Skjálftavirkni 13.-19. febrúar, vika 7, 2023
Um 370 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í
liðinni viku, sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan þegar um 400
skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar á landinu mældist 3,5 að
stærð við Herðubreið þann 17. febrúar. Þann 14. febrúar mældist
jarðskjálftahrinu norður af Kolbeinsey þar sem 10 skjálftar á bilinu 2,3 - 3,6 að stærð. Athygli vakti að gervitunglamyndum sást að ísinn á
Öskjuvatni var að miklu leyti búinn að bráðna, sem er að gerast
óvenjusnemma á árinu. Síðast gerðist það svo snemma árið 2012, en þá
brotnaði ísinn upp í mars. Nánar er farið yfir þennan atburð í frétt á vefsíðu Veðurstofunnar.
Nánar má skoða yfirfarna skjálfta í Skjálfta-Lísu vefsjánni
Suðurland
Um 20 skjálftar mældust á Suðurlandsbrotabeltinu í síðustu viku, sá stærsti mældist 1,9 að stærð og varð austarlega á brotabeltinu. Rétt rúmlega 30 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu, sá stærsti 2,8 að stærð, staðsettur nærri Hengladölum en þar var smá hrina þann 15.febrúar. Þrír smáskjálftar mældust í Heklu, sá stærsti 1,2 að stærð.
Reykjanesskagi
Um 50 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, sem er heldur fleiri í síðustu viku þegar tæplega 20 skjálftar mældust. Stærsti skjálftinn mældist 2,9 að stærð um 3 km SV við Sandskeið, en þar mældist smá hrina þann 16.febrúar. Flestir skjálftar mældust suðvestur af Kleifarvatni, fjórir skjálftar mældust á við Fagradalsfjall og þrír aðrir um 6km NA við Reykjanestá.
Tæplega 20 skjálftar mældust í skjálftahrinu rétt utan við Reykjanestá, heldur færri en í síðustu viku þegar um 100 skjálftar mældust þar. Stærsti skjálftinn á Reykjaneshrygg mældist þann 19.febrúar og reyndist hann 2,8 að stærð og var staðsettur rúma 70 km SV af Reykjanestá.
Norðurland
Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni, sá stærsti 2,0 að stærð staðsettur austan við Grímsey. Tæplega 40 þessarra skjálfta urðu á Grímseyjarbeltinu og restin á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu.
14. febrúar mældist jarðskjálftahrinu norður af Kolbeinsey þar sem 10 skjálftar á bilinu 2,3 ¿ 3,6 að stærð.
Fimm jarðskjálftar mældust á Kröflusvæðinu, sá stærsti 1,9 að stærð. Einnig mældust fimm skjálftar við Þeistareyki, sá stærsti 1,1 að stærð.
Hálendið
Tæplega 70 skjálftar mældust á svæðinu við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Stærsti skjálftinn þar varð þann 17. febrúar og mældist 3,5 að stærð og var jafnframt stærsti skjálfti vikunnar á landinu og sá stærsti við Herðubreið síðan í nóvember 2022.
Rétt rúmlega 30 skjálftar mældust í Öskju, flestir austan við Öskjuvatn. Einnig mældust fimm smáskjálftar skammt sunnan við Öskju og þrír við Holuhraun. Á nýlegum gervitunglamyndum sást að ísinn á Öskjuvatni var að miklu leyti búinn að bráðna, sem er óvenjusnemma á árinu. Síðast gerðist það árið 2012, en þá brotnaði ísinn upp í mars. Nánar er farið yfir þennan atburð í frétt á vefsíðu Veðurstofunnar.
Tæplega 20 skjálftar mældust í Bárðarbungu, þar af tvær djúpir smáskjálftar austan við öskjunnar. Stærsti skjálftinn varð á norðurrima öskjunnar og mældist 2,5 að stærð. Sjö skjálftar mældust í og við Grímsvötn, sá stærsti 1,8 að stærð. Fjórir skjálftar urðu í nágrenni við Hamarinn og sá stærsti var 2,5 að stærð. Þrír skjálftar mældust í Kverkfjöllum, þrír í Skeiðarárjökli, einn í Öræfajökli og einn í Esjufjöllum.
Mýrdalsjökull
Um 15 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli sem er aðeins fleiri en í vikunni á undan þegar um 10 skjálftar mældust. Flestir voru innan öskjunnar í Mýrdalsjökli. Tveir stærstu skjálftarnir mældust báðir 2.8 að stærð. Einn smáskjálfti mældist í Torfajökulsöskjunni en hann mældist 1.1 að stærð.
Vesturland
Tveir skjálftar mældust í SV-verðum Langjökli og fimm skjálftar nærri Grjótárvatni um 25 km N við Borgarnes.
Skjálftalisti - Vika 7, 2023