Fréttir
hálendi - ís - aska - lægð - lítið vatnsrennsli
Skoðunarferð við Grímsvötn 25. maí 2011.

Breytingar á lögum um Ofanflóðasjóð

Hættumat vegna eldgosa á Íslandi fjármagnað

5.3.2012

Þann 28. febrúar sl. samþykkti Alþingi breytingar á lögum um Ofanflóðasjóð (374. mál - Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum).

Þessi lagabreyting gerir Ofanflóðasjóði kleift að koma að fjármögnun hættumats vegna íslenskra eldfjalla til næstu þriggja ára.

Áætlun um heildarverkefnið gerir ráð fyrir að unnið verði að fjórum fagverkefnum á næstu þremur árum:

  • Úttekt á þekkingu á íslenskum eldstöðvum
  • Forgreiningu á áhættu vegna flóða samfara eldgosum
  • Forgreiningu á sprengigosum á Íslandi
  • Forgreiningu á eldgosum sem valdið geta miklu eignatjóni, þ.e. eldgosum nálægt þéttbýli og alþjóðlegum flugvöllum á Íslandi

Undirbúningur fyrstu tveggja verkefnanna hófst sl. haust og er hann vel á veg kominn. Undirbúningur vegna vinnu við seinni verkefnin tvö mun hefjast í haust.

Eins og fram kom í frétt um málið 31. ágúst 2011 koma hagsmunaaðilar innan samgöngu- og orkugeirans að fjármögnun verkefnisins til næstu þriggja ára, auk Ofanflóðasjóðs.

Sigrún Karlsdóttir náttúruvárstjóri veitti efni í þessa frétt.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica