálftinn mældist 3,4 þann 5. mars kl. 18:00:38 rétt norðan Herðubreiðar og fylgdi honum lítil hrina á svæðinu. Einnig mældist nokkur fjöldi skjálfta vestan og austan Herðubreiðartagla í hrinu sem stóð frá 28. febrúar til 1. mars. Einn smáskjálfti mældist við Kerlingardyngju þann 5. mars. Tæplega 30 skjálftar mældust í Öskju sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan, flestir mældust austan við Öskjuvatn en aðrir dreyfðu sér um svæðið. Stærsti skjálftinn mældist þann 5. mars en hann mældist 1,7 að stærð. Rúmlega 20 skjálftar mældust í Vatnajökli í vikunni, þar af voru fjórir staðsettir í Bárðarbungu en stærsti skjálftinn mældist 2,3 þann 4. mars í Grímsvötnum en þar mældust alls fjórir skjálftar. Virknin var nokkuð dreifð um vestanverðan jökulinn en austan við Pálsfjall mældist skjálfti af stærð 2,2 þann 2. mars. Sex skjálftar mældust í Skeiðarárjökli, einn skjálfti í Skaftafellsfjöllum. Einn skjálfti mældist við Hamarinn og í Kverkfjöllum. Einn skjálfti mældist í Tungnafellsjökli og annar í Hofsjökli en sá skjálfti mældist 2,2 að stærð þann 4. mars.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 20 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli sem eru nokkuð fleiri skjálftar en í fyrr viku þegar um 15 skjálftar mældust. Flestir voru innan öskjunnar í Mýrdalsjökli. Stærsti skjálftinn mældist þann 27. febrúar en hann reyndist 3,2 að stærð en alls mældust tólf skjálftar þann daginn með stuttu millibili. Einn smáskjálfti mældist í Torfajökli í vikunni og tveir í hlíðum Eyjafjallajökuls.

Skjálftalisti - Vika 9, 2023




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica