Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Mánaðaryfirlit

Jarðskjálftayfirlit - Nóvember 2024

Reykjanesskagi

Á öllum Reykjanesskaga mældust um 560 jarðskjálftar í nóvember. Virkni var mest yfir kvikuganginum, Trölladyngju og Kleifarvatni og Bláfjöllum en þó nokkur virkni mældist þar eða tæplega 90 skjálftar. Rúmlega 90 sjálftar mældust á Reykjaneshrygg.
Þann 20.nóvember hófst skjálftahrina yfir kvikuganginum og tæplega klukkutíma síðar hófst eldgos á um 3 km langri gossprungu. Hraun rann bæði til vesturs og austurs, þar sem hrauntunga teygði sig yfir Grindavíkurveg og náði að bílastæði við Bláa lónið. Þetta er sjöunda eldgosið í hrinu sem hófst í desember 2023. Nú er aðeins einn gígur virkur nærri Stóra Skógfelli og rennur hraun að mest til norðurs og norðausturs. Næst stærsta gosið á Sundhnúksgígaröðinni

Mýrdalsjökull

Jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli var meiri en í október en alls mældut um 100 skjálftar, sá stærsti M2.9 að stærð. Þetta eru aðeins fleiri skjálftar en hefur mælst að meðaltali en það gerðist síðast í júlí þegar um 135 skjálftar mældust.

Grjótárvatn

Jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn á Vesturlandi hélt áfram í nóvember en um 120 jarðskjálftar mældust í mánuðinum. Það er svipaður fjöldi og í október. Þar af er aðeins einn yfir M2.0 að stærð en hann mældist 2.7 að stærð.

Bárðarbunga

Rúmlega 100 jarðskjálftar mældust í mánuðinum í Bárðarbungu, þar af var stærsti skjálfti mánaðarins á landinu sem mældist M3,6 að stærð.

Askja

Í Öskju mældust um 80 skjálftar í mánuðinum, örlítið færr en í október þegar 100 jarðskjálftar mældust. Stærsti skjálftinn í síðasta mánuði var M3 að stærð í austan Öskjuvatns. Landris, sem hefur verið í gangi síðan sumarið 2021, heldur áfram í Öskju en þó á minni hraða síðan haustið 2023.
Rúmlega 175 skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl. En lítil smáskjálftahrinur mældist suðaustur af Herðubeið þann 3.nóvember. Stærsti skjálftinn reyndist 2.8 að stærð.

Suðurlandsbrotabeltið

Lítil virkni var á suðurlandsbrotabeltinu eða um 80 skjálftar sem dreyfðust nokkuð jafnt um svæðið. Stærst skjálftinn mældist 1.7 að stærð við Hreppamarkaskurð, austur af Ölfusá.

Hekla

Sex skjálftar mældust á Heklu svæðinu, stærsti mældist 1.3 að stærð.

Hengillinn

Rúmlega 60 jarðskjálftar mældust á Hengilssvæðinu í mánuðinum. Stærsti skjálftnin mældist 2.5 að stærð

Torfajökull

Rúmlega 15 jarðskjálftar mældust í Torfajökli, sá stærsti M2.4 í vestanverðri Torfajökulsöskjunni. Nokkuð var um lágtíðni jarðskjálfta í mánuðinum sem erfitt var að staðsetja innan Torfajökulsöskjunnar.

Vatnajökull

Virknin í Vatnajökli var nokkuð dreyfð um jökulinn. Tæplega 25 skjálftar mældust í og við Skaftárkatlana. Rúmlega 15 skjálftar mældust í Grímsvöntum og sjö skjálftar í Öræfajökli.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica