Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Skjálftavirkni 16.-22. janúar, vika 3, 2023

Um 260 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku og hafa þeir allir verið yfirfarnir. Þetta er svipaður fjöldi og í viku 2. Líkt og undanfarnar vikur hafa mælst um 3 tugir jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 2,9 að stærð í Bárðarbungu.

Nánar má skoða yfirfarna skjálfta í Skjálfta-Lísu vefsjánni

Suðurland

Rétt rúmlega 25 jarðskjálftar voru staðsettir á suðurlandi í vikunni. Þar af voru 6 jarðskjálftar á Hengilssvæðinu, fjórir þeirra skammt frá Reykjadalsá. Aðrir mældir skjálftar dreifðust um Suðurlandsbrotableltið, stærsti skjálftinn mældist 2,1 að stærð í Eldiviðarhrauni 22. janúar. Enginn skjálfti mældist í Heklu.

Reykjanesskagi

Rúmlega 60 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga og úti fyrir Reykjanestá í vikunni. Mest smákskjálftavirkni var í Móhálsadal. En stærsti skjálfti vikunnar af stærð 2,3 mældist norðaustan við Brennisteinsfjöll, á vestan verðri Heiðin Há. Um tugur skjálfta mældist úti fyrir Reykjanestá.

Norðurland

Á Tjörnesbrotabeltinu mældust um 30 jarðskjálftar. Flestir skjálftanna mældust á Grímseyjarbeltinu eða um tugur norðaustan og austan Grímseyjar og annar tugur í minni Öxarfjarðar. 5 skjálftar voru staðsettir vestast á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu, þar mældist stærsti skjálfti svæðisins í vikunni af stærð 2,6 þann 16. janúar. Tæpir tveir tugir jarðskjálfta voru staðsettir á Norðurlandi, 15 þeirra voru staðsettir við Kröflu, stærstur af þeim var 1,0 að stærð 21. janúar, hinir voru minni. Þrír jarðskjálftar mældust við Þeistareyki einnig undir 1,0 að stærð.

Hálendið

Um 24 jarðskjálftar voru staðsettir í Vatnajökli í vikunni, þar af mældust 10 í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn mældist aðfaranótt 17. janúar af stærð 2,9 og reyndist það vera stærsti jarðskjálfti 3. viku. Þrír skjálftar mældust við Grímsvötn tveir þeirra af stærð 1,6 þann 18. janúar og svo einn 1,3 að stærð þann 20. janúar. Austan Þórðarhirnu mældust 3 skjálftar. 2 smáskjálftar mældust í jöðrum Öræfajökuls. Einn jarðskjálfti mældist við Morsárjökul, aðrir 2 norðnorðaustan við Skeiðarárjökul og einn á jökulbreiðunni þar norðan við.

Norðan Vatnajökuls, skammt vestan Herðubreiðartagla mældust um 45 jarðskjálftar, flestir þann 18 janúar en þá mældist skjálfti þar af stærð 1.9. Aðrir skjálftar á svæðinu mældust minni. Um tugur skjálfta mældust í Öskju, stærsti af stærð 1.7 þann 22. janúar. Einn smáskjálfti var staðsettur rétt norðan við Dyngjujökul.

Tveir jarðskjálftar mældust í Langjökli í vikunni, einn vestarlega í norðanverðum Geitlandsjökli 2,0 að stærð annar í jöklinum miðjum og var hann minni.

Vesturland

Norðaustan við Grjótarvatn mældist tæpur tugur jarðskjálfta allir minni en 2,0 að stærð. Tveir smáskjálftar mældust vestan við Okhryggi.

Mýrdalsjökull

Áfram mælast um 3 tugir jarðskjálfta í Mýrdalsjökli, sem er svipaður fjöldi og undanfarnar 2 vikur. Skjálftarnir eru staðsettir á dreifðu svæði innan Kötluöskjunnar. Einn skjálfti mældist 2,5 að stærð þann 18 janúar en aðrir skjálftar voru minni en 2,5. Tveir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu við Blautukvísl.  

Skjálftalisti - Vika 3




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica