Loftslag og veðurfar

Alþjóðlegi veðurdagurinn 2016 - Halldór Björnsson 23.3.2016

Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) tileinkaði veðurdaginn 23. mars 2016 hnattrænum loftslagsbreytingum og auknum öfgum í veðurfari. Yfirskrift dagsins var: Hlýrra, þurrara, votara. Horfumst í augu við framtíðina. Í kynningu frá WMO er farið yfir nýlegar öfgar í veðurfari víða um heim og fjallað um mikilvægi þess að ákvarðanir séu byggðar á bestu þekkingu.

Lesa meira

Tímamótasamningur um markmið í loftslagsmálum samþykktur - Jóhanna M. Thorlacius 12.12.2015

Tímamótasamkomulag í loftslagsmálum náðist í kvöld á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Samningurinn var samþykktur einróma, með atkvæðum 195 þjóða. Mikil fagnaðarlæti brutust út í fundarsalnum þegar ljóst var að samkomulagið væri í höfn. Fulltrúar margra þjóða táruðust af gleði yfir því að samkomulag hefði náðst. Sjá vef ruv.is.

Nánari útlistun má sjá á vef umhverfisráðuneytisins. Frakkar fá einróma hrós fyrir gott skipulag og stjórn viðræðna, sem hafi átt sinn þátt í að samkomulag náðist nú.

Lesa meira

Erindi um jökla á loftslagsráðstefnunni í París - Jóhanna M. Thorlacius 8.12.2015

Veðurstofa Íslands stóð að hliðarviðburði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París, miðvikudaginn 9. desember 2015.
Streymi var af viðburðinum yfir netið.

Upptökur erindanna verða i boði á vefnum næsta mánuðinn.

Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og ber yfirskriftina Retreating Arctic Glaciers: Monitoring and adaptation efforts.

Lesa meira

Sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum - Jóhanna M. Thorlacius 25.11.2015

Ríkisstjórn Íslands kynnti í dag sóknaráætlun í loftslagsmálum á fundi sem hýstur var í móttökusal Veðurstofu. Skerpt er á áherslum Íslands og starf í málaflokknum eflt til að árangri verði náð.

Sextán verkefni miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis, styðja við alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar.

Vöktun á jöklum Íslands verður m.a. efld og stefnt að því að kynna jöklana og umhverfi þeirra sem lifandi kennslustofu um loftslagsbreytingar.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica