Greinar
Höfnin í Stykkishólmi hinn 8. júlí 2014.

Hlýindi ársins 2014

Samanburðarlistar

Trausti Jónsson 29.1.2015

Tekinn var saman listi yfir meðalhita ársins 2014 og hann borinn saman við meðalhita annarra hlýrra ára á 79 veðurstöðvum.

Í yfirlitinu eru allar mannaðar stöðvar sem enn eru starfræktar, auk sjálfvirkra athugana í beinu framhaldi þar sem hefðbundnum mælingum hefur verið hætt. Að auki var litið á mælingar fáeinna sjálfvirkra stöðva þar sem athugað hefur verið lengur en frá 2003. Fjölmargar sjálfvirkar stöðvar eru ekki með á listanum.

Af stöðvunum 79 reyndist árið 2014 það hlýjasta á 49 þeirra. Á 22 stöðvum var það næsthlýjasta árið, það þriðja hlýjasta á sex stöðvum og það fimmta hlýjasta á tveimur.

Hafa verður í huga að þar sem mælt hefur verið mjög lengi hafa breytingar undantekningalaust orðið á bæði stöðvum og í umhverfi þeirra. Í stöku tilviki eru raðirnar misáreiðanleg samsuða nágrannastöðva. Í listunum hér að neðan eru slíkar raðir merktar með stjörnu (*). Á tveimur stöðvum eru raðirnar ekki alveg heilar – ár vantar inn í. Þær eru merktar með striki (-).

Fyrri taflan

Hér að neðan er listanum skipt á tvær töflur. Sú fyrri sýnir hversu mikið vantar upp á að árið 2014 hafi orðið það hlýjasta. Mönnuðu stöðvunum (sumar orðnar sjálfvirkar) er raðað fyrst, en síðan þeim sjálfvirku – þar sem mælt hefur verið mun skemur í flestum tilvikum.

Dálkarnir eru: Árið 2014, sæti (hér á bilinu 2 til 5), meðalhiti ársins 2014, hlýjasta árið til þessa á stöðinni, sæti þess (alltaf einn), meðalhiti hlýjasta ársins, munurinn (hversu mikið vantaði upp á metjöfnun), stöðvarnafn og síðasti dálkurinn sýnir hvenær röðin byrjaði.

Hér er uppgjörið sett fram með tveimur aukastöfum. Það er auðvitað umfram raunverulega nákvæmni – en keppni er keppni.


Hversu mikið vantaði upp á að methiti næðist 2014?
(skoðum 30 stöðvar þar sem 2014 lenti í 2. sæti eða neðar)

ár sæti hiti2014 metár röð methiti mism nafn byrjar
2014 2 0,85 2003 1 1,21 0,36 Hveravellir 1965
2014 3 5,82 2003 1 6,18 0,36 Keflavíkurflugvöllur 1952
2014 2 4,92 2003 1 5,22 0,30 Hólar í Dýrafirði 1983
2014 5 5,43 2003 1 5,72 0,29 Gufuskálar* 1936
2014 2 3,97 1933 1 4,26 0,29 Hlaðhamar* 1940
2014 5 4,66 2003 1 4,94 0,28 Bolungarvík* 1897
2014 2 4,65 2003 1 4,92 0,27 Æðey 1954
2014 2 3,85 2003 1 4,12 0,27 Búrfell I 1988
2014 2 5,32 1933 1 5,56 0,24 Akureyri 1881
2014 3 5,61 2003 1 5,84 0,23 Eyrarbakki- 1880
2014 3 4,66 1933 1 4,81 0,15 Blönduós 1927
2014 3 5,20 2003 1 5,30 0,10 Hvanneyri 1923
2014 2 4,96 2003 1 5,05 0,09 Hamraendar* 1936
2014 2 4,82 2003 1 4,91 0,09 Ásgarður 1992
2014 3 5,33 2003 1 5,41 0,08 Stykkishólmur 1845
2014 2 4,65 2003 1 4,73 0,08 Bergstaðir 1978
2014 2 5,99 2003 1 6,06 0,07 Reykjavík 1870
2014 2 4,56 2003 1 4,62 0,06 Stafholtsey 1988
2014 2 5,63 1933 1 5,69 0,06 Seyðisfjörður* 1906
2014 2 6,24 1941 1 6,26 0,02 Stórhöfði* 1877
2014 2 5,26 1939 1 5,28 0,02 Hæll* 1880
2014 3 -0,59 2010 1 -0,29 0,30 Þverfjall 1990
2014 2 0,96 2003 1 1,20 0,24 Þúfuver 1993
2014 2 -0,58 2003 1 -0,37 0,21 Sandbúðir 1993
2014 2 1,81 2003 1 1,99 0,18 Upptyppingar 1999
2014 2 5,20 2003 1 5,30 0,10 Hvanneyri 1997
2014 2 5,15 2003 1 5,21 0,06 Húsavík 2002
2014 2 5,49 2003 1 5,54 0,05 Þykkvibær 1996
2014 2 6,09 2003 1 6,13 0,04 Straumsvík 2001
2014 2 6,47 2003 1 6,50 0,03 Skrauthólar 2001

Mest vantaði upp á nýtt met á Hveravöllum og á Keflavíkurflugvelli, 0,36 stig. Í flestum tilvikum var árið í öðru sæti og það var langoftast 2003 sem var hlýrra. Árið var í 5. sæti á Gufuskálum og í Bolungarvík. Bolungarvíkurröðin er samsuða nokkurra mæliraða – og gæði hennar því lakari en almennt gerist á listanum. Á fjórum stöðvum, Akureyri, Blönduósi, Hlaðhamri í Hrútafirði og á Seyðisfirði, er 1933 hlýjasta árið; 1941 var hlýjast á Stórhöfða og 1939 á Hæli í Hreppum.

Á sjálfvirku stöðvunum munar mestu á hita ársins 2014 og eldra meti á Þverfjalli. Það er sami munur og í Bolungarvík, en hlýjasta árið ekki það sama, 2010 á Þverfelli. Það er 2003 sem var hlýjast á öllum öðrum stöðvum í sjálfvirka listanum. Þrjár stöðvar á hálendinu eiga 2. til 4. mesta muninn.

Síðari taflan

Hversu miklu hlýrra var árið 2014 en það næsta í röðinni fyrir neðan?
(skoðum 49 stöðvar þar sem 2014 var metár)

ár sæti hiti2014 næsthæst röð hiti mism nafn byrjar
2014 1 4,83 2003 2 4,13 -0,70 Raufarhöfn 1920
2014 1 5,71 1984 2 5,11 -0,60 Neskaupstaður 1975
2014 1 6,45 2003 2 5,89 -0,56 Hólar í Hornafirði 1921
2014 1 5,75 2003 2 5,22 -0,53 Teigarhorn 1872
2014 1 5,36 2003 2 4,86 -0,50 Kambanes 1961
2014 1 4,48 2003 2 4,03 -0,45 Miðfjarðarnes 1999
2014 1 5,12 2003 2 4,67 -0,45 Egilsstaðir 1954
2014 1 6,42 1960 2 6,00 -0,42 Fagurhólsmýri 1903
2014 1 4,92 2003 2 4,57 -0,35 Torfur 2000
2014 1 5,23 2003 2 4,88 -0,35 Mánárbakki 1956
2014 1 5,29 2003 2 4,94 -0,35 Þingvellir* 1934
2014 1 4,89 2003 2 4,56 -0,33 Grímsey 1874
2014 1 4,49 2003 2 4,19 -0,30 Staðarhóll 1961
2014 1 5,02 2003 2 4,72 -0,30 Skjaldþingsstaðir 1994
2014 1 5,41 2003 2 5,12 -0,29 Kollaleira 1976
2014 1 2,78 2003 2 2,55 -0,23 Brú á Jökuldal  1957
2014 1 4,89 2003 2 4,67 -0,22 Hraun á Skaga* 1956
2014 1 5,27 2003 2 5,12 -0,15 Reykhólar 1948
2014 1 5,33 2003 2 5,18 -0,15 Dalatangi 1938
2014 1 2,75 1933 2 2,61 -0,14 Grímsstaðir 1907
2014 1 3,27 2003 2 3,15 -0,12 Mýri 2001
2014 1 3,78 1933 2 3,66 -0,12 Reykjahlíð* 1921
2014 1 6,06 1946 2 5,95 -0,11 Kirkjubæjarklaustur 1926
2014 1 3,78 2003 2 3,68 -0,10 Lerkihlíð* 1962
2014 1 2,31 2003 2 2,23 -0,08 Möðrudalur- 1886
2014 1 5,24 2003 2 5,17 -0,07 Sauðanesviti 1990
2014 1 5,24 2003 2 5,17 -0,07 Siglunes 1937
2014 1 4,72 2003 2 4,67 -0,05 Litla-Ávík 1995
2014 1 6,14 2003 2 6,09 -0,05 Sámsstaðir 1927
2014 1 6,46 2003 2 6,42 -0,04 Vatnsskarðshólar* 1939
2014 1 5,04 2003 2 5,01 -0,03 Hjarðarland 1990
2014 1 5,14 2003 2 5,12 -0,02 Hallormsstaður 1937
2014 1 5,61 2003 2 5,60 -0,01 Lambavatn 1922
2014 1 4,70 2003 2 4,69 -0,01 Nautabú* 1937
2014 1 5,49 2003 2 4,68 -0,81 Papey 1998
2014 1 5,11 2004 2 4,47 -0,64 Skagatá 1996
2014 1 5,70 2006 2 5,07 -0,63 Vattarnes 2000
2014 1 4,92 2003 2 4,36 -0,56 Möðruvellir 1991
2014 1 6,48 2006 2 6,03 -0,45 Skarðsfjöruviti 1994
2014 1 4,47 2003 2 4,07 -0,40 Fontur 1994
2014 1 4,92 2003 2 4,61 -0,31 Ásbyrgi 1998
2014 1 5,71 2003 2 5,41 -0,30 Neskaupstaður 1999
2014 1 5,29 2003 2 5,02 -0,27 Seyðisfjörður-Vestdalur 1995
2014 1 3,26 2003 2 3,09 -0,17 Mývatn 1996
2014 1 4,81 2003 2 4,71 -0,10 Siglufjörður 1995
2014 1 4,57 2003 2 4,49 -0,08 Gjögurflugvöllur 1994
2014 1 6,01 2003 2 5,95 -0,06 Korpa 1994
2014 1 3,91 2003 2 3,88 -0,03 Reykir í Fnjóskadal 2000
2014 1 5,08 2003 2 5,06 -0,02 landið 1870

Síðari taflan sýnir þær stöðvar þar sem árið 2014 varð það hlýjasta og hversu miklu hlýrra það var en það næsthlýjasta. Dálkafyrirsagnir eru þær sömu – nema hvað miðjuáradálkurinn sýnir hér næsthlýjasta árið.

Árið 2014 varð það hlýjasta um nær allan austurhluta landsins. Raufarhöfn er efst á listanum, árið 2014 varð þar 0,70 stigum hlýrra heldur en næsthlýjasta árið, 2003. Á fjölmörgum stöðvum er munur á 2014 og næsthlýjasta árinu algjörlega ómarktækur – vegna upphækkana úr öðrum aukastaf er það þó misjafnt hvort þær deila lokasæti með öðrum árum. Sem dæmi má taka að á Sámsstöðum verða báðar tölur (sú hæsta og næsthæsta að 6,1 stigi, en á Vatnsskarðshólum þar sem munurinn er aðeins 0,04 stig lendir 2014 í 6,5 stigum, en 2003 í 6,4.

Á tveimur stöðvum með mjög langar mæliraðir er hiti ársins 1933 sleginn út, það er í Reykjahlíð og á Grímsstöðum á Fjöllum. Tölurnar eru þó mjög óvissar í Reykjahlíð vegna mikilla flutninga á stöðinni.

Að lokum, neðst í töflunni, má sjá landsmeðalhita. Þetta eru óformlegir reikningar og er ekki ætlast til þess að þeir séu teknir alvarlega. En tölurnar gefa til kynna að árin 2014 og 2003 hafi verið jafnhlý á landinu í heild.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica