Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Mánaðaryfirlit

Jarðskjálftayfirlit 25. viku - 19. júní – 25. júní 2023

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur 

Tæplega 360 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga og úti fyrir Reykjanestá í vikunni. Um 50 skjálftar mældust út fyrir Reykjanestá flestir komu í hrinum 20 og 22 júní. Þétt virkni var í Grindavík (24), suður af Keili (140) og hjá Seltúni (41). Tíu skjálftar mældust á svæði milli Grindavíkur og Reykjanestá, 18 skjálftar mældust við Bláa lónið og Fagradalsfjall, 28 skjálftar mældust við og í Kleifarvatni, 6 skjálftar mældust við Heiðina Háu, 6 skjálftar mældust í og við Bláfjöll, 5 skjálftar mældust við og í Hlíðarvatni.

Suðurland

Á Suðurlandi mældust rúmlega 40 jarðskjálftar sem er talsvert minni virkni en í vikunni á undan þegar 120 skjálftar mældust. Skjálftarnir dreifa sér víða um Hengilsvæðið, Suðurlandsbrotabeltið og milli Heklu og Torfajökuls.

Norðurland

Um 75 jarðskjálftar mældust á Norðurgosbeltinu, þéttasta virknin var við Öskju og Herðubreið. Í Öskju mældust 28 skjálftar og sá stærsti var 1.7 að stærð. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust 25 skjálftar flestir undir M1 að stærð. Hjá Kröflu mældust 7 skjálftar og við Bæjarfjall mældust 10 skjálftar, allir skjálftar voru undir 1.0 af stærð. Úti fyrir norðurland var mesta virknin á Grímseyjarbeltinu þar sem 30 skjálftar mældust, flestir voru staðsettir austur af Grímsey. Á Húsavíkur – Flateyjarmisgenginu mældust 8 skjálftar.

Miðhálendið

Um 25 skjálftar mældust í Vatnajökli í vikunni, 14 þeirra mældust í Bárðarbungu. Stærsti var 2.6 af stærð í Bárðarbungu þann 22. júní. Tveir skjálftar mældust í Grímsfjalli, einn efst á Skeiðarárjökli, þrír á Dyngjujökli og einn ofan við Kverkfjöll.

Við Tungnafellsjökul mældust tveir skjálftar og við Þórisvatn mældist einn skjálfti.

Við fjallið Skriðu rétt suður af Skjaldbreið mældust 4 skjálftar allir undir 1 af stærð. Rétt norður af Geitlandsjökli í Langjökli mældist einn skjálfti að stærð 1.0.

Austurgosbeltið 

Mýrdalsjökull
177 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni sem eru mun fleiri skjálftar en mældust í vikunni á undan. Virknin er komin yfir venjulega bakgrunnsvirkni fyrir júní. Virknin hefur verið nokkuð mikil í ár miðað við síðustu 5 árin, en það er þekkt að þegar það eru leysingar í Mýrdalsjökli þá eykst jarðskjálftavirkni á svæðinu, það er því líklegt að þessi aukna virkni sem við sjáum í viku 25 geti að hluta til komið fram vegna sumar leysinga í jöklinum. Stærsti skjálftinn var 3.8 að stærð en 3 skjálftar mældust 3 eða stærri í vikunni. Skjálftavirknin er að stærstum hluta innan öskjunar og þéttasta virknin er fyrir miðju öskjunar. Þann 24. júní var þéttasta virknin þar sem 84 skjálftar mældust. Yfir vikuna var meðal virknin um 20-30 skjálftar á dag nema 19 og 23 júní.

Átta skjálftar mældust á svæði innan Fjallabaks, þrír voru í grennd við Hrafntinnusker og þrír í grennd við Mosfell, einn í Krakatindum og einn við Dalöldur.

Önnur svæði

Tveir skjálftar að stærð 2.9 mældust á Kolbinseyjarhrygg, einn 100km norður af strandlínunni og hinn 250km norður af strandlínunni.

  Skjálftalisti viku 25




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica