Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Mánaðaryfirlit

Jarðskjálftayfirlit 36. viku, 4.-10. september 2023

Um 820 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið, þar af hafa um 660 verið handvirkt yfirfarnir. Þetta er nokkur aukning frá síðustu viku þegar tæplega 500 skjálftar mældust.

Jarðskjálftavirknin var vel dreifð um virkustu svæðin og má þar m.a. nefna Reykjanes, Skjaldbreið, Mýrdalsjökul, vestanverðan Vatnajökul og Grímseyjarbrotarbeltið.

Stærsti og eini skjálfti vikunnar yfir 3 að stærð mældist 2 km vestur af Kleifarvatn þann 9. september og mældist hann 3.8 að stærð. Í kjölfar skjálftans mældust yfir 100 smáskjálftar. Skjálftinn fannst í byggð.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur. 

Tæplega 590 skjálftar mældust samanlagt á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg og hafa um 440 verið yfirfarnir. Skjálftarnir skiptust upp í nokkrar þyrpingar, við Stóra-Skógarfell, Sprengisand, Fagradalsfjall, Keili og svo hófst hrina vestan við Kleifarvatn þann 9. september þar sem stærsti skjálftinn mældist 3.8 að stærð og fylgdu yfir 100 smáskjálftar í kjölfarið.

Vesturgosbeltið og Hofsjökull

Í Henglinum mældust 11 skjálftar, sá stærsti 1.8 að stærð en rest smáir og allir dreifðir. Skjálftavirkni jókst aftur SA af Skjaldbreið en um 50 skjálftar mældust í vikunni samanborið við 5 vikuna á undan. Þrír skjálftar mældust í Langjökli, tveir norða Geitlandsjökuls og einn við Hagafell. Tveir skjálftar mældust við Blöndujökul í Hofsjökli.

Suðurlandsbrotabeltið

Sautján smáskjálftar mældust á víð og dreif á Suðurlandsbrotabeltinu.

Austurgosbeltið

Hekla
Engir skjálftar mældust í Heklu í vikunni.

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæði.
Átján skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni. Skjálftarir voru frekar dreifðir um jökulinn og mældist sá stærsti 1.6 að stærð. Á Torfajökulssvæðinu mældust þrír skjálftar.

Vatnajökull.
Í Vatnajökli mældust alls 45 skjálftar, þrír í Öræfajökli, þrír í Kverkfjöllum og rest í vestanverðum Vatnajökli. Í Bárðarbungu mældust 16 skjálftar og mældist sá stærsti 2.7 að stærð. Í Grímsvötnum mældust 5 skjálftar. Við Skaftárkatla og Hamarinn mældust 13 skjálfar, hlaup hófst í Eystri Skaftárkatli þann 28. ágúst og náði hamarki 30. ágúst en rennsli fór hægt minnkandi eftir það og náði dæmigerði grunnrennsli þann 4. september. En tengja má skjálftana við eftirmála hlaupsins.

Norðurgosbeltið

Askja og Herðubreið

Við Öskju mældust 5 skjálftar sem er töluvert minni virkni en sem hefur verið síðastliðna mánuði þar sem virknin hefur oftast verið á bilinu 15-30 skjálftar á viku. Stærsti skjálftinn mældist 1.9 að stærð en virknin var dreifð um svæðið. Fimmtán skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl.

Krafla og Þeistareykir

Þrír skjálftar mældust við Kröflu og þrír við Bæjarfjall.

Tjörnesbrotabeltið

Á Tjörnesbrotabeltinu mældust 44 skjálftar í vikunni, þar af flestir á Grímseyjarbrotabeltinu. Sex skjálftar mældust við Skjálfanda og 1 í Eyjafjarðardjúpi. Einn skjálfti mældist úti á Kolbeinseyjahrygg.

Skjálftalisti viku 36




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica