Fréttir

Erindi um jökla á loftslagsráðstefnunni í París

Streymi af viðburðum í norræna skálanum

8.12.2015

Veðurstofa Íslands stendur að hliðarviðburði í Norræna skálanum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21) miðvikudaginn 9. desember 2015 í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Streymi verður af viðburðinum yfir netið kl. 10:30 - 11:45 að íslenskum tíma. Allt efni norræna skálans verður í boði sem upptökur í einn mánuð eftir flutning og þar er íslenska efnið vistað sem dagskrárliður að staðartíma (Dec 09 2015, 11:30 - 12:45); því miður vantar hljóðið til að byrja með en það dettur inn á 14. mínútu upptökunnar (13'20").

Retreating Arctic Glaciers: Monitoring and adaptation efforts

Fundarstjóri Bergþóra Njála Guðmundsdóttir. Dagskrá að íslenskum tíma:

  • 10:30 Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra opnar fundinn
  • 10:35 – 10:55 Jórunn Harðardóttir, Veðurstofu Íslands: Joint Nordic Efforts in Climate and Renewable Energy Projects
  • 10:55 – 11:15 René Forsberg, DTU: Monitoring of the acceleration mass loss of Arctic glaciers: The SVALI Nordic Centre of Excellence
  • 11:15 – 11:35 Halldór Björnsson, Veðurstofu Íslands: Iceland, glaciers and climate. Challenges for adaptation
  • 11:35 – 11:45 SVALI, heimildamynd um þetta öndvegisverkefni

Áherslan verður á norrænt rannsóknasamstarf um loftslagsbreytingar og aðlögun að þeim; einnig á öndvegisverkefninu SVALI. Sérstök áhersla verður á íslenska jökla og áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi, ásamt nauðsynlegri aðlögun. Norrænir jöklar eru náttúruleg rannsóknastofa þar sem kanna má hvernig freðhvolf jarðarinnar bregst við loftslagsbreytingum. Fjallað verður um:

  • Hraðvaxandi rýrnun íss á Norður-Atlantshafssvæðinu
  • Staðbundna aðlögun sveitarfélaga og ríkisstjórna að líklegum breytingum
  • Norrænar rannsóknir á staðbundnum og hnattrænum afleiðingum breytinga á freðhvolfinu

Sjá nánar í auglýsingu um viðburðinn en þar má sjá ljósmynd úr heimsókn Frakklandsforseta til Íslands 16. okt. síðastliðinn: François Hollande og Ólafur Ragnar Grímsson við Sólheimajökul ásamt fylgdarliði.

Norræni skálinn
""
Jórunn Harðardóttir og Halldór Björnsson fyrir utan Norræna skálann á loftslagsráðstefnunni í París, COP21. Til hægri má sjá Halldór á tali við Svein Runólfsson landgræðslustjóra.
Málin rædd

Grein um íslensku jöklana

Þess má geta, að í rafrænu sérhefti tengdu ráðstefnunni er grein eftir sérfræðinga Veðurstofunnar, þá Árna Snorrason, Tómas Jóhannesson og Þorstein Þorsteinsson er nefnist Glaciers and ice caps: Vulnerable water resources in a warming climate.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica